Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.11.1894, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.11.1894, Side 2
6 ÞjÓÐVILJIíVN ttngi. IV, 2. í Asíu norðanverðri, og sumstaðar á Norð- urlöndum. Þá minnist og höf. all-ýtarlega á byggingu landsins, og samband þess við Noreg og Danmörku o. fl., er sögu þess snertir. Lífið á Islandi, segir liöf., að sé að ýmsu leyti örðugt, en landið hafi margt það til að bera, sem skemmtiferðamönn- um (,,túristumu) hljóti að getast vel að; hann lofar rnjög hið hreina og heilnæma sumarlopt vort, og þá eigi síður hina stór-skornu og tilkomu-miklu náttiiru fegurð lands vors, sem einatt bjóði aug- anu nýjar og nýjar undra-sjónir, og veki þær tilfinningar í brjósti ferðamannsins, sem óvíða vakni annars staðar. Ekki gleymir höf. heldur að minnast á eldfjöllin, jöklana, hverina og önnur afbrigði náttúrunnar, sem liér á landi eru; hann fer og mörgum orðum um norður-ljósa dýrðina á vetrar-kvöldum vor- um, — einkum um vetrar-sólstöðurnar—, þessi margbreytilegu, flöktandi undra- ljós, sem inannlegum anda hefir enn eigi tekizt að skýra, o. fl. Yfir höfuð er það óefað, að grein þessi í „Quarterly Review“ muni eigi litið stuðla til þess, að beina hingað „túrista“ straumnum í stærri stýl, en að undan- förnu, og getur það að ýmsu leyti orðið landi voru til all-mikils hagnaðar. Um politiska ástandið hér á lancli, og stjórnarbaráttu þá, sem nú stendur yfir, tekur liöf. það fram með all-berum orðum, að ætla mætti, að Danir hefðu fengið þá kenningu og reynslu við missi Hertogadæmanna, að þeir risu eigi jafn öndvei'ðir sjálfstjórnar kröfum hinnar ís- lenzku þjóðar, enda spáir og höf. þjóð vorri sigurs í þeirri baráttu, og farast honum meðal annars orð um það áþessa leið: „Vilji íslendinga hlýtur að sigra, og að beitt verði við þá valdi, getur alls eigi komið til mála; Danmörk gæti, með sínum 14 þúsund liermönnum, ekki áunnið annað, en að gjöra þjóðinni dá- lítinn óskunda, og ryðja með því braut fyrir bráðum og algjörðum aðskilnaði. Eitt er víst, og það er það, að Islend- ingar, sem annars bjóða konungi sínum tri’ia hollustu, neita því gagngjört, að vera að nokkra leyti háðir ríkisþingi Dana, og í þessu tilliti njóta þeir stuðn- ings danskra lögfræðinga, sem hátt eru settir“. Höf. telur því allt útlit til þess, að mótspyrnan gegn stjórnarskrár breyt- ingunni beri þann eina arð, að Islend- ingar fái fyrir bragðið, fyr en varir, bæði gagngjörðari aðskilnað frá ríkis-heildinni dönsku, og meiri sjálfstjórn i málum sínum, en þeir hafi óskað eptir, enn sem komið er. 1 sambandi við stjórnarskipunarmálið minnist höf. og á Ameríku ferðirnar, og fer hann meðal annars um þær svo felld- um orðum: „Og skyldi nú svo fara, að stjórn-kænsku Dana, — sem fullyrt er, að í þessu tilliti verði fyrir áhrifum frá Rússlandi —, tækist enn að flæma fleiri af eyjarskeggjum frá þeirra liugum-kæra lieimkynni, . ..... þá stendur Mani- toba með opinn faðm, og býður þá vel komna“.............„En vér vonum, að heima fyrir megi ljóma bjartari dagar fyrir þær 60 þúsundir, sein eptir eru, þvi að Islendingar liafa einkennilegt eðl- isfar, sem ekki ætti að hverfa úr sög- unni; þeir sýna oss bæði dæmi þess, hvernig menn með staðfestu og þolgæði geta búið við óhagkværn lífs-kjör, og hvernig menn geta lagað sig eptir hin- um ytri lífs-skilyrðum, og eru þetta eigi lítilsverðir kostiru. ----oOO§§Cs>c---- Síbería hættir aí) líkindum innan skamms að vera útlegðar-bæli, með því að Rússa stjórn er nú farin að láta byggja þar járnbrautir miklar, til þess að geta hagnýtt sér þetta mikla landflæmi betur. Á árunum 1807—’81 voru um 520 þúsundir manna reknar i útlegð til Síberiu ; en gizkað er á, að þangað austur muni og, á þessu ára-bili, hafa flutzt um 100 þúsundir af ættingjum og vandamönnum útlaganna. Af útlögunum eru lang-flestir í vesturhluta landsins; í fylkjunum Tobolsk og Tomsk eru t. d. 400'o allra íbúanna útlagar, í fylkinu Jenís- seisk eru þeir 20°/o, en í fylkinu Jakutsk í Sibenu austanverðri eru útlagarnir aptur á moti ekki nema 17» at allri íbúa-tölunni. Euskur læknir, sem urn mörg ár hefir feng- izt nær eingöngu við barna-sjúkdónia, hofir ný skeð vakið máls á því, að ýmsir barna-sjúk- dómar muni eiga rót sina að rekja til þess, að foreldrar álíti, að börnin þoli fremur að vera án fæðu, en fullorðna fólkið, og þurfi yfir höfuð svo lítið að borða; en þetta segir læknirinn, að sé mesti misskilningur, og einkum teiur liann það áríðandi, að börnin fái kjarngóða máltíð, áður en þau fari að hátta á kvöldin. Fyrsta blaðið í Bandaríkjunum kom út 24. apríl 1704, og hét „Boston Nevvs Lcttres“; var það um tíma eina blaðið í Bandarikjunum; en úr því fór þeim smátt og smátt að fjölga, svo að árið 1775 voru þau orðin 37 að tölu; árið 1810 voru þau 338, og 24 árum síðar 1555. En iang-mestum vexti hefir þó blaðamennsk- an náð á síðustu 00 árum, svo sem sjá má af því, að árið 1892 voru alls gefin út í Banda- ríkjunum og í Canada 20,954 blöð, og seldust af þeim alls og alls 3,481.610,000 eintök. Fennomanar nefnist sá flokkur manna í Finnlandi, er berst fyrir þvi í ræðu og riti, að fá 12 sveitir i norðanverðri Sviþjóð lagðar til Finnlands, með því að íbúarnir i þeim héruðum séu finnskir að uppruna, og alþýða manna mæli þar flest á flnnska tungu. Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um það, hve afar-miklu fjártjóni verkföllin valda opt og einatt, má geta þess t. d., að verkfall skozku kola-nemanna, sem í sumar stóð yflr um 13 vikna tíma, gjörði það að verkum, að tekjur „Caledonian“-járnbrautarinnar minnkuðu um 161,522 pd. sterling, tekjur „North Britisb11- brautarinnar um 110,283 pd. og tekjur „Glasgow and south vestern“-brautarinnar um 29,368 pd. Það eru því alls 5,421,114 kr., sem járnbraut- ar-félög þessi liafa tapað við verltfallið, og er þá ótalið fjártjón námueigendanna, verkmann- anna sjálfra, og mý-margra annara félaga og einstakra manna, sem auðvitað hefir alls og alls skipt mörgum tugum milj. Enn nm „stóra málið“. —-oOo— (Framhald) Sú var tíðin, að bænda- synir hér á landi þóttu eigi vel mann- aðir menn, ef eigi höfðu þoir utan farið og verið þar með stórbændum, höfðingj- um, eða jafnvel konungum; var þá mann- dáð svo mikil í landinu, að aldrei hefir slik verið síðan; þóttu Islendingar þá afburðamenn, og skipaði þjóðin þá and- legt öndvegi á Norðurlöndum. Nú er öldin önnur; fæstir yngismennirnir — og það þótt efnaðra bænda synir séu —, fá að sjá út fyrir landsteinana, enda er þjóð vor orðin langt á eptir frændþjóðunum á Norðurlöndum í allri menning, og dregst æ lengra og lengra aptur úr. Hún er heima-alið barn, og raminur eyjaskeggja- bragur á henni og hennar högum; hún er istöðulítil og fraintakslítil; hugsunar- háttur hennar er gegnsýrður af þröng- sýni og smásálarskap; út yfir vebönd vanans þorir bún varla að stiga eitt fótmál, og til stórræða brestur hana áræði; heims-menning þessarar aldar stendur fyrir hugsjón hennar, eins og glæsileg huldukona, sem fróðlegt þykir að heyra sögur af; en berji hún að dyrain, og beiðist húsa, er þjóðin í vandræðum,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.