Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.12.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.12.1894, Blaðsíða 2
22 Þjóðviljinn ungt. IMýtt blaðfyrirtæki. Hús- frú Jhiet Bjarnhéðinsdóttir í Reykjavik ætlar að fara að gefa út blað, sern eink- um er ætlað kvennþjóðinni; verður það mánaðar-blað, á stærð við „Þjóðólf“ eða „Fjallkonuna“, og kostar árgangurinn 1 kr. 50 aura. Blaðið á að ílytja „stuttar greinar og bendingar um heimilis-vinnu, uppeldi og kennslu barna og unglinga, tilsögn í ýmsu, er snertir hannyrðir eða matar tilbúning11 o. fl., og „ef til vill einstaka ritgerðir um þau mál, sem konur hafa að einhverju leyti áhuga á“. -----ooc^ooo---- fívalþjósu-kærleikar. (Niðurl.) Af framan sögðu er það þá ljóst, hve nærri ritstjóri „Isafoldar“ hefir farið sannleikanum, eða hitt þó heldur, þegar hann var að fræða lesendur sína um aðdraganda og undirbúning hvalleifa- frumvarpsins í héraði. En „slikt skeður opt á sæ, kvað sel- ur“; það er ekki. i fyrsta skiptið, sein ritstjóri „Í3afoldar“ hefir verið fremur óheppinn með sögur sinar lióðan að Vest- an, rétt eins og liann líti stundum öllu meira á mennina, en málefnið. Hitt er lakara, að ritstjóri „Isafoldar“ skuli ekki hafa getað minnzt svo á þetta hvalleifa-frumvarp, að hann kæmist ekki um leið i mótsögn við sjálfan sig. í öðru orðinu segir hann sem sé, að hvalleifa-frumvarpið só alveg ótækt, af því að það þrengi um of kosti livalveiða- mannanna; en í hinu orðinu er hann svo, að benda hreppsnefndunum á það, að þær geti, — samkvæmt sveitarstjórnar tilskipuninni —, með heilbrigðis-ráðstöf- unum sínum náð alveg sama takmark- inu, — að hvalveiðamenn sleppi eigi hvalleifum svo, að þær reki á annara fjörum o. s. frv. —, eins og hvalleifa- frumvarpið miðar að! En fyrst nú ritstjóra „Isafoldar“ finnst það sjálfsagt, að hreppsnefndirnar noti rétt sinn, — samkvæmt sveitarstjórnar tilskipuninni! — til þess að þröngva kosti hvalveiðamanna á þann hátt, sem hval- leifa-frumvarpið fer fram á, hvernig á þá að skilja þá stjórn-vizku stjórn-ritar- ans, að frv. alþingis só alveg ótækt, af þvi að það þröngvi kosti hvalveiðamanna á þann hátt, sem hreppsnefndirnar geti og eigi að gjöra, án þessara laga? Og lakast er það þó, að hvalleifa- frumvarpið skuli hafa orðið til þess, að ritstjóri „Isafoldar“ sýndi vanþekkingu sína á sveitarstjórnar tilskipuninni, því að lesi hann hana betur ofan í kjölinn, inun hann fljótt sjá, að hreppsnefndir hafa eklcert vald til að gjöra heilbrigðis ráðstafanir, eins og enn er komið. í 23. gr. tilskip. 4. maí 1872 er að eins gjört ráð fyrir, að leitað skuli álits hreppsnefnda, um stofnun heilbrigðis- nefnda, en jafn framt tekið fram, að þetta heyri til þeirra mála, sem nefndin eigi ekki að gjöra út um. Slíkar heilbrigðisnefndir hafa nú, enn sem komið er, hvergi verið stofnaðar til sveita hór á landi, og sér þvi hver heil- vita maður, hvaða lokleysa það er, sem „Isafold“ fer með. Og þetta á nú að heita stjórn-ritar- inn, segja þeir, sem skrifar svona hugsan- réttan og lögspakan „leiðara!“ Betur að hann hefði aldrei komizt í þessa hvalþjósu-kærleika! —---<00§§C'Oo--- „Allur er varinn góðurK. Svo mun kunningi vor, ritstjórni „Isa- foldar“, hugsa með sjálfum sér, þar sem hann er enn að spranga með þessar maka- lausu fjaðrir, — ineiðyrðamálsdómana gegn ritstjóra „Þjóðv. unga“ —, sem Lárus dánumaður vár svo heppinn, að geta hengt utan á þenna vininn sinn í vor, eð var, rétt áður en honum var sjálfum holað niður hjá Hólmverjum. Ritstjóri „ísafoldar“ veit, sem er, að málunum er öllum áfrýjað til æðri réttar, og getur því brugðist til beggja vona um það, hve lengi fjaðra-stássið fær að hanga, en þykir auðvitað afbrigði í, að geta notað það i lengstu lög, í stað stjórn- ar-lómsfjaðranna, sem „ísafold“ gengur með hversdagslega. Auðvitað á ritstjóri „ísafoldar“ alls enga heimtingu á því, að fá dóma þessa birta í blaði voru, — þar sem hór er um engin málalok að ræða —; en af því að það væri ef til vill synd, að lofa hon- uffi eigi að sýna sig í þessum viðhafnar- skrúða, þá höfum vér hnýtt auglýsingum hans á sérstakan lappa, sem telst til þessa nr. „Þjóðv. unga“, og geta þá les- endurnir notað það blaðið til — þarfinda sinna. ísafirði 10. des. ’94 Tiðarfarið hefir verið fjarskalega óstöðugt, það sem af er þ. m., ýmist kafalds-hríðir eða blotar. Stofubrullaup. 2. þ. m. voru gefin í hjóna- band í heima-húsum hér i kaupstaðnum: ungfrú Andrea Filippusardóttir, Arnasonar skip- herra, og Pétur verzlunarmaður Þorvarð- arson. __________ Sjónleikirnir. Áformað mun, að byrjað verði að leika hér i kaupstaðnum rétt fyrir jólin, liklega í fyrsta skipti ú þorlkksmessu. Stykki þau, sem leikin verða, eru: „Betzy“ eptir Eugéne Labiche, „Brellurnar11 eptir Hostrup, „Frúin sefur“ eptir Fr. Holst, „Á þriðja sal“ eptir Wilhelm Mejo, „Annar hvor verður að giptast“ (vikið við úr þýzku leikriti), „Box og Kox“ (vikið við úr frakkneska leikrit- inu „Une Chambre k deux Lits“), og li’klega enn fremur „Þrumuveðrið“ eptir Hostrup. IV, 6. Bæjarbúa, og nærsveitamenn, skortir því eigi skemmtanirnar í vetur, enda mun og þurfa eigi all-litla aðsókn, til þess að leikendur fái kostnað sinn og fyrirhöfn borgað. Aflabrögð eru enn mikið góð hér við Djúpið, þegar gæftir eru. Ljósmyndasmíði. 1 í j<">i-i i X^álsisson á ísafirði vill fá laghentan pilt, til að læra hjá sér ofan nefnda iðn. Námstíminn ætti að byrja kring um 1. april ’95. — Bezt að semja sem fyrst. lAeii*, sem skulda kaupm. Markúsi Snæbjörnssyni á Geirseyri, geta sent borgunina til kaupm. Arna Sveinssonar á Isafirði, sem tekur á móti henni, og kvitterar fyrir. Hjá LEONH. TANG’8 verzlun fæst: Cvóður hnoðaður mön 1 I vis til sölu! „Hotel Isafjord“ á ísafirði fæst keypt, eða til leigu, frá 14. maí næstkomandi; húsið er tviloptað, og meiri partur þess nýlegur, og allt því til heyrandi í góðu standi; til húsa-skatts er það virt á 9600 kr. — I húsinu eru 14 leigufær herbergi, og góður kjallari. Enn frem- ur fylgir því fj'os, hesthús, lilaða, 2 skúr- ar, pakkhús, hjallur, matjurtagarður, tún- blettur og fiskireitur, allt umgirt. Húsið liggur i miðjum kaupstaðnum, og á loð til sjávar Sunda megin; það er þvi einkar vel fallið til verzlunar. Lysthafendur snúi sér annað hvort til herra Sigfúsar Eymundssonar í Reykja- vik eða undirritaðs. ísafirði, 30. nóv. 1894. Teitnx- Jónsson. Hundizt hafa fram undan Skarði á Snætjallaströnd 15 lóðir og lóðarstúfur, ein grunn-niður-staða og dufl, er var merkt S. J. A.; en mark lóðanna er ein- brugðið í háls, og þýzkur hnútur við stíinið. Vitja má að Skarði á Snæfjallaströnd, en borga verður sanngjörn fundar-laun og auglýsingu þessa. Skarði, 9. des. 1894. Steinn I. Júnatansson.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.