Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1895, Blaðsíða 4
116
ÞjÓðviljinn u.vor
IV, 29.
óvíst, er síðast fréttist, hverijr gefa myndu
kost á sér í stað Þörarins heitins Buðvars-
sonar, en líklegt talið, að fylgismenn
stjórnarinnar myndu vilja smeygja þar
inn jHannesi landritara Hafstein.
f 29. maí þ. á. varð 0. Nickolín tann-
læknir í Reykjavík bráðkvaddur, og þarf
því ekki lengur að telja eptir styrk þann,
er hann fékk úr landssjóði til tannlækn-
inga sinna. — En vera má, að suraum
þyki þó eptirsjá í Nickolín, er hann, mx
er dauður.
.Aiptu í'liöll imin á Þingvalla-
fundarboði Ben. sýslumanns Sreinssonar
hefir nú einnig birt verið í Reykjavíkur
blöðunum, og verður því Þingvallafund-
xxrinn 28. júní, svo sem skýrt var frá í
27. nr. blaðs vors.
Prestskosning fór fram í Stað-
arprestakalli á Reykjanesi 8. þ. m., og
hlaut cand. theol. Filippus Magnússon öil
atkvæði, er greidd voru, enda hafði hann
verið þar á ferðiimi i kosninga-leiðangri.
; JÞingva 11 aí undar-fulltrxii
fýrir Strandasýslu er kosinn síra Arnbr
Arnason á Felli.
ísafirði, 15. júní ’!)5.
Tíðarfar liefir verið óstöðugt og næðingasamt
að undan förnu; 10. þ. æ- varð livitt af snjó
ofan í miðjar fjalls-hlíðar, og nokkur snjór féll
í byggðum, en bx'áðnaði jatn harðan; hinn 11.
fór svo að þorna upp, og liefir lialdizt bezti
þerrir síðan.
Danska strandgæzluskipið „Heimdal“ lcom
hingað 9. þ. m. sunnan úr Reykjavik, og hafði
á leiðinni skotið .Júlíusi amtmanni Havsteen
á land í Stykkishólmi.
Með „Heimdal“ er einn sonar-sona konungs
vors, prinz C ar 1, og höfðu böfðingjarnir f Reykja-
vík haldið honum veizlu.
Stramlferðaskipið „Thyra“ kom hingað loks
13. þ. m. að kvöldi, eða iullum 12 dögum eptir
áætlun!
Ritstjóri blaðs þessa lagði af stað héðan 11.
þ. m. suður i Stykkishólm, til þess að vera þar
á amtsráðsfundmum, sem haldast á 14. þ. m.,
og biður hann að heilsa öllum kunningjum sín-
um og vinum, er þetta blað sjá eða heyra.
Viljirðu gleðja vini þina eða frænduriAme-
ríku, þá pantaðu handa þeim „Þjóðv. unga“, og
borgaðu hann á skrifstofu blaðsins, og verður
hann svo sendur þeim skilvíslega með hverri
póstferð.
Saltskip kom til Leonh. Tang’s verzlunar
fyrir skömmu.
Að þar til fengnu leyfi hefir bind-
indisfélagið „Dagsbrún“ á Isafirði áform-
að, að halda tombolu i næstk. ágústmán-
uði, og verður ágóðanum varið til þess,
að koma upp fundahúsi fyrir félagið.
Þeir, sem styðja vilja fyrirtæki þetta
með því, að gefa muni til tombolunnar,
eru beðnir að senda þá einhverjum af
oss undirrituðum.
ísafirði, 14. júni 1895.
Helgi Sveinsson, Kristján Friðriksson,
Stefán Bunólfsson.
I >ií s5i 1>y í-gða r 1V>lagið
„STAR“
Það kunngjörist hér með, að lierra
sýslumaður Slcúli Thoroddsen á Isafirði
hefir tekizt á iiendur umboð fyrir enska
lífsábyrgðarfélagið „STAR“, og geta
því þeir, er tryggja vilja lif sitt, snúið
sér til lians.
Reykjavfk, 12. mai 1895.
<>1íi f‘iii .Í ohsiiiiisílót t ii-,
sem hefir aðal-umboð félagsins á Islandi.
PRENTSMIÐJA PJÓBVILJANS UNGA.
42
hrundið af stóli, og hinn 15. apríl eru fangar ýinsir í
höllinni i Fenestrelle látnir lausir. Einn af föngum þess-
um er lotinn af þrautum og þjáningum, og ellilegur
orðinn löngu fyrir tímann af sorg og örvæntingu. I
sjö ár hefir hann dvalið þarna, en þau sjö ár hafa orðið
honum eins löng, eins og þótt þau hefðu verið sjö sinn-
um sjö. Enginn þekkir hann, og þegar hann í fyrsta
skipti fær tækifæri til, að líta i spegilinn, er svo langt
frá því, að hann þekki sig sjálfur.
Maður þessi nefndi sig Joseph Lucher, og hafði í
varðhaldinu verið nokkurs konar þjónn lijá ítölskum
guðfræðingi, er þar var, eða öllu heldur gengið honum
í sonar stað. Guðfræðingur þessi var aðalsmaður, gamall
að aldri, og auðugur mjög, og höfðu erfingjar lians verið
þess valdandi, að hann var settur í varðhalil, til þess að
þeir gætu notið eigna hans. En hann grunaði fyrir fram,
livað verða vildi, og vissi, hverjir valdir voru að þessu
óláni hans, og sá þvi svo um, að þeir gætu ekki náð i
fé það, er hann átti i banka einuin í Hamborg, og ekki
hehlur í fé, er hann hafði sett á vöxtu í Englands-banka;
einnig hafði hann selt meginið af fasteignum sínum á
Italíu, og sett andvirði þeirra á vöxtu í banka einum i
Amsterdam.
Aðalsmaður þessi andaðist 14. janúar 1814, en hafði
áður arfleitt þennan fátæka þjón sinn, Joseph Lucher,
43
að öllum eignum sínum, en það voru hér um bil sjö
miljónir franka í verðbréfum; og þar að auki hafði hann
skýrt honum frá fylgsni einu i Milano, þar senx geymt
var hér um bil tólf hundruð þúsund franka virði í gim-
steinum, og að minnsta kosti þrjár rniljónir í mótuðum
peningum, innlendum og útlendum.
Oðara en Joseplx Lucher var látinn laus, lagði hann
af stað til Turin, og þaðan til Mílano; hann fór varlega
að öllu, en að nokkrum dögum liðnum hafði hann fundið
fjársjóð þann, er hann leitaði að. Frá Mílano hélt Joseph
Lucher til Amsterdam, þaðan til Hatnborgar, og síðan
til Lundúnaborgar; hann smalaði saman eignum sínum
úr bönkunum, og voru það auðæfi mikil. Aðalsmaðurinn
italski hafði skýrt honum nákvæmlega frá ýmsum ábata-
vænlegustu, en þó ugglausustu, verzlunaraðferðum, og
kom honuin það nú að góðu liði; hann kom eignum sín-
um svo fyrir, að hann, auk gimsteinanna og 1,000,000
franka, er hann stakk í vasabók sína, hafði sex hundruð
þúsundir franka i árstekjur, sem áttu að borgast lionum
á víxl úr bönkuin á Englandi, Þýzkalandi, Frakklandi
og Ítalíu.
Þegar Lucher hafði komið þessu í kring, lagði
liann aptur af stað áleiðis til Parísarborgar, og kom
þangað 15. febrúar 1815. Daginn eptir lagðisb Iiann
veikur, og með því að hann átti enga vini eða ættingja