Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1895, Blaðsíða 2
TV, 23. Þjóðviljinn ungi. 90 eru einráðnar í því, að láta ekki liug- fallast, þó að ekki falli tré við fyrsta högg, heldur vilja þær láta halda málinu áfram þing eptir þing, og það er sú þrautseigja, sein spáir hverju máli sigurs, fyr eða síðar. Það ættu karlmennirnir líka að hafa hugfast í sínum áhugamálum. ---_ -jSrösríc.- — Fá orð um skógana á Islandi. Þegar jeg las í „Þjóðviljanum ungau grein um 8. ár Búnaðarritsins, þar sem getið er um ritgjörð Sæmundar Eyjólfs- sonar um skógana i Þingeyjarsýslu og Fljótsdalshéraði, minntist jeg greinar nokkurrar, sem stóð fyrir tveim árum i sænsku timariti einu, er „Skógarvörður- inna („Skogvagtarenu) heitir. (froiiun hét „dæmi til aðvörunara („Ett varnande exempela), og var Island tekið þar sem dæmi til viðvörunar. Þar var verið að ræða um skógana á Norrlandi i Svíþjóð, og sagt, að þeir eyddust; menn mættu vara sig á því, og þar þyrfti þegar að taka í taumana. Síðan var sagt frá því, hvernig farið hefði verið með skógana á íslandi; þar hefðu verið skógar miklir í fornöld, en nú væru þeir eyddir; lopts- lagið helði spillzt við það, og landið blásið upp. Það er líklegra kunnugra, en frá þurfi að segja, hvílíka þýðingu skógam- ir hafa fyrir gróðurinn, og hvílíkur hlifi- skjöldur þeir eru í fjallshliðum öllum, og viða annars, fyrir jarðveginn, á móti því að hann blási upp. Það er líklega líka kunnugt, hvaða þýðingu þeir hafa fyrir veðursæld alla, og hvernig þeir hlifa fyrir vindum og næðingum. Ef almenningi er þetta eigi kunnugt heima, þá væri óskandi, að slíkt væri brýnt fyrir mönn- um af þeim, sem færir eru til þess, og hafa tæki á því. Þótt skógarnir á Islandi yrðu aldrei svo stór-vaxnir, að þeir veiti við til smíða og húsa að mun, þá geta þeir þó gert þetta gagn, og það er ekki lítið. Er þó ótalin öll sú prýði og fegurð, sem að þeim er, og sá unaður, er fegurð þeirra fylgir. Avextirnir af skógarrækt sjást eigi svo skjótt, sem af ýrnsu öðru; er því eðli- legt, að hún sé látin sitja á hakanum nú fyrst um sinn fyrir ýmsu öðru, sem full þörf er á. En það ætti eigi að vera oss íslendingum of vaxið, að láta nú staðar numið í því, að eyðileggja skóga þá, sem enn eru eptir. I hitt eð fyrra ferðaðist Sæmundur Eyjólfsson um nokkur héruð landsins, til þess að skoða skógana, og ritaði skýrslu um þá i Þingeyjarsýslu og Fljótsdals- liéraði. I fyrra átti hann öðrum nauð- synjastörfum að gegna. En það væri fróðlegt að fá skýrslu um alla skóga á íslandi, eins ocj þeir eru nú, og væri það þvi æskilegt, að Sæmundur Eyjólfsson skoðaði þá skóga, sem hann hefir eigi skoðað áður, og ritaði skýrslu um þá. Slíkt gæti orðið skógunum að miku gagni. Hann gæti lagt þeim liðsyrði við menn á ferðum sínum, og auk þess gefið al- menningi ýms góð ráð í búnaði. Sem betur fer, eru ýmsir bændur koinnir svo vel á veg, og svo greindir, að þeir kunna að nota slíkt. 19/s 1895. B, (ji Th. Melstecf. ----cOOggCOo----— Ný uppfuudning-. Maður nokkur, M. Meyer í París, hefir ný skeð fundið upp pappírs-tegund, sem þolir eld, svo að ekki sakar, þó að pappír þessi só í margar kl.stundir í logandi ofni. Leo Tolsloí, skáldsagna-höfunduiinn rúss- neski, hefir 1 vetur lokið við nýja skáldsögu, er lýsir auðnum, og sorgum þeim og áhyggjum, som honum eru samfaru. Á hotni Kaspiska hafsins hefir skotið upp eldfjalli, sem nær rétt að segja upp undir yfir- borð hafsins, og hefir gosið í vetur. í Bandaríkjunum eru gefin út. 853 hlöð á þýzku. Elzta almanakið, sem prentað hefir verið, var fyrir arið 1475, og var gefið út á Ungverja- landi. — í Englandi var fyrsta almanakið prentað 1407. Eigandi blaðsins „New York Herald“ hefir heitið 50 þús. lcróna verðlaunum fyrir beztu amerísku skáldsöguna, sem honum yrði send; nefnd manna á að velja ur 3 beztu skáldsög- mrnar, sem sendar verða blaðinu, og verða þær svo prentaðar f blaðinu, en síðan skera kaup- endur „New York Herald’s“ úr því með atkvæða- fjölda, hver verðlaunin hlýtur. Gísli Magnússon a Hliðarenda (eptir Þorvali) Thorodusen.) Gísli Magnússon, sýslnmaður á Hlíð- arenda, var talinn lærðastur allra verzlegra embættismanna á Islandi á 17. öld, og var sökum kunnattu sinnar kallaður Vísi- GHsli. Fyrir margra liluta sakirmátelja hann einn hinn merkasta mann þeirrar aldar; hann var lærdómsmaður mikill, og liafði farið víða, sköruglegur höfðingi, og hinn mesti framfara- og atorku-mað- ur. Glísli Magmísson ferðaðist fyrstur á Islandi til vísindalegra rannsókna; hann gerði ault þess tilraunir með sáningu og trjóplöntun, og fékkst mikið við efna- fræði. — Gísli var fæddur á Múnkaþver- árklaustri 1621; faðir lians var Magnús löginaður Bjarnarson (f 1662), og móðir hans Guðríður Gísladóttir lögmanns Þórð- arsonar. — Magnús lögmaður var auð- ugastur maður á íslandi um sina daga; liann lét eptir sig svo mikið fé, að það, eptir núgildandi verðlagi, myndi verða 3—400 þiisund krónur. Gisli Magnússon fór 11 ára i Skálholtsskóla, og dvaldi þar 3 ár; þaðan fór hann i Hólaskóla, dvaldi þar önnur 3 ár, og útskrifaðist þaðan, sigldi svo til háskólans (skrifaður í stúdentatölu 27. nóv. 1639), og var þar 2 ár undir handarjaðri Ola Worms, er um þær mundir var bjargvættur flestra liinna merkari nemenda frá íslandi; síð- an fór Gísli út hingað aptur, og dvaldi um stund hjá foreldrum sínum, en sigldi svo aptur 1642, og var þá 4 ár í ferðum; er sagt, að enginn annar Islendingur hafi haldið sig jafn ríkmannlega í útlöndum, eins og hann. (Meira.) ----ooogooo----- IVIamialát. 25. febr. síðastl. andaðist í Hrappsey á Breiðafirði húsfrú Hlif Jónsdóttir, kona óðalsbónda Skúla Þonaldssonar Sívertsen i Hrappsey, rúmlega sextug; hún var einkar stjórnsöm húsmóðir, umhyggju- söm eiginkona, og góð móðir barna sinna, og að öllu liin mesta merkiskona. Börn þeirra hjóna, sem á lifi eru, eru: frú Katrín, gipt Guðm. læknaskólakennara Magnússyni, ÞorvaJdur bóndi í Hrappsey, og HagnlriJdur, ógipt. 27. s. m. andaðist í Roykjavík HaJJ- dór Mélsteð, sonur Páls amtmanns og fyrri konu hans Önnu Sigríðar Stefansdóttur, amtm. Þórarinssonar; hann var fæddur á Ketilsstöðum á Völlum 21. okt. 1832, tók stúdentspróf i Rvík 1854, en var einn í þeirra röð, sem ekki entist til að taka próf við liáskólann, og var auðnu- lítill um dagana, en þó jafnan glaður og léttlyndur. — Hann varð bráðkvaddur. 28. s. m. dó að Elliðavatni uppgjafa- presturinn síra Kjartan Jónsson, fæddur í Drangshlíð undir Eyjafjöllum 8. ág. 1806; var hann aðstoðarprestur að Ey- vindarhólum 1830-’35, og prestur þar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.