Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.02.1895, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.02.1895, Page 4
56 Þjóðviljinn ungi. IV, 14. ar og annað, sem birtu ber um, þá fá fijúklingarnir engin bólu-ör. „llimi'eiðin44 verður nafnið á nýju timariti, sem dr. Vcdtýr Guðmunds- son, alþingismaður Vestmanneyinga, ætl- ar að fara að gefa út á komandi vori, fyrir hönd nokkurra Islendinga, sem sum- part eiga heima hér á landi, en sumpart í Kaupmannahöfn, og á innihald þess að verða: I. Skáldskapur: sögur og kvæði. II. Ritdómar. JII. Grreinar um landsmál, einkum um skólamál, heilbrigðismál, atvinnuvegi og samgöngur. IV. Fræðandi og skemmtandi grein- ar ýmislegs efnis. Rit þetta á að koraa út í 5 arka heptum, að minnsta kosti tvisvar sinn- um á ári, og verður prýtt myndura til skemmtunar og skýringar; hafa og ýmsir ritfærustu menn landsins heitið liðsinni sínu við útgáfu tímarits þessa, svo að ekkert tímarit hér á landi hefir áður átt færari kröptum á að skipa. L)r. Valtýr Guðmundsson hefir nú sent út boðsbréf til tímarits þessa, sem von- andi er, að fái góðar viðtökur hjá lönd- um vorurn. Héraösdömur. —aoo-- Með stefnu, dags. 53. nóv. f. á., höfðaði rit- stjóri blaðs þessa mál gegn barnakennaranum Grími Jónssyni á ísafirði, út af þvættings- og lyga-greininni: „Málareksturinn og Skúli Thoroddsen11, sem prentuð var í 13. nr. XX. árg. „Isafoldar11, er út var gefið í Reykjavík 15. marz 1893, og var mál þetta dæmt i auka- rétti Isafjarðar kaupstaðar 19. febr. þ. á., með þeim úrslitum, að Grímur var dæmdur til hegn- ingar samkvæmt 2L8. sbr. 221. gr. alm. hegn- ingarlaga 25. júni 1869, þvættingur hans og álygar, — sem, að því er dómarinn vottar í forsendum dómsins, eru „í flestum atriðum sam- hljóða eiðfestum(!) framburði stefnda“—, dæmt dautt og marklaust, og liann enn fremur skyldaður til þess, að greiða kostnað sakarinnar. Dóms-niðurlagið bljóðar svo: „Þvi dæmist rétt að vera: Stefndi, cand. Grímur Jónsson á Isa- firði, á að greiða 50 kr. sekt i landssjóð, eða sæta einíöldu fangelsi i 15 daga, verði sektin ekki greidd í ákveðinn tíma. Framan talin meiðandi ummæli eiga dauð og ómerk að vera. — í málskostnað greiði stefndi stefnandanum Skúla sýslumanni Thoroddsen á ísafirði 15 krónur. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frk Löglegri birtingu hans; sæti ella aðför að lög- um“. í forsendum béraðsdómsins er lögð á það all-mikil áherzla, cand. Grimi Jónssyni til málsbóta, að grein hans í „ísafold11 hafi verið svar (,,retorsion“) gegn grein vorri i 5. nr. II. árg. „Þjóðv. unga“, — þar sem dánumanns þessa, og framkomu hans í málsrannsókninni gegn oss, hafði verið minnzt eitthvað lítillega.—, og svo á hitt, að hann hafi ef til vill álitið sér ósaknæmt, að fleipra þessum markleysis illind- um úr sér á prenti, af því að hann hafði áður borið nokkuð svipað fyrir rétti; en vera má, að æðri réttir verði beðnir að rannsaka það, hvort líknar-ástæður þessar séu ekki nokkuð dýrt metnar. --------------------- ísafirði, 22. febr. ’95 Tiðarfar. 14.—16. þ. m. gerði suðvestan rosa með all-mikilli rigningu, en síðan haía haldizt hér blíðviðri, eins og 4 vordegi. Aflabrögð. Eptir vestan-rokið kippti tals- vert úr hinum prýðis-góðu afla-brögðum, sem verið hafa hér við Djúpið; en þó hafa margir aflað um 1—2 hundruð þá dagana, sem róið hefir verið í þessari viku, og af Snæfjallaströnd- inni er enn sagður mjög góður afli. Blaðið „Þjóðv. ungi“ kemur liér eptir fyrst um sinn út í hverri viku. býr til <>íi' liefir* nrilclar* l>ix*g'ðii* af Pianoer °g ÖRGFL HARMONIUM. Allt selt með 5*/. afslætti gegn borgun i peningum, eða gegn afborgun eptir samkomulagi. Yerðskrár með inj ndiim sendar ókej pis. .Tör-ð til ábúðar eða sölii. Jörðin Loðkinnhamrar í Arnarfirði, 281/,, hndr. að dýrleika að nýju ínati, fæst til ábúðar, og ef til vill til kaups, frá fardögum 1896. — Jörðin frain fleyt- ir 6 kúm og 300 fjár, og þar er útbeit svo góð að vetrinum, að aldrei þarf að gefa sauðum, eptir að þeir eru af öðrum vetri; útræði er þaðan haust og vor, og jörðin er hæg til lands og sjávar. Jörð- in er vel upp hýst að bæjar-húsum, og all-vel að útihúsum. Þeir, sem sinna vilja boði þessu, geta samið við undirritaðan ábúanda 00“ 01*°*- o o anda nefndrar jarðar. Loðkinnhömrum, í febr. 1895. Gísli Oddsson. Undir ritaður hefir nægar birgðir af þessuin vöru-tegundum: Fínt kaffibrauð með sykri á — fínt tekex, 2 tegundir — 7 tegundir af chocolade — sago-grjón — sveskjur — rosinur — góður ostur — rúm- teppi — herða-sjöl — sirz — silki-slipsi — tilbúnar karlmanns-millumskyrtur — tau- blákka — þvotta-bretti — stangasápa — cognac, portvín, sherry, rauðvín, brenni- vin, Túborgar-öl á flöskum —vindlar, 3 tegundir — kirsiberja-saft. — Erm fremur hefi jeg góð vaðstígvél handa sjómönn- um, dömu-vaðstígvél, og margt fleira.— Allar þessar vöru-tegundir eru rnjög vand- aðar, og seljast með óvanalega lágu verði; notið yður það! ísafirði, 18. febrúar 1895. i\I. S. Ai’nason, skósmiður. FuncLai’boÖ. Samkvæmt samkomulagi og skriflegri ósk flestra búfræðinga i ísafjarðarsýslu, leyfi jeg mér hér með að boða almenn- an búfræðinga- og bænda-fund, sem hald- inn verður á Isafirði 19. marz næstkom. Fundurinn byrjar kl. 11 f. m. Á fundi þessum verða að eins rædd þau málefni, sem að landbúnaði lúta. Allir, sem fundinn sækja, liafa málfrelsi og tillögurétt; en hlýða verða menn þeim fundar-reglum, sem þar verða settar. ísafirði, 16. febr. 1895. Sveinn Arnason, búf'ræðingur. ii 1::' *'<1111’ „kaupfélags ís- firðinga“ verður haldinn á Isafirði mánu- daginn 18. marz næstk. kl. 11 f. h. ’TjjSCf GRATULATIONS-KÖRT, fallegf, fást i prcntsmiðjii „Þjóðv. umra4'. PHENTSM13JA ÞJÓDVILJANS CNOA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.