Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.09.1894, Side 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) 3 ki\; i Ameriku
] doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
DJÓÐVILJIM UNGI
M 37.
ÍSAFIEÐI, 14. SEPT.
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin só til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
múnaðar.
l?Si>4
Fréttir útlendar.
1 3 eru ný skeð orð-
in ráðherra skipti; heíir Estrnp gamli
sagt af sér ráðherra tigninni, eptir 19
ára þjónustu, en Reqds Tliott, einn af
stór-auðugustu mónnum Dana, stýrir nú
ráðaneytinu: var liann áður utanríkis-ráð-
lierra í ráðaneyti Estrups; í stað Bahn-
son’s er Tliomsen liershófðingi orðinn
hermála-ráðlierra, og Bardenftetli orðinn
kennslumála-ráðherra í stað Goos’ háskóla-
kennara; fjármála-ráðherra er Luttichau
kammerherra. Aðrar breytingar hafa eigi
orðið á skipun ráðaneytisins, og er þvi
Nellemann ráðherra Islands-mála, eins og
að undanförnu; marga liefir furðað það,
að hvoi'ki Bojesen né neinn annar „miðl-
unarmanna“ skyldi fá sæti í ráðaneytinu,
og búast menn því yfir höfuð eigi við
neinni stefnu-breytingu, að því er stjórn-
arfar snertir í Danmörku. — Fundahöld
voru nú sem tíðust um alla Daninörku,
og ærið hávaðasamt á sumum fundunum,
enda vilja vinstrimenn búa lið sitt sem
bezt á undan kosningunum.
A silfurbrúdkaup krónprinzins heíir
áður verið nokkuð minnzt í blaði voru,
en þó má þess geta, að meðal þeirra,
sem gengu fyrir silfurbrúðhjónin, til að
árna þeim allra heilla, voru all-Iiestir
þingmenn Dana; ávarpaði krónprinzinn
þá nieð all-mikilli ræðu, því að liann er
all-vel niáli farinn, og þakkaði „miðlun-
armönnum w tueð mórgum fögrum orðum
fyrir frammistöðuna í vetur, og lyktir
þær, sem orðnar væru á politisku deil-
nnni í Danmörku.
-4. I D-íiDlílíUUli una margir hið
versta við lög þau, er þingið heíir sam-
þykkt, til að virma slig á „anarkistum",
rneð því að menn telja þau hepta mjög
funda-, mál- og prent-frelsi, og óttast, að
stjórnin kunni að misbeita þeim, til að
svala ser á politiskum mótstöðumönnum
sínum.
Caserio, sa er Carnot forseta myrti,
hefir verið dæmdur til dauða, og lét
,hann vel yfir, að sagt er.
A1’ ólriðiimm milli Kínverja og
Japansmanna berast enn fáar greinilegar
sagnir, með því að hraðskeytin sem ber-
ast frá Kína, herma allt annað um vopna-
viðskiptin, en þau, sem frá Japan berast;
hafa Japansbúar haft verzlun mikla við
Korea, en konungurinn þar hefir goldið
Kínverjum skatta um langan aldur, og
berjast þeir nú um yfirráðin.
I Austurríki er fyrir skömmu
látinn Josep Hyrtli, einkar frægur læknir,
sem mjög hefir aukið þekkingu samtíð-
armanna sinna í læknisfræðinni, einkum
í líkskurðarfræði, enda var hann um mörg
ár háskólakennari í Yínarborg í þeirri
námsgrein.
CaTÍl-clvlMiiil. ílla stendur fjár-
hagur Grrikkja, svo að gjaldþrotum er
næst, enda hafa í sumar ýmsir skuld-
lieimtumenn þeirra setið suður í Aþenu-
borg, til að ganga eptir skuldum sínuin,
og e-r enn óséð, hvernig Tricupis tekst
að ráða úr þeirn vanda.
-4- Sanclwich.-eyjunum er þjóð-
vehli ný skeð í lög tekið, og heitir ný
kosni forsetinn JDoie, og sagður dugandi
maður, enda gjörist þess engin vanþörf,
með því að drottning sú, er þar réð áð-
ur ríkjum, hefir enn ýmsa fylgismenn,
er eigi vilja viðurkenna hina nýju ríkis-
skipun.
Frá Bandaiilijunum er
þær fregnir að segja, að fylkið Utah,
heimkynni Mormóna, hefir nú loks verið
tekið í rikja tölu, og verður Mormónum
það að likindum til all-mikils styrks,
þegar tímar líða.
Út af verkföllum þeim og róstum,
sem verið liafa í Bandaríkjunum hór og
hvar, síðan í vor, hefir stjórnin látið
lögsækja fjölda manna, og mælist það
mjög misjafnlega fyrir meðal verkmanna
stéttarinnar; en Clereland forseti tjáist
þess einráðinn, að taka liart á óllum slík-
um óeyrðum og eigna-spellvirkjum.
Italia. Eins og áður hefir verið
frá skýrt i blaði voru, sannaðist það í
vetur, er var, að stjórnendur þjóðbank-
ans „banca romana“ höfðu gjörzt sekir
í stórkostlegum fjárprettum, svo að mörg-
um tugurn þúsunda nam; voru það allt
stormenni, sein við glæpi þessa voru-
bendlaðir, og mæltist athæfi þeirra hið
versta fyrir um land allt; en þó brá
mónnum fyrst fyrir alvöru í brún, er
dómur var ný skeð upp kveðinn í fjár-
prettamálunum, þvi að féglæframenn
þessir voru þar allir dæmdir sýknir saka!
Þykir því hafa sannazt liór sem optar,
að „smau þjofarnir séu hengdir, en stór-
bófarnir látnir hlaupa“.
----------------
„Stóra málið“.
— oOo--
Það er liægara ort en gjðrt, að skýra
út í æsar, livað leiða myndi af fram-
kvæmdum þeiin, fyrir land vort og þjóð,
sem fyrirhugaðar eru i „stóra frumvarp-
inuu, enda mun enginn maður þjóðar
vorrar gæddur svo skarpri framsýn, að
honum se til hlýtar ljóst, hversu margt
og mikið gott myndi hljótast af jafn
gagngjörðri endursköpun samgangna
vorra og viðskiptalifs.
Megin-atriði þessa máls eru þrjú: 1.,
tiðar og verulegar samgöngur við Eng-
land, 2., stóðugar og hagfelldar strand-
ferðir innan lands, og 3., járnbraut út
fra liöfuðstað landsins inn í miðju hinn-
ar mestu, samfelldustu og grasauðugustu
byggðar þessa lands. Er hvert þessara
atriða fyrir sig afar þýðingar-mikið fram-
tiðar-mál, en í frumvarpinu eru þau sam-
einuð svo óaðgreinanlega, að eitt skuli
standa og falla með óðru.
Svo hafa fróðir menn sagt, að verzl-
unar-einokunin liafi kreppt meira að
Islendingum, en allar drepsóttir, eldgos,
hafís og harðæri sainan talið, og getum
vér fyllilega undirskrifað þann sögulega
dóm. Fyrir örugga framgöngu mestu *og
beztu forvígismanna þjóðarinnar var oki
þessu af löggjafarvaldsins liálfu af oss
lótt fyrir 40 árum. En einokunar okið
var um langan tíma búið að liggja á
herðum þjóðarinnar, og hafði markað
sér þar svo djúpt far, að lítt gætti þess,