Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.05.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.05.1894, Blaðsíða 2
94 Þjódviljinn ungi. III, 24. En þessa aðferð get jeg alls ekki á- litið heppilega, eða hreinlyndislega; kjós- endur þurfa, og eiga, að fá að vita það nokkru áður, urn hverja er að velja, svo að þeir hafi tíma til að íhuga það sem vandlegast, hvern, eða liverja, sé réttast að kjósa. Það er heldur ekki sjáanlegt, hvað þingmannaefnum getur gengið til þess, að halda framboði sínu leyndu í lengstu lög, nema þau finni það á sér, að þau muni lítinn byr hafa, og hugsi sér því að eins, að reyna að pota sér fram, ef sérstaklega stendur á, svo sem ef kjór- fundurinn verði fáliðaður af öðrum, en vinum þeirra og fylgifiskum. Það er því einkar áríðandi, að menn forsómi ekki að sækja kjörfundi, með því að vanrækzla þeirra getur ef til vill orðið þess valdandi, að á kjörfundinum verði einhver sá kosinn, sem fjöldi kjós- endanna telur síður en ekki til þing- mennsku hæfan; og sérstaklega mega menn ekki láta það villa sig, að millli engra verði að velja, þvi að það er aldrei hægt að segja um slíkt, fyr en á kjór- fundinn er komið. Yér ísfirðingar hófum lengi haft það orð á oss, að vér værum latir að sækja kjórfundi, og notuðum kosningarréttinn hirðulauslega, og því miður verður því ekki neitað, að tóluvert er hæft í þessu; kjörfundurinn 1892 var sá lang-fjölmenn- asti, sem hér hefir nokkru sinni verið haldinn, og mætti þó ekki fjórði hvrr kjósandi. Kjósendur, sem eiga yfir sjó að sækja, ættu ekki að eindaga sig, með þvi að ekki er lengi að breytast veður í lopti, og því valt að treysta því, að veður hamli ekki kjórfundardaginn; og er, það ekki hvað sízt óráð, þegar kosningin á fram að fara snemma dags. Rekum nú af oss slyðru-orðið, bræð- ur góðir, og fjölmennum á kjörfundinn 6. júní næstk. ítitað í maímánuði 1894. Kjósandi. --■>—— Á STÖKtJ GUFUSKIPUM eru menn farnir að nota steinolíu til eldneytis, í stað kola, til þess að knýja áfrain gufuvélina; þannig fór t. d. gufuskipið „Baku Standard“ í vetur frá Englandi til Philadelphíu í Norður-Ameriku, og hafði eingöngu olíu til eldneytis. LÍKBItENNSLA fer óðum í vöxt í Parisar- borg, svo að líkbrennslu-stofnunin í Póre Lachaise kirkjugarðinum hefir reynzt ónóg, og er því í rá.ði, að koma k fót líkbrennslu-ofnum í ýmsum öðrum kirkjugörðum í París. NÝJAB, GULLNÁMUR hafa fundizt við Unguzu-ána í Afríku, og kvað þær vera einna gull-auðgastar þeirra náma, er enn liafa fundizt. ÞÝZKUR MAÐUR, O. Lilienthal að nafni, hefir látið gjöra sér vængi úr pil-viði, og verið að æfa sig i flugi nálægt Berlin; er mælt. að honum hafi tekizt að fljúga 1000 fet í lopt upp, og kvað hann gjöra sér vonir um, að geta endurbætt svo vængi sína, að hann verði enn betur fleygur. Iíaupfélaga íundur. A hinum sameiginlega fundi, sem ýmsir stjórnendur kaupfélaganna hér á landi áttu með sér í Reykjavík 27.—29. júlí f. á., var Pétri bónda Jónssyni á Gautlöndum falið á hendur, að kalla sam- an sams konar fund, þegar næsta alþingi kæmi saman, og hefir liann nú, samkvæint umboði þessu, boðað til fundar í Reykja- vík 2. ágúst næstk. Helztu málefnin, sem gert er ráð fyrir, að rædd verði á fundi þessum eru: 1. Að félögin bindi samband sín á milli, og bindi það ákveðnum reglum. 2. Að koma á samræmi í fyrirkomulagi félaganna, t. d. að þvi er snertir tryggingar fyrir skilvísi deilda og einstaklinga gagnvart hverju félagi fyrir sig, um myndun stofnfjársjóða og varasjóða fyrir félógin, um vóru- vóndun og fl. 3. Að koma á ábyrgðarsjóði fyrirútflutt sauðfé frá félögunum, og semja reglu- gjórð fyrir hann. 4. Að semja form fyrir liagskýrslum félaganna, er þau birti árlega á prenti, o. fl. Sambandsmál þetta má gera ráð fyrir, að rætt verði ýtarlega i héruðum til undirbúnings, og að félögin sendi síðan i sumar kosna fulltrúa á Reykjavíkur fundinn. Silíur-briiðkaup. 28. júlí- mán. þ. á. eru 25 ár liðin, síðan konungs- efni vort, Friðrekur krónprinz, og Lovísa krónprinzessa, voru gefin saman i hjóna- band 28. júlímán. 1869, og hafa ýmsar tignar-frúr og hðfðingjar i Danmórku i því skyni gengið i nefnd, til þess að safna samskotum til sjóðstofnunar, sem ætlast er til, að bera skuli nafn silfur- brúðhjónanna, og verði síðan varið til styrktar fátækum og heilsu-linum stúlk- um í konungsríkinu, án tillits til aldurs eða stöðu, eptir því sem silfurbrúðhjón- in sjálf kveða nákvæmar á um. Ein af samskota-áskorunum þessum hefir verið send ritstjóra þessa blaðs, og mun hann því koma samskotunum til forstöðunefndarinnar, ef einhverjir hér vestra vilja gefa eitthvað í þessu skyni. Sannsögli „tsafolclar-6*. I 22. nr. blaðs vors skýrðum vér fra því, að umboðsmaður Björns Jónssonar ritstjóra, í múlaþrefi bans hér vestra, hefði fyrír rétti kannazt við það. að Björn hefði farið með ósann- indi í 5S. nr. „ísafoldar11 f. á.; en ekki nóg með það, heldur hefir og umboðsmaður Björns í öðru lagi kannazt við það fyrir rótti, að Björn hafi einnig látið „lsafold“ fara með ósann- i n d i í 54. nr. blaðsins f. á., er hann sagði, að landstjórnin hefði, með i-annsókninni gegn Slc. Th., verið „að sinna kærum, út af embættis- færslu hans“, og er þvi líklega flestum mönn- um auðsætt, hvort það var nokkur fjarstæða, er vér gátum þess í 24. nr. II. árg. „Þjóðv. unga“, að Björn hefði með ummælum þessum logið upp á oss, og logið upp á landstjórnina. Loks hafði og Björn í 59. nr. „ísafoldar11 f. á. frætt lesendur sína á þvi, að verzlunarmála- nefndin,' sem skipuð var á siðasta alþingi, hefði ekki afrekað annað, en orpið „tveimur fúleggj- um“, og lýstum vér þessi ummæli hans „stór- kostleg ósannindi“ í 27. nr. II- árg. „Þjóðv. unga“, enda kannaðist og umboðsmaður Björns hreinskilningslega við það fyrir rétti, að Björn hefði EINNIG farið með ÓSANNINDI að þessu leyti, þar sem verzlunarmálanefndin hefði bor- ið fram þrjú lagafrv., og þar á ofan tvær þings- ályktunar tillögur; en á hinn bóginn hélt um- boðsmaðurinn því fram, að „fúleggja-kenningar11 Bjarnar hlytu að eiga við þingsályktunartil- lögurnar, með því að þær hefðu verið samþykkt- ar á þinginu*, en lagafrumvörpin, sem eigi hefðu náð fram að ganga, hefði annar eins maður, eins og Björn, auðvitað ekki tekið með i reikn- inginn!! Hér að framan er þá sýnt, að hr. Bj. J. hefir þegar, — þó að mál þessi séu enn öll ó- dæmd —, haft þann ávinning af þrefinu þessu, að umboðsmaður hans hefir FYRIR RETTI orðið að kannast við það, að „ísafold11 hefir í fyrra sumar, á tæpum mánaðar-tíma, ÞRÍVEG- IS farið með ÓSANNINDI, og að ritstjóri þessa blaðs hafi eigi einn orðið fyrir ósönnum sögu- *) Þingsályktunar tillögur þessar voru: önn- ur um lagningu fréttaþráðar til landsins, en hin um ferðastyrk til verzlunarmanns D. Thom- sens, og minnir oss eigi betur, en að „ísafold“ hafi SJÁLF verið hvorttveggja þessu meðmælt, svo að „fúleggja-kenningin11 verður þvi óneit- anlega dálítið kynleg hjá Birni!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.