Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1894, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1894, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; i Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. M í>. ÍSAI'IBÐI, 31. DES. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. 1894. Fréttir útlendar. — ccn>- — í útlendum blöðum, er hingað liafa borizt, og ná fram í miðjan f. m., eru þessar fréttir helztar: Danmörk. Ríkisþingið hófst að vanda í öndverðum október, og kom þá mörgum á óvænt, er gamli Högsbro var endurkosinn forseti þjóðþingsins, jatn bitur-orður og hann var í sumar, ut af „april-sættinni“. — Af nýmælum, er lögð hafa verið fyrir þingið af stjórnarinnar hálfu, má helzt nefna frv. um nýja skip- un kjördæma; þykir vinstrimönnum það frv. vera um of hægrimönnum í vil, og berjast því gegn þvi af alefli; en óvíst var, hvernig „ miðlararnir11 • myndu taka í inálið, og ræður það úrslitum. Nú er fríhöfnin, sem Danir hafa starf- að að í 8 ár, loks svo langt komin, að hún var opnuð til almennings nota 9. nóv.; en vegna hirðsorgarinnar, út af fráfalli Rússa keisara, varð minna um dýrðir, en til stóð. Fríhöfn þessi liggur utarlega á „Löngu línuu, •— einni af aðal- skemmtigötum Kaupmannahafnar búa —, og hafa þar verið reist mörg stór-hýsi til vöru-geymslu; þykir og líklegt, að margir ^ muni „ota geymslu-hús þessi, með því að engan aðflutnings-toll þarf að greiða, meðan vörurnar eru þar, og húsaleigan auk þess fremur lág. 27. okt. andaðist skáldið Carl Ploug, fæddur 29. okt. 1813; hann þótti frjáls- lyndur á yngri arum, og orti þá mcrg frelsis- og framfara-kvæði, en á síðari árum var hann stækasti apturhaldsmaður, og lýsir danska blaðið „Politiken“ æfi- ferli hans ekki glæsilega; við blaðstjórn var Ploug um mörg ár, og lagði sjaldn- ast gott til íslands mála. — Latnir eru og skáldið P. Mariager og Chr. Rhnestad, frægur lögfræðingur, og þingskörungur mikils metinn. Kristjáh kommgur og Valdemar prinz lögðu 11. nóv. af stað til Rússlands, til þess að vera við jarðarför Alexánders III. Rússa keisara. IVoregur. Þingkosningar voru að mestu um garð gengnar, og höfðu fremur gengið vinstrimönnum í vil; höf- uðstaðurinn, Kristiania, kaus nú i fyrsta skipti vinstrimenn, og fagnaði allur fram- sóknar flokkur Norðmanna því mikillega. I».ýzlvaln iírl. Eptirmaður Capríví í kanzlara-embættinu heitir Holienlohe, gamall inaður, fæddur 31. marz 1819; hefir hann verið landstjóri í Elsass-Loth- ringen, siðan 1885; en áður var hann sendiherra í París. — Það var missætti Caprívi’s við keisarann, út aflaganýmæl- um til heptingar byltingaráðum óaldar- liða, er olli því, að Caprhí fór frá em- bætti. 17. okt. andaðist Jöhanna Wagner, fædd 13. okt. 1828, fræg söngkona, sem hún átti kyn til. X^ar hefir gengið mik- ið á með funda- og ræðu-höld, er mest snúast um irska sjálfstjórnarmálið, og um afnám, eða að minnsta kosti um stora takinörkun á ýmsum rét-tindum, efri málstofunnar, er framsóknarmönnum þykir reynast illur þrándur í Götu, live- nær sem um eitthvert mikilsvert fram- faramál er að ræða. 4. nóv. var sprengi-vél varpað á hús eitt i Lundúnum, og hlutust af því skemmdir miklar, en manntjón eigi; ætla menn, að þetta hafi verið til hefnda unnið við Hawhins dómara, er þar bjó, og hafði þá fyrir nokkru kveðið upp dóm yfir 4 stjórnleysingjum. lí-úsisland. Þar er seztur að völd- um Nikulás II., og ætlar bráðlega að kvong- ast Alice, þýzkri prinsessu frá Hessen. Nihilistar hafa sent út flugrit, sem prentuð eru í Lundúnuin, og era þar all-berorðir að vanda um stjórnar-ástandið á Riisslandi, bera hinum látna keisara allar vammir, og liafa i heitinguin við keisarann unga, ef hann feti í fótspor föður síns. Margar eru spár blaðanna um það, hvaða álirif keisara-skiptin muni hafa á friðarhorfurnar í Evrópu; eins og kunn- ugt er, var Alexander III. mikill vinur Frakka, en ungi keisarinn er af ýmsum talinn meiri Þjóðverja vinur, en faðir hans. ítalia. Crispi, æðsti ráðherra ítala, hefir hamazt gegn stjórnleysingjum, og bannað 272 verkmanna félög; mælast þær aðfarir hans mjög misjafnlega fyrir. Belg-ia. Hér eru þingkosningar ný skeð um garð gengnar, og urðu klerka-liðar í meiri hluta, og socialistar komu fjölda mörgum af sínum flokks- mönnum á þing, svo að heita má, að ekki séu nú nema þessir tveir flokkar á þingi Belga, því að fáir af þingmanna- efnum frjalslynda flokksins náðu kosningu. meríka. 6. nóv. fóru fram kosningar á þingmönnum til fulltrúa- deildar sambandsþings Bandamanna, og veitti samveldismönnum (republikönum) betur; líkt for og við kosningar til ríkja- þinganna, og við liosningar ýmsra em- bættismanna, er fóru fram um sömu mundir. 30. okt. siðastl. andaðist Honore Mer- cier, fyrrum æðsti ráðherra i Quebec, sem riðinn var við fjárprettina miklu 1891; Mercier var framúrskarandi mælskumað- ur, og einkar laginn á það, að fá aðra á sitt mál; hann var að eins 54 ára gamall. AI ófiúðinum milli Japansmanna og Ktnverja er það að segja, að Kínverj- ar liafa beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum; 8. okt. vann Yamagata, herforingi Japansmanna, sigur á Kinverjum við Vitsju; sá bær er rétt fyrir sunnan Jalu- fljótið, er rennur á landamærurn Korea og Kína; flýðu Kinverjar norður yfir fljótið, og settust i kastala þann, er Kjulsende nefnist, eD Yamagata veitti þeim eptirför seint í okt., og lögðu Kín- verjar þá á flótta, en vistir og herbún- aður allur komst i hendur Japansmönnum; lagði Yamagata síðan undir sig mikiim hluta af Mantsjuríinu, og hefir skipað þar fyrir um stjórn, og hvað annað, eptir sínu eigin liöfði; hefir landslýðurinn tekið Japansmönnum all-vel, þvi að stjórn Kínverja var mjög ílla þokkuð, enda era liermenn Japana siðlátir, og fara eigi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.