Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1895, Blaðsíða 1
Verð árg.'ingsins (minnst
40 arka) 'á kr.; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júni-
mánaðarlok.
DJOÐVILJINN UNGI.
--- ■ 1= FjÓRÐI ÁRGANGUR. ==|—- =r=-
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
'>y<sl -I RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ==|sce|.—j.
ÍSAFIRÐI, 16. MARZ.
M ir. ||
„Skúla-málið“ í hæztarétti.
IVIíaIíÖ iTiiniÖ, — Slcixli
Tiiorotldsen algjörlega
sýknaður. Af því að mörgum
hefir frá fyrstu byrjun orðið all-tíðrætt
um málarekstur stjórnarinnar gegn rit-
stjóra blaðs þessa, eða um „Skúla-malið“
svo nefnda, sem mun vera stærsta, — og
að ýmsu leyti einkennilegasta —, málið
liér á landi á þessari öld, þá gleður það
oss, að geta nú skýrt lesendum vorum
frá því, að með liæztaréttardómi, sem
upp var kveðinn 15. febr. þ. á., varð sú
niðurstaðan, —• sem og vænta mátti ,
að af öllum þeim átta liegningarlaga-
paragröphum, sein settir voru til höfuðs
oss af ákæruvaldinu, hefðum vér alls
engan brotið, og vorum vér því með
nefndum dómi hæztaréttar ah/jörlega sgkn-
aður í máli þessu, og landssjóðurinn ís-
lenzhi þar á ofan skyldaður til þess, að
greiða kostnað rannsóknarinnar og sak-
arinnar fyrir öllum róttum að 7/8 pörtum,
en vér að eins að 7/8, og það að eins
vegna eins óverulegs formgalla í „Skurðs-
málinu“, sem þó þótti svo lítilsvirði, að oss
gæti engrar ábyrgðar valdið að öðru leyti.
Þannig er þá mál þetta, eptir nær-
fellt þriggja ára tíma, loks til lykta leitt,
og er nú vonandi, að allir þeir, sem að
því haía unnið, uni veluirslitunum, enda
verður nú þreli þessu eiyi lengra skotið,
og hefir staðið helzt til lengi, og spunn-
izt of mikið iir.
l-dinss lesendum „Þjóðv. unga“
mun vera í minni, vildi Magnús lands-
liöfðingi Stephensen eigi hlita úrslitum
þeiin, er mál vort fékk i landsyfirrétti
18. des. ’93, og skaut því þegar til hæzta-
réttar, til þess „betri réttkr aðnjótandi
að verðau; varð því að snara öllum þess-
um tilbúningi Lárusar Bjarnasonar a
dönsku, og höfðu yfirdómendurnir lokið
þvi starfi í maímán. f. á., og málið for
út yfir pollinn.
Af stjórnarinnar hálfu var hæztarétt-
ar-málfærslumaður Lunn skipaður sækj-
andi, en Sk. Tli. liafði undanþegið stjórn-
ina þeim starfa, að velja sér verjanda,
og sjálfur kosið hæztaréttar-málfærslu-
mann G. M. /ó'e, til þess að halda uppi
vörnum, enda farið sjálfur utan á síðastl.
sumri, til þess að búa málið sem bezt í
liendur honum.
En með því að það auðvitað hlaut
að taka málfærslumennina mikinn tíma,
að kynna sér málið, út búa og láta prenta
„hæztaréttar-extractanau, þá var málið
fyrst tekið fyrir í hæztarétti 11. febr. þ.
á., og dagana 11,-—14. febr. fór svo fram
munnleg sókn og vörn fyrir réttinum.
I Danmörku vakti mál þetta mjög
mikla eptirtekt, og flytja dönsk blöð frá
þeim dögum langar greinar um allan
gang málsins, og þykir einkum verjand-
anum, hæztaróttar-málfærslumanni G. M.
Bée, hafa farizt vörnin snildarlega, og
hafa tætt allar aðfarir Lárusar Bjarna-
sonar meistaralega sundur.
Þess geta og dönsku blöðin, að af
almennings hálfu, og ekki sízt íslend-
inga í Höfn, hafi málinu verið fylgt
af svo mikilli athygli, að áheyranda-
salúrinn i hæztarétti var jafnan troðfull-
ur; og uin hæztaréttar dómarana er þess
sérstaklega getið, að þeir hafi allir þrett.án
mætt i róttinum, — sem sé þó ærið ó-
vanalegt —, og að enginn þeirra hafi
lireift sig eitt fet út úr dóm-salnum, á
meðan vörnin fór fram.
A f skýrslurn dönsku blaðanna um
málið eru sumar ýktar, og ónákvæmar i
ýmsum atriðum, enda er svo að sjá, sem
sum þeirra dragi dár að málatilbúning-
inum, og aðferðinni allri frá upphafi.
Munuin vér í næsta blaði voru skýra
nokkuð frá gangi málsins fyrir réttinum.
Eptir l>ví sem dönskum blöðuin
segist frá, hefir hæztaréttar málfærslu-
mönnunum, sem fjölluðu um málið, ekki
orðið um sel, þegar þeir sáu aðfarir og
alla frammistöðu rannsóknardómarans,
hr. Lúrusar Bjarnasonar, í því máli; og
kvað enda svo rammt að þvi, að hinn
skipaði sækjandi („aktoru), — sem annars
er þó jafnan talinn sjálf-kjörinn til þess,
að verja dóm og málsmeðferð héraðs-
dómarans —, gat ekki vTarizt þess, að
byrja ræðu sina þannig:
„Sem „aktoru stend jeg hér, til þess
að verja aðgjörðir Lárusar Bjarnasonar,
en jeg verð að játa, að það er allt arinað,
en auðveldur starfi; það er óheppilegt,
þegar menn, — eins og landshöfðinginn
liefir gjört —, skipa jafn ungan og ó-
reyndan mann, eins og Bjarnason, til
rannsóknardomara, og sérstaklega verður
það óheppilegt, þegar svo er ástatt, að
ákærði, bæði vegna andlegra yfirburða,
og fjárhagslegrar stöðu sinnar, hefir jafn
mikil áhrif i héraði sinu*; það var sömu-
leiðis rangt, að fá Bjarnason ákæruvaldið
(„aktions-valdið“) í hendur, því að prófin
bera þess ljóst vitni, að hann var ekki
stöðunni vaxinn, og að hann hefir leyst
starfa sinn svo flumósa af hendi, að i
stað þess að málsskjölin gefi ljósa hug-
mynd um málið, þá er allt orðið að botn-
lausum hrærigraut; og tvo af vottunum
liefir hann gjört alveg eins flumósa, eins
og hann var sjálfur. Loks er það og
rangt, að velja til rannsóknarinnar þann
mann, sem menn lilutu að vita, að átt hafði
í opinborri deilu við Tlioroddsen . . . .“.
XJra dóms-úrslitin í hæzta-
rétti fer danska blaðið „Politiken“ 16.
f. m. svo felldum orðuin:
„Dómurinn í íslenzka hneykslis-mál-
inu var loks kveðinn upp í gær kl. 10
f. h., eptir alveg óvanalega lariga, — ná-
lega 5 kl. tíma —, atkvæðagreiðslu dóm-
endanna.
Niðurstaðan varð, eins og vænta mátti,
eptir málfærslunni að dæma, að Skidi
Thoroddsen var algjörlega sýknaður; jafri
vel ekki málskostnaðinn á hann að greiða,
nema að ’/8; hinn hlutann greiðir hið
opinbera (landssjóðurinn).
Með því að grafa sig í gegnum 8
ára embættisfærslu Thoroddsen''s, fann
rannsóknardómarinn, Láras Bjarnason,
*) Vér þökkum „aktor“ þessi „complimentin1*,
sem er meira. en vér eigum skilið. Ritstj.