Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.02.1895, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.02.1895, Qupperneq 2
54 ÞjÓDVILJINN ungi. IV. 14 ekki vel á því fara, að liann sem forseti færi að standa í illdeilum. En ýmsum þykir Casimir-Perier hafa farið lítilmann- lega, að taka skammir ýrnsra óþokka- pilta svo nærri sér. Látinn er í des. Burdean, forseti fulltrúadeildarinnar, merkur maður, og var hann grafinn á kostnað ríkisins. — 7. des. andaðist og Ferdínand de Lesseps, sem heimsfrægur er af leiðarskurðinum gegnum /S'«e,2'-tangarm: hann var fæddur 18. nóv. 1805, og gekk í barndómi sið- ustu ár æfinnar, svo að sagt er, að hann hafi litla hugmynd haft um allan gaura- ganginn, út af Panama-hneyxlinu svo nefhda; það þykir nú full-sannað, að Lesseps hafi eigi dregið sér féð, heldur hafi hann sjálfur misst mest-allar eignir sínar við Panama-fyrirtækið. Ítalía. A Sikiley, og viða á Italíu sunnan verðri, hafa orðið all-miklir jarð- skjálptar, svo að ýms hús hafa hrunið, og menn beðið bana; hefir mest kveðið að því í bænum Messína á Sikiley. Crispi, formaður ráðaneytisins, á um þessar mundir í vök að verjast, með því að Giolitti, keppinautur hans, hefir borið á hann ýmsar stór-sakir á þingi, bendlað hann við stórkostlegan fédrátt úr róm- verska bankanum; lagði Giolittiýms skjöl fram á þinginu, sögu sinni til sönnunar, og voru þau fengin sérstakri rannsókn- arnefnd í hendur; en Crispi sleit þegar þingi, og ætlaði þegar að láta höfða sakamál gegn Giolitti, og ýmsum fleiri andstæðingum sinum, kallar ákæruna uppspuna og róg frá upphafi til enda, og er svo að ráða, sem Humbert konung- ur sé sömu skoðunar, því að ekki hefir vegur Crispi’s ininnkað að neinu, þó að mörg blöðin snúist nú gegn honum, og heimti, að honum sé vikið frá stjórninni, á meðan kærurnar gegn honum séu rann- sakaðar. — Giolitti hefir komið sér úr landi, til þess að verða ekki fyrir hefnd- um Crispi’s, enda ætla fllestir, að hann myndi nú ekki taka vægilega á þessum sínum forna fjandmanni, þar sem heita má, að Crispi hafi öll ráð, og alla dóm- stólana, á Italíu í hendi sér. T.yi*lijalanti. Frá Armeníu, einu af skattlöndum Tyrkja í Asíu, bárnst þær fregnir i síðastl. nóv., að hermenn Tyrkja soldáns hefðu gert þar blóðbað mikið, drepið um 6 þús. manna, er mögl- að höfðu undan einhverjum skattgreiðsl- um til Tyrkjans. — Hafa nú Englend- ingar, og fleiri Evrópu þjóðir, skorizt i leikinn, og neytt soldán til þess, að láta rannsaka málið, þó að honum væri það þvert um geð. Fi‘á óíriðnum i Asíu er þær fréttir að segja, að Japansmenn unnu Port Arthur kastalann 18. nóv., eptir hörðustu atlögu, og er þeim nú vegur- inn opinn til Peking, höfuðstaðarins í Kína; en vegna vetrar-hörkunnar eystra þar, verður líklega bið á því, unz vora tekur. — í Port Arthur náðu Japans- menn herfangi miklu, um 80 fallbj’ssum, og vistum miklum, svo að metið er til 10 milj. króna. -— Orð er á því gert, að Japansmenn og Kínverjar hafi sýnt hvor- ir öðrum ógurlega grimrnd, er Port Arthur var unninn, svo að enda konum og börn- um hafi eigi hlíft verið. Yamacjata, hershöfðingi Japansmanna, brýst áfram í Mantsjúríinu, og hefir unnið þar sigur nokkrum sinnum, og mun ætla sér til Peking, þegar vora tekur, og sam- einast þar öðru liði Japansmanna, er að sækir úr annari átt. Fyrir bænastað Kínverja hefir stjórn Bandamanna, í Ameríku tekizt á hendur, að reyna að koma á sáttum; en fáir búast við, að neitt vinnist við þá friðar leitan að svo kornnu, eða fyr en Péking er tekin herskildi. Ameríka. Fjárhagur Banda- manna hefir versnað að mun, síðan sér- veldismenn korrrust til valda, og er því talið liklegt, að tollverndunarlögin, sem kennd hafa verið við Kinley, verði aptur í lög tekin. Ógurleg vatns-flóð hafði gjört í Ohio, er sópaði burtu fjölda húsa, og olli nokkru manntjóni; skaðinn skipti milj- dollara. 12. des. andaðist Jolm Thompson, for- sætis-ráðherra í Canada, fæddur 10. nóv. 1844; lrann var á ferð í Englandi, er hann andaðist. Fólitíls.. pingvallafundui-. Lað eru all-miklar líkur til þess, að Þingvalla- fundur verði haldinn í vor; að minnsta kosti er það víst, að sú hugsun er rík í hugum ýmsra málsmetandi manna, — og það í mörgum hóruðum landsins —, að sliks þjóðfundar sé nú ærin þörf, og meiri en enda nokkru sinni fyr, þar sem stjórnin sjaldan þykir liafa leikið þing °g þjóð grálegar, en á þessum síðustu og verstu tímum. Af blöðunum syðra hafa og bæði „Þjóðólfur“ og „Fjallkonan“ mælt ein- dregið með slíku fundarhaldi; en „ísa- fold“ þegir í bráð, — ætlar líklega að bíða, og sjá, hvað ofan á vill verða! Verði nú, sem vonandi er, Þingvalla- fundur haldinn, þá má að líkindum vænta fundarboðsins i blöðunum seint í næstk. marzmán., eptir að þingmenn ýmsir hafa betur skrifazt á um málið. En síðan kemur til inálsmetandi manna í héruðum, að ganga sem bezt fram í því, að undir búa fulltrúa-kosningarnar, sem réttast er, að liagað verði á sarna hátt, eins og gjört var á undan Þing- vallafundinum 1888. Búsetu-lögin liafa vakið ókyrrð mikla í herbúðum dansk-íslenzku kaup- mannanna, sem hafa hér í seli, en flytja arðinn til Hafnar. IJpp á gamlan kunningsskap liafa þeir því, 26 í hóp, barið að dyrum hjá ráðherra Islands, og beðið hann, að reyn- ast sér nú hauk í horni, og synja lög- unum staðfestingar*. Einn þeirra kúmpána** hefir og, til frekari áréttingar, ritað grein nokkra, sem prentuð er í „Kationaltidende“ 12. des. f. á., til þess, meðal annars, að sýna Dönum fram á, hvers Danmörk myndi í missa, ef frumvarpið yrði að lögum, og er talið líklegt, að einmitt þessi matar- ást ýmsra manna í Danmörku til lands vors, kunni að verða frv. að falli. Frá voru sjónarmiði er það þó næsta otrúlegt, að ráðherra Islands ráði frá að staðfesta lögin, því að það gæti óneitan- lega ekki sem bezt samrýmzt við hin endurteknu konunglegu lieiti, í novein- ber- og desember-auglýsingum stjórnar- innar, að vilja af álliuga styðja atvinnu- mál landsins. En tíminn sýnir nú hvað verður. -----oOO§§OOo---- Tvenn járnl/rautar-g'ong' er nú í ráði, að far- ið verði innan skarnms að grafa gegn um Pyrenea-fjöllin, til þess að greiða fyrir sam- *) Björn kaupmaður Sigurðsson í Flatey var einn af þeini fáu, sem ekki vildi undir skrifa þessa bænarskrá kaupmanna. **) Sörensen nokkur frá Akureyri, er oss ritað frá Khöfn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.