Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1894, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1894, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameriku 1 doll. Borgist fyrir júni- mánaðarlok. M 13. n.i oi) v i i..i i \ \ i'Mii. — ":|= Þbiðji árgangur. =|==— ---I—S3Qg|= RITSTJÓRI: SKÚLI THOEODDSEN. --- ÍSAFIRBI, 14. FEBR.. Uppsögn skrifleg, ógild nema lcomin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. Háskölasjóðarinn. Lítið virðist enn reka eða ganga með fjár-safnið til háskólasjóðsins, sem stofn- aður var á siðast liðnu sumri, og er þó vonandi, að forgöngumenn málsins séu ekki þegar orðnir uppgefnir, eða hafi tekið á sig náðir. En vist er um það, að enda þótt þeg- ar sé liðið nálega hálft ár, siðan málið kom á dagskrá, þá eru þær margar sýsl- ur landsins, — all-flestar sjálfsagt —, þar sem máli þessu liefir enn eigi verið hreift, hvað þá heldur að safnazt liafi eins eyris virði. Hér er þó um það stórmál að ræða, — fjársófnun, ekki nokkurra hundraða, heldur margra tuga þúsunda króna —, að ekki tjáir að kasta til þess höndunutn, ef eittlivað á að ganga. Ef nokkur áliugi ætti að geta lieitið á málefni þessu, þá mætti árangurinn ómögulega verða minni, en svo, að ár- lega Safnaðist i nokkur ár sem svaraði 10 aurum fyrir nef hvert á landinu. Það væru sjó þúsund krónur á ári, og þótt ekki væru árs-tillögin meiri, ef þeim þá væri áfram haldið í líkum stýl - , þá mætti segja, að islenzka þjöð- in hefði sýnt áhuga á málinu, og að liún ætti það skilið, að fá ósk sinni um inn- lenda visinda-stofnun fram gengt sem fyrst. En það er síður en ekki, að sjö þús- und krónur á ári komi fyrirhafnarlaust hlaupandi upp i hendur hinna háttvirtu forgóngumanna. Þvert á móti; þó að ekki sé hærra reist merkið, þarf til þess all-mikla at- orku, jafn óvanir og ófúsir sem flestir eru her á landi, að leggja á sig noklirar þæi kvaðir til almennings þarfa, sem ógm ekki gjóra þeim að skyldu, að inna af hendi. Eigi mál þetta að fá nokkuð fylgi, og verða áhugamál almennings, veitir ekki af, að valinn sé maður í hverri sveit landsins, sem gangist fyrir fjár- sófnuninni, og skýri þýðingu málsins munnlega fyrir sem flestum i sveit sinni. Jafnframt þarf og að auglýsa árang- urinn, ekki að eins einu sinni, tvisvar, á ári, heldur svo opt, sem eittlivað er til að auglýsa, svo að áhugi manna hafi ekki tima til að dofna., ef hann á ann- að borð vaknar. Vér bendum á þetta, ekki af því, að vér ætlum, að forgöngumónnum málsins þurfi ráð að gefa, lieldur af hinu, að vór höfum orðið þess áskynja, að ýmsir þeirra muni þykjast geta þvegið sinar hendur, ef þeir að eins senda frá sér einhverjar áskoranir, —• áskoranir, sem má ske einn af 10 eða 20 sinnir að nokkru, en allur fjöldinn að engu. En ætlist forgöngutnenn þeir, sem kosnir voru síðast liðið sumar, til þess, að þessú sjóð-stofnun þeirra verði eitthvað annað og meira, en ein af þessum, eigi óvanalegú, islenzku bólum, sem þjóta upp i svip, og hjaðna svo undir eins aptur, þá þurfa þeir lika að breyta út af vanalega islenzka laginu. Takist þeim að vekja verulegan á- huga á málefni þessu, takist þeim að fá þjóðina til að sýna það i verkinu, að til só á landi voru almenn og lifandi sann- færing um nauðsyn þessa máls, — sann- færing, sem menn vilja eittlivað talsvert leggja í sölurnar fyrir, þá er varla vafi á þvi, að alþingi voru veitir þá auð- veldara eptir, en áður, að sigra mótspyrnu stjórnarinnar, og háskólahugmyndin hætt- ir þá að vera það ,,loptkynjaöa“ efni, sem sumir mótstóðumenn málsins gera sér gamanið að. En verði aptur á möti sú raunin á, að málefni þetta fái eigi vakið neinn almennan áhuga, eða þjóð vora bresti þólgæði og þrek, til að fylgja þvi fram í verkinu, en eigi með orðunum ein- um, þá er má ske ver farið, en lieima setið. ---------- Bréf til ritstjöra „Þjóðy. anga“ frá lir. Matth. Thordarson i West Selkirk. — II.- Jeg minntist áður nokkuð á mokstrar- og skurðar-vinnuna; en satt að segja, liefi eg sjálfur alldrei unnið þá vinnu liér vestra-, og svo er um fleiri íslend- inga; aptur á móti hefi eg séð hana unna, og þvi er ekki að neita, að eg álít hana bæði erfiða og leiðinlega. En nær er mér þó að halda, að marg- ur Islendingurinn heima, sem ætti kost á þeirri vinnu, að moka i skurðum, og leggja niður vatnsrennu-pipur, vinna 10 tíma á dag, og fá svo að kveldi borg- aðar í peningum 7—8 kr. (sumstaðar er þó kaupið nokkru hærra), myndi taka þvi með þökkum, i stað þess að vanhaga ef til vill um ýmsar nauðsynjar lífsins. Frá minu sjónarmiði er sú mórg vinna unnin á Islandi, sem hættu-meiri og sóðalegri er, en skurðar-vinnan, og kaup- ið þó minna í aðra hönd; skal jeg taka t. d. sjóróðrana í Bolungarvík að vetrin- um, þvi að ætti eg uin tvennt að velja, myndi eg lieldur kjósa skurðar-vinnuna, en vetrar-róðrana i Yikinni; sá stuggur stendur mór af þeim atvinnuvegi, enda þótt eg eigi að lieita al-vanur sjómaður. Eg er enginn vesturfara-„agent“, og verð það að líkindum aldrei, enda kýs eg að leggja sem minnst til þeirra mála; það er nóg stríð samt; en mór virðast mi þeir timarnir í nánd, að þeir, sem samvizku og sannfæringu liafa, og vilja eitthvað fyrir hana vinna, eigi bágt með að þegja lengur í vesturferðamálum. Hvað hugsar alþingi með hinni fyrir- huguðu breytingu á útflutningalögunum, sem rætt var um í sumar? Það er sannarlega vægilega að orði komist, er þér i blaði yðar („Þjóðv. ungau II. 21.) nefnið frv. þetta „örþrifs- ráð“, og liin „lang-mestu lastmæli um landiðu; i mínum augum er frv. þetta langtum verra; það er glæpur, áviðþús- und manna morð, að ætla sér að hepta

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.