Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1895, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1895, Síða 2
82 ÞjÓBVILJINN iingi. IV, 21. að því vopninu fylgir optast sigurinn fyr eða síðar. En takist stjórninni, að kasta laglega einhverju þrætu-eplinu í hóp mótstöðu- manna sinna, svo að allt lendir í þrasi þeirra á milli, í stað þess að þeir beini skeytum sínum í sameiningu þangað, sem þörfin er meiri, þá hefir stjórnin komið ár sinni svo vel fyrir borð, að hún getur horft glöð og andvaralaus á leikinn*. Það ríður því ekki lítið á því, að þeir, sem saman eiga að vinna, og sam- an þurfa að vinna, til þess að koma fram ýmsum gagnlegum umbótum, sem stjórnin er andstæð, láti ekki kasta neinu þrætu-eplinu í sinn hóp, láti hvorki sundr- ast af valdfýsnar tálsnörnm stjórnarinnar, persónulegum matningi einstakra manna, eða af smávægilegum ágreiningi um ein- hver óveruleg. atriði málanna, heldur hafi það jafnan hugfast, að samhaldið er sigur-leiðin. ----ooogco«---- 5«:* I>ingvallafundurinn verður haldinn 28. júní næstk. Gileymið ekki að kjósa menn til Þing- vallafundarins í hverju einasta kjördæmi landsins. Látið enga sundrungu komast þarað; leyfið engum sundrungar-postulum né prédikunum að aptra yður frá því, að senda fulltrúa á fundinn. Nei, látum heldur fundarhaldið verða til þess, að skapa hjá oss meira samheldi, en nú er; látum það kenna þjóðinni, að flykkjast sem bezt um þau málefnin til sigurs, sem framtíð landsins er mest komin undir. „Isafold“ og NngYallafundurinn. Svo fór sem vér spáðum í 11. nr. blaðs vors, að „ísafold“, landshöfðingja- blaðið, sem sumir svo nefna, myndi ekki verða með mælt Þingvallafundi, því að 23. f. m., — nokkru áður, en fundurinn er boðaður —, ríður sveinninn á vaðið, *) Mörgum mun það eflaust enn í minni, hve ofur glaðkjankalegur k svipinn stjórnarfull- trúinn virtist vera, meðan er hann þegjandi. hlustaði k stj^rnarskrár-rimmuna í neðri deild alþingis 1891, rétt eins og hann hugsaði með sjálfum sér: „nú eyðileggja þeir sjálfir málið, svo að ekki þarf frekar aðgjörða minna“. og mælir gegn Þingvallafundi allt, livað hann orkar. En það þurfti nú heldur ekki mikinn spásagnaranda, til þess að segja það fyr- ir, hverju megin hin dsh ö fif h irjja - b 1 a ð i ð myndi vera í máli þessu. Ekki þarf annað, en að slá upp í alþingistíðindunum, til þess að verða þess vísari, að það er vaninn hjá lands- höfðingja, þegar hann er að tala á móti sjálfstjórn íslands; — eða öðrum áhuga- máluin landa sinna —, að bera það fyrir, að það eða það málið sé enginn sannur eða almennur þjóðar-vilji. En það gefur að skilja, að þeim, sem gera þjóð sinni þess konar getsakir, get- ur ekkert verið óþægilegra, en að þjóðin sjálf reki orð þeirra aptur á almennum þjóðfundi. Og þegar maður íhugar þetta, þá var það svo sem auðvitað, að „ísafold“ myndi ekki svíkja svo sína háleitu lands- höfðingja-verndunar-köllun, að fara að mæla með öðruin eins ófögnuði, eins og almennum þjóðfundi a.ð Þingvöllum við Oxará! En fróðlegt er að lesa, og bera það saman, sem „Isafoldaru-ritstjórinn segir um Þingvallafundina fyrrum og nú, til þess að sjá hjá lionuin samkvæmnina við sjálfan sig. 4. febr. 1885 ritar Björn Jónssim um Þingvallafundina á þessa leið: „Almennum þjóðsamkomum er eng- an veginn of aukið fyrir það, þótt alþingi hafi löggjafarvald, og enginn staður betur til þeirra kjörinn, en hinn fornhelgi alþingisstaður, þrátt fyrir það þótt ferðalögum sé nú orðið nokk- uð öðru visi hagað almennt, siðan strandferðirnar komust á. Það væri ískyggilegt doðamark, ef Þingvalla- fundir legðust niður með öllu“ (sbr. „ísafold“ XII. 6). . En 23. marz þ. á. ritar svo þessi saini Björn Jónsson: „Það væri í stuttu máli ekkert óeðlilegt, þótt þessir allsherjar-þing- málafundir við Öxará legðist niður, og einskis í misst fyrir það“.......... „það er meira að segja, að þyki þörf á einhverju allsherjar-fundarhaldi til skrafs og ráðagerða, öðru en alþingi, þá era flatirnar og hraunrimarnir við Öxará í raun réttri miklu óhentugri til þess, heldur en almennileg manna- byggð. Til slíkra Iduta er Reykjavík í raun réttri sjálfkjörin nú orðið, ekki sízt eptir þá gagngerðu breytingu á langferðalögum, er gufuskipaferðirnar liafa valdið“ (sbr. „ísafold“ XXII. 22). Hafið þið nokkurn tíma heyrt öllu meiri liringlanda, piltar! en þetta? Og svona má halda áfram, og rekja nýjustu Þingvallafundar-greinina lians Bjarnar, og svara honurn, og hrekja, með lians eiffiti orðum, ýmist frá Þingvalla- fundar-árinu 1885 eða ’88. Hvað lízt yður um jafn staðfaátan leiðtoga, landar góðir? --■»—>— ------- Bærinn Grírnsby, sem stendur við ntynni Humber-fljótsins á Englandi, or talinn einna mestirr fiskiverzlunarbær í lieimi, enda var árið 1893 skipað þar í land 76,595 tonnum að fiski, og svo telst. til, að 55 þilskip leggi þar afla k land á dogi hverjum, allt Ar-ið r kring. Ymsir rússneskir visindamenn eru fyrir skömmu lagðir af stað í landkönnunar-ferð, og er ferðinni einkunr heitið til Abissiníu, og land- anna þar í gronnd; en jafnframt, þvr or þeir kanna löndin, ætla þeir og að sa.fna þarýmsum munum banda náttúrugripa-söfnunum á Rúss- landi, og er svo ráð fyrir gjört, að ferðin rnuni standa yfir í 2 ár að minnsta kosti; heitir sá Leontjew, rússneskur auðnraður, sem förinni stýrir, og kostnaðinn leggnr fram að mestu. Hafa þeir félagar með sér ýmsa nruni, til þess að víkja fyrir sig þar syðra, róðukrossa, helgra manna myndir o. fl. jross konar glingur. I ríltinu Massachusotts, sem er eitt í tölu Bandaríkjanna í Norður-Ameríku, eru 212 opin- ber bókasöfn, og var bóka-eign þeirra í hitt eð fyrra samtals urn 2,760,000 bindi, eða sem svar’- ar 1233 bindum fyrir hverja 1000 ibúa. Allir þeir, senr kunna að lesa úr rómversk- um tölum, sem svo eru nefndar-, vita það, að talan fjórir á að ritast sem IV, enda er svo jafnan gjört, nerna á úrurn og klukkum, því að á þeirn standa jafnan IIII (fjórar einingar) í stað IV, og er sú saga til þess, að árið 1370 lót Karl V., Frakka konungur (1364—13S0), sern kallaður var „lrinn vitri“, smíða sér klukku, og or mælt, að smiðurinn, Henry Vick að nafni, hari leyst starfa sitm svo vel af hendi, að klukka þessi hafi verið fyrsta klukkan, sem gekk nokk- urn veginn rétt. — Konungur leit á smíðið, og lofaði það injög; en þó að hann hafi sjálfsagt. verið „vitur“ að ýtnsu leyti, þá hefir ha.nn ekki verið senr bezt að sér í rómverskum tölunr, því að hann fann það að klukkunni, að talan fjórir væri rangt skrifuð, með því að rita ætti IIII, on ekki IV. — Vick reyndi auðvitað að nralda í móinn; en það tjáði ekkert, því að konungur brást reiður við, og kvaðst jafnan hafa á róttu ináli að standa, svo að smiðurinn mátti gera svo vel, að breyta klukkunni, setja IIÍI, í stað

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.