Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1894, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1894, Síða 2
50 Þjóðviljinn ungi. III, 13 þannig frelsi alþýðnnnar á íslandi, jafn bágstódd, eins og liún er almennt. Og hvað er svo unnið fyrir landið, þótt frv. þetta yrði að lógurn? Reyndin myndi verða sú, að þau ýttu undir ýmsa að flytja hingað vestur, sem ella hefðu setið kyrrir heima, því að öll ófrelsis-lög hafa optast gagnstæð áhrif því, sem til er ætlast. En á liinn bóginn myndu lóg þessi hepta vesturför allra hinna úrræða- minnstu, 'sem einmitt þyrftu og ættu helzt að geta komizt hingað vestur. Skyklu t. d. sveitar-stjórnirnar geta sent hingað marga ómagana, ef frv. þetta yrði að lógum ? Já, sjálfsagt yrði leitað til þess ein- hverra undanbragða, því að ómaga vilja þó flestar sveitir af sér reka á Islandi; það þekki jeg að fornu fari. En þegar svo væri komið, að svo að segja eini mögulegi vegurinn, til þess að komast hingað vestur, væri sá, að vera sveitar-þurfi, þá er jeg ofur hræddur um, að sveitar-vandræðin á Islandi kynnu fremur að vaxa, en minnka, því að marga myndi fýsa, að fara hingað vestur, ept- ir sem áður. Yfir liöfuð er það mín sannfæring, að þeir, sem tilfinningu hafa fyrir þvi, — hvort sem er heldur karl eða kona —, hve borgaralega fyrirkomulagið er allt ófugt á Islandi, og ástandið bágt, en fá þó ekki að gjórt, ættu að snúa huga sínum að því, að fara af landi, og flytja þá helzt hingað vestur, þar sem svo margir landar þeirra eru fyrir. Hins vegar er mér sama um alla þá, sem ekki hafa tilfinningu fyrir öðru betra, en ástandinu á Islandi, og sem lifa þar rólegir, og komast sómasamlega af, og láta fremur gott en illt af sér leiða; þeir mega mín vegna gjarna sitja kyrr- ir heima; en bágstadda fólkinu, sem líð- ur þar ílla, og engin úrræði hefir, ætti fremur að hjálpa, til að komast hingað vestur, en að hamla því frá því. Ofan ritaðan bréfkafla bið eg yður, hr. ritstjóri, að birta í blaði yðar, svo að kunningjum minum og vinum, gefist kostur á að sjá, hvemig mér lízt á út- fiutninga-frumvarpið nýja, oghvaðaskoð- un eg hefi á vesturferða-málinu yfir hófuð. West Selkirk 4. sept. ’93 IN.v kemiislui-aðfeircí í málfræði. Allir þeir, sem hafa gengið í gegn- um latinuskólann, vita, hve málfræðis- staglið er þreytandi; engum, nema mál- fræðingi, mun geta dottið i hug, að skoða latínska málfræði hentugt menntameðal fyrir unglinga. I 6 ár tyggja menn og töngla í latínuskólunum „grainmatíkur“ í 7 málurn, en árangurinn er sára lítill. Það hefir lengi verið íhugunarmál fyrir marga, hvemig á því inyndi standa, að öllum unglingum veitir svo örðugt, að læra mál eptir þeirri aðferð, sem nú er hófð. Aðferð málfræðinganna hefir síð- an verið vegin, og léttvæg fundin. Beygingamar, undantekningarnar, og þulurnar, sem bórnin verða að leggja á minnið, þreytir þau og sljófgar, andinn hverfur, og skilningurinn kemst aldrei að hjá flestum : nemendum leiðist stagl- ið, og lærdómurinn fer út um þúfur; það era mjög fáir, sem komast svo langt, að þeir fái þá menntun af málfræðisnám- inu, sem af því má hafa, ef rétt er að farið. Mergurinn málsins er, að menn eiga að stunda málfræði hvers máls sér til menntunar, eptir að þeir er’u búnir að iæra málið. Þess vegna ætti öll mál- fræðiskennsla á Islandi eingóngu aðbyggj- ast á „íslenzku“; en öll önnur mál, ætti að læra eptir „praktiskri“ aðferð. í enska tímaritinu „Review af Reviews“, var nýlega grein um kennslu-aðferð þá, er Francois Goiiin notar. Þessi franski maður fór að hugsa urn, hvemig á því myndi standa, að böm læra að tala út- lend tungumál hvert af öðru á örstutt- um tíma, en ef þeim er kennt málið eptir vanalegu málfræðinga-aðferðinni, læra þau minna á mörgum árum, en hins veginn á nokkrum mánuðum. Þetta hlýtur að vera aðferðinni að kenna. Grouin fór því að rannsaka málið betur, og komst að þeirri niðurstöðu, að börnin af nokkurs konar náttúruhvöt, finna hentugustu aðferðina til námsins; þau fylgja óafvitandi vissum, auðveldum, reslum, sem standa í beinu sambandi við byggingu málanna, og eðli mann- legs anda. Aðalsetningar barnanámsins eru þrjár: 1. mál á að læra með eyr- anu, ekki með auganu; mál er samsafn af hljóðum; prentuð orð era að eins teikn, — dauð mynd af málinu, sem er lifandi. 2, menn verða að læra mál með því, að setja hljóðið i samband við hlutina, sem það táknar, en ekki í samband við prentaða eða skrifaða stafi; hljóð á allt- af, hið innra hjá nemandanum, fyrir hans sálaraugum, að fram leiða mynd afhlut- unum. 3, mál á að læra í heilurn setn- ingum, en ekki í einstökum orðum. A þessum aðal-reglum hefir GFouin byggt aðferð þá, er hann notar við mál- fræðis-nám og málfræðis-kennslu; og það hefir sýnt sig, að unglingar læra, eptir þessum grandvallar-reglum, að tala út- lend mál, svo fljótt, að furðu gegnir; öll máls-byggingin kemst leikandi inn í nemandann. Útgefandi tímaritsins „R,. of R.“, hinn alkunni rithófundur Stead, lét G-ouin til reynslu kenna 4 börnum sínum frönsku eptir þessari nýju aðferð. Kennslan stóð í 6 mánuði, 10 stundir á viku; engan annan tíma máttu börnin hafa til náms- ins. Yngsta bamið, 9 ára, hafði aldrei lært orð í frönsku; hin höfðu, eptir gömlu aðferðinni, lært dálítið í franskri málfræði, en gátu ekki talað eitt orð í frönsku. Ekkert barnanna var sérlega lagað fyrir að læra mál. Eptir 6 mánuði voru bórn- in prófuð af til kvöddum mönnum, frönskum málfræðingum. Það kom þá í ljós, að þau töluðu, og hugsuðu, á frönsku, eins og þau hefðu verið þar upp alin; franskan var þeim eins lipur og létt, eins og enskan, þeirra eigið mál; og skrítnast var það, að börnunum hafði þótt kennslan hin inesta skemint- un. Xú eru rnenn farnir að nota aðferð (louins í 'inörgum skólum í Englandi og Ameríku, og eru allir forviða á því, hve nemendurnir læra málin fljótt. Þ. M. TURPIN, sá hinn sarni, er fýrir fáum árum fann upp „melinit“-sprengi-efnið, átti í sumar tal við frakknoskan blaðamann, og lét þá i Ijósi, að hann hefði þá ný skeð fundið upp nýtt morð-vopn, er gera myndi striðin miklu ægilegri. en nokkrum hefði áður til bugar kom- ið; með morð-vopni þessu, sagði hann, að það væri hægðarleikur, að gjörsópa burtu ram-gjörv- ustu kastölum, og heilum hersveitum, á nokkr- um klukku-stundum. Um uppgötvun þessa vildi þó hr. Turpin eigi gefa blaðamanninum aðra upplýsingu, en þá, að það væri sérstök rafurmagns-vél, sem hann notaði í þessu skyni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.