Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1895, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 8 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. DJOÐVILJINN UNGI. ,■-=-F.JÓBÐI ÁEGANOUB,. =|~. —— --f—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|s<6g—s- Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. ÍSAFIRÐI, 15. JUNÍ. M Fréttir útlendar. ---C0O— Síðustu útlendar fréttir lierma frá jarðskjálftum miklum á Italíu, og hafa mest brögð orðið að þeim í borginni Florenz; lirundi þar fjöldi húsa, og menn nieiddust, en. eigna-tjónið skiptir milj. króna. Nú hafa Evrópu-þjóðirnar: Frakkar, Rússar og Þjóðverjar í bróðurlegri ein- ingu, slett sér fram í friðar-sáttmála Japansmanna og Kínverja, og þykjast eigi munu þola, að Japansmenn fái neina landskika á meginlandi Asiu; undirrótin til þessarar afskiptasemi er auðvitað eng- in önnur, en öfúndsýki Eússa, er sjá ofsjónum yfir uppgangi Japansmanna þar austur frá; en hvernig Japansmenn hafa tekið þessari hlutsemi stór-veldanna er enn ekki frétt. Sjálfri sér samkvæm. Af því að lesendur vorir hafa nú ný skeð lieyrt það af stjórnarinnar eigin inunni, ]ive mikils hún metur dóma hæzta- réttar, eða hitt þó lieldur, þá er rétt, að þeir sjai nú og til samanburðar, hvað stjórnin segir ura saraa efni á öðrum stað. Það eru Stjórnar-tíðindin, lagasynjana- liúspostillan, sem leiðbeinir oss i þessu efni, eins og svo mörgu öðru, að því er tækifæris-skoðanir stjórnarinnar snertir. Eins og menn muna, samþykkti al- þingi vort 1893 lög um afnám dóms- valds liæztaréttar i íslenzkum málum, og báðir lögðust þeir þá á eitt, Magnús landshöfðingi og ráðherrann, að fa þeim lögum synjað staðfestingar, og skortir þá sízt lofið og aðdáunina, að þvi er yfirburði og ágæti æðsta réttar rikisins snertir. Segir Magnús landshöfðingi meðal annars, að hann álíti: „réttinn til þess, að geta skotið ís- lenzkum máluin til hæztaréttar sem æðsta dómstóls svo mikil hlunnindi fyrir Island, að það væri ógæfa að i missa þau, og mjög óviturlegt, að sleppa þeim sjálfviljugur14, sbr. Stj.tið. 1894 B bls. 196. Og ráðherrann segir i sarna lestri, að hann áliti það: „rnikinn hag fyrir landið, að eiga kost á því, að fá úrskurði hinna núverandi dómstóla kannaða af yfirdómstóli slik- um, sem. hæztiréttur ríkisins er, sem bæði að þvi er dómendur snertir, og undirbúning þann og málafluting, sem þar er kostur á,. veitir tryggingu, sem er meiri, en svo, að auðið verði, að fá nándar nærri eins mikla á Íslandi, svo langt sem séð verður fram i tímann11, sbr. Stj.tíð. 1. c. En svo kemur rétt á eptir sýknu- dómurinn i mála-þrasi stjórnarinnar gegn ritstjóra blaðs þessa, og hvað gengur, þá að þeim herrum? Er nú má ske æðsti réttur rikisins allt í einu orðinn mesta ógæfa Islands? Eða hafa þeir lierrar, Magnús og ráð- herrann, endaskipti á skoðunum sínum, eptir þvi sein vald-fýsnin heimtar í þann eða þann svipinn ? ------------------ Ritstjóri „ísafoldar“ fræðir almenning á því, að vér eigum að fá helming em- bættistekjanna ísfirzku i eptirlaun, þegar vinur v’or Magnús sé búinn að útvega oss lausnina. En hvaðan kemur blaðinu sú vizka, eða hvað getur ritstjóranum gengið til, að breiða það út, sem liann ekkert getur um vitað? Og livað meiriar ritstjórinn með helm- ingi embættis-tekjanna isfirzku? Meinar hann kann ske álíka helm- inga-fjárskipti(!), eins og Magnfis gerði, þegar liann skijiti föstu tekjunum þann- ig milli vina sinna Lárusar og Skúla, að Ijárus hlaut 2250 kr. en Skúli 1250 kr., eða hefir nú landshöfðinginn má ske fundið upp enn önnur skipti? í Auðvitað telur ritstjóri blaðs þessa líSííö. sig eiga heimtingu á öllum embættis- tekjunum ísfirzku, eptir dómi hæztarétt- ar, og það sem þar á brestur, livort sem það verður rneira eða minna, það er tek- ið með valdi af stjórninni. En „lausnar“ höfum vér aldrei beiðzt, enda teljum vér oss hafa næga krapta til að gegna embætti voru, og myndum líka eflaust sitja, og setið hafa, óáreittur, ef ekki brysti „náðina“ Magnúsar. -----oOO^OOo----- Jarðabætur í Yatnsfjarðarsveit. Eptir Þoegeie búfr. Þorgeibsson. (Niðurl.) Það sem félagsmenn, frern- ur flestu öðru, ættu að láta sér annt um að taki framförum lijá sér, er hirðing og notkun áburðarins. Öll veruleg fram- för i túnrækt er ómöguleg meðan áburð- ar-hirðingin er i gamía horfinu, og þó geta allir bætt hana mikið, án þess, að leggja nokkuð í kostnað. Að því er snertir hirninguna, ríður mest á að varna þvi, að lögurinn missist úr áburðinum. Onýtt moð, salla frá hestum og mómylsnu er ágætt að bera i flór og fjóshaug; ætti það að vera svo mikið, að næmi sama rúmmáli daglega og inykjan. Ef vel ætti að vera, veitti auk þessa ekki af lagarheldri og þakinni safngryfju við fjöshauginn. fyrir löginn, sem úr honum sígur, og er bezti áburður. I hrossatað er rangt að blanda til muna af salla; þó má blanda nokkru i tað undan eldisliest- um, helzt mómylnsu. Allan afrakstur ætti að hirða (þuran), og verja hann regni, með því að láta liann i fjárhúsjötur, eða á annan hátt. Hann má nota, ásamt leifum af ónýtu vetrarmoði, til þess að bera i flór og haug að sumrinu; þarf þá allt að helmingi meiri iburð, en að vetr- inum. Einnig má nota afrakstur og moð til að bera i fastar kvíar; þær kvíar ættu helzt að vera með grindaflór. SaÞ erni og for ætti að vera á hverjum bæ, það er bæði til gagns og þrifa. Það getur átt við áburðinn, eins og hvern annan hlut, sem fémætur er, að ekki er minna vert að hagnýta sér hann rétt, en afla hans. Notkun áburðarins mun þó almennt ekki vera eins ábóta- vant og hirðingunni. Jeg skal því ekki

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.