Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1895, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1895, Blaðsíða 3
91 ÞjÓÐVILJINN UNGI. IV, 23. 1852—’87, er liann lét af prestskap. og settist að á EUiðavatni; en í 17 ár hafði liann búið að Ytri-Skógum undir Eyja- fjöllum. Síra Kjartan var maður tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Sigríður Einarsdóttir (f 1865), og eru börn þeirra, sem . á lifi eru: Einar, bóndi i Skálholti, faðir Kjart- ans prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, og frú ÞuríSur, kona Jóns prófasts Jóns- sonar á Hofi í Vopnafirði; en með seinni konu sinni, Bagnlnldi Gísladóttur, sem enn lifir, átti hann: prestana Kjartan i Grunna- vík og Gisla á Eyvindarhólum, og Sig- rúnu, sem er gipt Grísla presti Jónssyni í Meðallandsþingum. ,,Kirkjublaðiða lýsir síra Kjartani svo, að hann hafi verið „tryggur og traustur mannkostamaður, sem avann ser vinsseld og virðingu sóknarmanna sinna og sveit- unga“. 2. marz þ. á. andaðist í Reykjavik Guðmundur factor Thorgrimsen, fæddur 7. júní 1821; árið 1847 gjörðist hann factor við verzlun þá á Eyrarbakka, sem nú er eign Lefolii, og gegndi hann þeim starfa, unz hann árið 1887 settist að í Reykjavík; árið 1847 kvæntist hann Sylvíu Nielsínu, dóttur Niels factors Niel- sens á Siglufirði, og lifir hún mann sinn; en börn þeirra lijóna, sem á lífieru, eru: frú Jörgina, kona háyfirdómara L. E. Sveinbjörnsons, frú Asta, ekkja Tómasar heitins Hallgrímssonar læknaskólakenn- ara, Hans, prestur í Ameríku, Syhia, gipt í Khöfn, Jdkobína, gipt Nielsen íactor á Eyrarbakka, og Solveig, ógipt. -------------------------- Slysfarir. 9. marz þ. á, drukkn- uðu 2 menn afbáti frá Vestmannaeyjuin, og var annar þeirra Lárus hreppstjóri Jónsson á Búastöðum, gildur bóndi. , 16. s. m. drukknaði maður úr Selvogi 1 Arnessýslu. 25. s. m. varð og skiptapi frá Þykkva- bæ í Holtutn i Rangarvallasýslu, og fór- ust þar 2 menrt. í- s. m. varð úti 4 ára gamalt barn frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum; hafði verið sent eitt á næsta bæ, skainmt í burtu, og er það stakt hugsunarleysi, að senda þannig óvita um hávetur. Lögíræðispróf. í síðastl. janú- amián. h'afa tveir ísl. námsmenn lokið Prófi i lögfræði við háskólann: Sigurður L'tursson frá Sjávarborg og Gísli ísleifs- son frá Arnarbæli, báðir með I. einkunn. Staðfest lögf. Auk laganna um botnvörpuveiðar, sem áður hefir getið verið, hafa eptirfylgjandi lög frá auka- þinginu hlotið staðfestingu lionungs 15. febr. þ. á.: II. Lög um ehJenni á eitruðum rjúpum. III. Lög um breytingu á 1. gr. laga 9. jan. 1880 (leyft, að niðurjöfnun sveitar- útsvara megi fara fram í júnímánuði, þar sem sýslunefnd telur það henta, og er þá eindagi gjaldanna 31. ág., nema hrepps- nefnd veiti lengri frest). IV. Lög um afnám fasteignarsölugjalds. V. Samþykktarlög um hindrun sand- foks og sandgræðslu. VI. — IX. Fern lög um löggildingu verzlunarstaða (Hrafneyri við Hvalfjörð, Stakkhamar í Miklalioltshreppi, Kirkju- bólshöfn í Stöðvarfirði og Seleyri í Borg- arfirði). Lausn frá embættum hafa þeir fengið: dr. Jón Þorkelsson rektor og Guðm. læknir Guðmundsson í Laugardæl- urn, sem verið hefir veikur um hríð, báð- ir með eptirlaunuin. ------------ Sektaðar í 2 meiðyrðamálum. Það var ljóta flanið i ritstjóra „ísafoldar11, þegar liann fann upp á því ólukkans tiltæki, að fara að lögsækja ritstjóra framsóknarblaðanna, enda er honum nú þegar farið að hefnast fyrir það, karlskopnunni, því að um mánaða-mótin sxðustu voru kveðnir upp yfir honum tveir ómerkingar- og sekta-dómar, og líklega óhætt að spá því, að hann sé þó enn ekki búinn að bíta til fulls úr n&linni fyrir þetta frumhlaup sitt. Annar þessara dóma var kveðinn upp í bæjar- þingsi’étti Reykjavíkur 28. marz þ. á., ixt af ýmsum skömmuni og ókvæðis-orðum í 20., 26. og 43. nr. „Isafoldar11 f. &., og var dæmt íétt að vera: „Kraman greind meiðandi og móðgandi um- mæli um stefnanda, Skúla sýslumann og bæj- arfógeta Thoroddsen. eiga að vera dauð og órnerk. Stefndi, Björn ritstjóii Jónsson, greiði 20 kr. sekt í landssjóð, eða sætiödaga einföldu fangelsi, ef sektin er ekki greidd í tækan tfma. — í málskostnað gi-eiði hann stefnanda 15 kr. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, sæti ella aðför að lögurn“. Hinn dómurinn var kveðinn upp i btejai'- þingsréttinum 4. apríl þ. á., út af sköxnmum og hnjóðsyrðum i 72. nr. 20. árg. „ísafoldar'1, og var dæmt rétt að vera: „Framan talin niði'andi og óvirðandi um- mæli um stefnanda, Skúla sýslumann og bæjarfógeta Thoroddsen, eiga að vera dauð og ómeik. Stefndi, Björn ritstjóri Jónsson, greiði 20 kr. sekt í landssjóð, eða sæti 6 daga einföldu fangelsi, ef sektin er ekki greidd i tækan tíma. — 1 málskostnað greiði hann stefnanda 15 kr. Dóminum að fullnægja innan 15 daga fi-á lögbirtingu hans undir aðför að lögum“. Auðvitað forðast Björn það, eins og heitan eldinn, að minnast þessara ófai'a sinna í „ísa- fold“, og er það góðs viti; það sýnir, að maður- inn kann þó enn að blygðast sín; en veri hann viss, hann skal fá að auglýsa almenningi háð- ung sína, áður langt um líður. ísafirði, 30. api-íl ’95. Tiðarfar hefir verið stillt og blitt þessa síð- ustu viku. Aílabrdíí'ð frenxur í-eitingsleg hjá almenningi, siðan 24. þ. m., 60—70 á skip, og þar um, enda grásleppu-gengd víða með rninna móti. — Inni í Djúpinu hafa þó stöku menn aflað nokkru betur á skelfisksbeitu. ý Látin er ný skeð húsfreyjan Kristín Kristj- ánsdóttir, kona Jons Ai-nói'ssonar á Höfðasti'önd x Grunnavikui'hreppi, væn kona og vel l&tin, dóttir Kristjkns bónda Jónssonar a Kollsá. Strandferðaskipið „Thyi'a“ kom hingað að sunnan á sumardaginn fyrsta, 25. þ. m., og fór héðan aptur samdægurs til Sauðárki'óks. Með skipinu var mesti fjöldi farþegja, og þar á meðal nokkuð af verkafólki af Suðurlandi', til þess að leita sér hér atvinnu. Kyef-þyngsli og ýmis konar vesöld í krökk- um hofir vei'ið að stinga sér niður hér í kaup- staðnum og víðar. Telefóninu milli Isafjarðar og Hnífsdals er nxi í bezta standi, og er líklegt, að menn noti sér það. TUndirskrifaður hefir nú opnað sölu-biið á Ísafirði, og selur við lægsta verði all- ar tegundir álna-vöru (Manufactur); eink- um og sérstaklega vil eg leiða atliygli fólks að hinum mörgu og góðu fata-efn- um af nýjustu og beztu tegundum, lér- eptum o. s. frv., sumar-kjóla-efnum, o. fl. Prósentur gefast mót peningum. ísafirði, 30. apríl 1895. H- Eyjólfsson. I vii upfélagsfund ur. Fulltrúar „kaupfélags ísfirðingau boð- ast liér með til aukafundar, sem haldinn verður á ísafirði þriðjudaginn 4. júni næstk. Aðal-verkefni fundarins verður: að ræða um liaustsaltpöntun. ísafirði, 30. april ’95. Skúli Thoroddsen, p. t. kaupfélagsstjóri. Mr. Ward, enski fisk-kaup- maðurinn, tjáist fá gufuslcip til Reykjavík-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.