Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1895, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) 3 ki\; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
DJÓÐVILJINN UJGI.
-FjÓRÐX ÁRGANGUR. =1- -
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
M l-Ӓ.
----> .. RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. {-
ÍSAFIRÐI, 28. FEBR.
1805.
Alríkis-verndin.
Það liefir verið trúar-setning sumra
manna hér á landi, að seint fengjum
vér Islendingar forsjóninni það full-þakk-
að, að ísland, þetta fámenna og fátæka
land, skuli ekki þurfa að standa uppi
einmana. og yíirgefið í heiminum, held-
ur hafa hinn styrka bróður-arm Dan-
merkur við að styðjast.
En það er eitt af aðal-einkennum nu-
tímans, að ormur vantrúarinnar læsir
sig inn víða, þar sem hans áður varð
eigi vart; „dogmurnar“ eru ekki lengur
teknar gildar án rannsóknar, en liver af
annari liljóta þær að falla, þegar rann-
soknar andi manna hefir sýnt það og
sannað, að þær aldrei voru annað, en
ímyndun og hégómi.
Og svo er þá einnig trúin á alríkis-
verndina dönsku farin að dofna að mun
hjá ekki svo fáum.
Það er kunnugra, en frá þurfi. að
s®gja, að það iiefir sneiðzt svo af danska
nkinu á þessari öld, að það er orðið eitt
a fi'nuni allra minnstu og magnlausustu
rikjurn í £v
víggirðinga
beztu
geti ekki varið
leitað.
'rópu; og þrátt fyrir allt sit.t
8<l' °g hernaðar-brask, játa þc
menn IDana, danska þjóðir
sig sjálfa, ef á hana -sc
En hvemig á þá annaðeins smá-riki
eins og Danmörk er orðin, Qg það íjafi
miklum
einliver vilcli
að geta varið ísland’,' e
UPP á oss?
gerast
Dað er barnaskapur að hugsa sér
slikt, þó að Danir væru allir af vilja
gerðir.
liér við bætist og, að dönsku
þ.joðinni í heild sinni virðist siður en
ekki svo annt um ísland, að hún vilji
rmklu fé kosta oss til verndar; það sýndu
11 ú ®iðast undirtektir dönsku þingmann-
anna, þegar ræða var um fjárveitingu til
þess, að vernda fiskimið íslendinga gegn
yfirgangi útlendra fiskimanna (trawlers);
og til Jiess verður heldur varla vænzt,
að danskir bændur og borgarar, sem
fæstir hafa neitt af íslandi að segja, og
ekkert þekkja hér til, vilji verja skatt-
gjöldum sínum til fyrirtækja, sem þeir
munu álíta sig alls engu varða.
En hver verður þá verndin og hags-
rnunirnir, sem Island nýtur í alríkis-
tengslunura, þegar ríkið ekki einu sinni
vinnst til þess, að bægja frá oss nokkr-
um útlendum sjómönnum, er sýna hér
yfirgang, og spilla öðrum aðal-atvinnu-
vegi landsmanna?
Yernclin verður auðsjáanlega verri, en
ekki neitt, því að væri ísland ekki al-
ríkis-fjötrinum bundið, þá myndum vér,—
í stað þess að varpa allri vorri áhyggju
upp á Dani, og standa svo úrræðalausir,
þegar þeirra náð þrýtur —, reyna að
bjarga oss sjálfir, sem bezt vér gætum.
En það er frá annari hlið, sem al-
ríkis-einingin sýnir „vernd“ sína betur.
í Danmörku virðist sú skoðun á Is-
lendingum all-rík hjá mörgum, — að
minnsta kosti bregður henni opt fyrir
í dagblöðum Dana, ef eitthvað er á Is-
land og Islendinga minnst, — að þeir
séu hálf-gerðir skrælingjar, séu sjálfir
sínir verstu féndur.
Og frá þessu sjónarmiði, verður það
því aðal-lilutverk alrikis-einingariiinar,
að reyna að manna þá betur, — „vernda“
þá gegn sjálfum sér, gæta þess, að þeir
verði sér ekki að voða íneð hranalegri
og óviturlegri lögg;jöf, lialda sjálfstjórnar-
lönguninni í liæfilegum skefjum, og láta
landshöfðingjann aga sem bezt embættis-
lýðinn, — auðvitað allt upp á dönsku!
En það er þessi hlið alríkis-verndar-
innar, sem íslenclingar líkast til aldrei
læra að meta að neinu, og myndu lielzt
kjósa, að þeir ekki hefðu hótinu meira
af henni að segja, en af alrikis-vernd-
inni gegn yfirgangi útlendu „trawlar-
anna“.
—----------------
J afn réttism á 1 kvenna.
Það mun varla vafa bundið, að Þing-
vallafundur verður haldinn á komanda
sumri; blöðin ráða til hans, og fjöldi
manna talar um, hve æskilegt væri, ef
hann kæmist á; og þess mun varla langt
að bíða, að einhverjir af þingskörungum
vorum rísi upp, og boði til fundarins.
Kvennþjóðin íslenzka ætti ekki að
láta svo gott tækifæri ónotað, til að hrinda
fram málurn sínum.
ITr liverri sýslu landsins ættu konur
að sencla áskoranir til fundarins um að
fylgja sem bezt fram málum sinum, svo
hvorki landshöfðingi, né aðrir apturlialds-
menn, geti með sanni sagt, að þær hirði
eigi um aukin réttindi, að þær myndu
telja á sig omökin og fyrirhöfnina, sem
þeiin fylgja, o. m. fl. ástæðulausar mót-
bárur, sem drottnunargjarnir og ófrjáls-
lyndir karlmenn krydda ræður sínar með,
þegar þeir eru að fjalla um málefni mæðra,
kvenna, systra og dætra sinna.
Allar þær konur, sem tök hafa á því,
ættu að sækja fundinn, bæði til þess að
ræða mál sin innbyrðis, og svo til þess,
að hvetja góða og frjálslynda menn, til
að fy^Sj3, þeim*. Æskilegt væri og, að
konur tækju þátt í umræðum fundarins,
svo framarlega sem þær hafa þar mál-
frelsi, sem varla mun þurfa að efa
Oþarft mun að gjöra ráð fyrir því,
að þær verði til fundar kvaddar í hér-
uðum, til að velja fulltrúa á fundinn.
Yilji þær þvi hafa þar hönd í bagga, er
þeim sa eini vegur opinn, að vinna í
kyrþey, og það ættu þær lika að nota,
og stuðla af alefli að því, að þeir einir
verði á fund sendir, sem þær þekkja að
þvi, að vera frjálslynda og sanngjarna.
Fari þá svo, að hinn væntanlegi Þing-
vallafundur verði skipaður frjálslyndum,
sanngjörnum og góðum drengjum, mun
varla þurfa að óttast, að málefni kvenna
mæti þar mikilli mótspyrnu.
Því livað er sanngjarnara, en það, að
konan, sem greiða má skyldur og skatta
engu síður en karlmaðurinn, eigi heimt-
ingu á sömu réttindum?
*) I'ingvallaf'undinn 1888 sóttu ýmsar kon-
ur úr Reykjavik og nær-svslunum, og höfðu
konur mklfrelsi þar, þótt þær létu það ónotað,
líklega af óvana og uppburðarleysi. Ritstj.