Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.07.1895, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.07.1895, Síða 2
130 Þjóbvjxjinn ungi. IV, 38 ir dóm liæztaréttar að vettugi, og bakar þannig mótparti sinum margfallt fjártjón, þá mun enginn lá honum, þó að hann að sínu leytinu fylgi fram rétti sínum eptir föngum. Annars er það löngu augljóst orðið, að það virðist vera föst stjórnar-regla á þessu landi, að reyna að gera politiskum andstæðingum stjórnarinnar sem mestan óleik í efnalegu tilliti, en hrúga embætt- um og bitlingum á þá, sem stjórninni eru fylgispakir. En að gera stjórninni hægra fyrir, en þörf er á, í þessu efni, er þó ofur- meiningarlaust, og varla að ætlast til þess af þeim, sem stjórnin er að glettast við með „títuprjóna-safninu“ sínu. Að landið tapar fé við þetta, það er auðvitað slæmt, en það á þjóðin við stjórn- ina, og líklega mest við Magnús lands- höfðingja, sem or faðir allrar „eltingar- innan“. En að fulltrúar þjóðarinnar geti eða vilji vera þekktir að því, að hafna jafn sanngjarnri kröfu, það er næsta óskilj- anlegt. Það væri í sannleika að gefa stjórn- inni undir fótinn, eða rétt sarna sem að segja við stjórnina: „Ofsæktu bara hvern af okkar mörinum, sem þér sýnist, og vertu þess full-vís, að íslendirigar gera aldrei neitt, til þess að sýna þeim sann- girni og rétt, sem fyrir ofsókn þinni og reiði verður“. -----eooggooo----- Enírlom]iii«'iir einn hefir reiknað það út, að ættu Kínverjar að lúka öllum hernaðar-kostnaði þeim, sem Japansmenn heimta af þeim, á fimm árum, þá þyrftu þeir til þess að punga út með 13 pund sterl. (234 lcr.) á mínútu hverri, hæði dag og nótt, þar til þessi fimm ár væru liðin. Bænarskráin mikla, sem getið hefir verið áður um í ísl. blöðum, að bindindisíélög kvenna um allan heim hafi sent af stað, var, er síðast fréttist, send með gufuskipi til Southamton. Bænarskráin, sem er undirrituð af fullum tveim íniljónum kvenna, verður lögð fyrir stjórnir liinna ýmsa n’kja i Evrópu, til þess að reyna að fa þær til að banna með lögum alla verzlun með átenga drykki. Konur stíga í stólinn. Sunnudaginn 15. júní síðastl. voru prédikunarstólarnir í 200 kirkjum á Englandi skipaðir konum, og er það eins dæmi í sögu kirkjulífsins enska. Það voru bindindis- ræður, sem konur þessar fluttu. 150 amerískar bindindiskonur, ræðuskörungar miklir, höfðu komið til Lundúna, og veittu nú hinum ensku systrum sínum öruggt fylgi x baráttunni gegn sölu og nautn kfengra drykkja., bæði með opin- berum ræðuhöldum, sem og með því að mæta á hinum almenna bindindisfundi ltvenna, sem haldinn var í síðastl. mánuði. ----í©Sf---- Endir „Isafoldar“-mála. Herfilegar pfarir „Isafoldar“ — meið- yrðamál „ ísafoldar“-Björns geyn ritstj'ora „Þjbðv. nnga'1 öll saman bngtt íyfirdbmi! Hann var ekki lítill á lopti, ritstjóri „ísa- foldar“, eins og menn muna, þegar hann fyrir 1—2 árum lagði út í lögsókna-leið- angurinn gegn ritstjórum „Þjóðólfs“ og „Þjóðv. unga“, og ekki varð völlurinn rninni, þegar héraðsdómar Lárusar dánu- manns höfðu gengið honum í vil i öllum meiðyrðamálunum fjórum, sern hann höfð- aði gegn oss, þvi að þá var þetta óðara hátiðlega auglýst í „Isafold“, — og eptir beiðni Bjarnar einnig tehið upp í fylgi- blað með „Þjóðv. unga“ —, rétt eins og væri þetta sá stór-sigur, að veraldar-sag- an þekkti erigan slíkan! Um hitt sinnti „Isafoldar“-maðurinn auðvitað minna, að hver rnaður gat séð það i hendi sér, að dómar Lárusar dánu- manns, — sem vegna fjandskapar við oss var orðinn allsendis óbær að dæma um mál vor —, voru að eins markleysu- lokleysan einber, enda varð og Birni vorum að lokum í nreira lagi hált á þessu flaninu og átrúnaðinum á dómana dánu- rnannsins, því að með landsyfirréttardbm- urn, upp kveðnum 27. inaí þ. á., voru állir dbmar Lárusar f jbrir dœmdir bmerlcir með öllu, svo að sá er orðinn endir þessara „Isafoldar“-mála, að Björn ritstjóri Jbns- son hefir ekki liaft annað, en mörg hundr- uð króna kostnað, upj) úr þessu lögsokn- ar-flaninu gegn oss, og öll ummæli vor í „Þjóðv. unga“ um hann, og hans dánu- mennsku, standa því allsendis óhögguð, ekki eitt orð af þeim vefengt eða hrakið af dómstólunum, né lreldur á annan hátt, sem varla var heldur við að buast. En ekki nog með það, að ritstjóri „ísafoldar“ hefir þannig haft vansómann einn af öllum sínum meiðyrðamálum gegn oss, heldur hefir hann þar á ofan sjálfur orðið fyrir séktum og málskostnaðar-útlát- um i 2 meiðgrðamálum, sem vtr höfðum gegn honnm höfðað, og dæmd voru í bæj- arþingsrétti Reykjavíkur 28. marz og 4. apríl þ. á., — sbr. 23. nr. IV. árg. „Þjóðv. unga“ —, og voru með téðurn dómum ýms af ummœUum „Isafoldar“ oss til handa dcemd dauð og marldaus, eins og við var að búast um annan eins óþverra þvætting. Þannig endaði þá þessi leiðangur Bjarnar gegn oss með ósigri á ósigur ofan, peninga-útlátum og ærnum vanza, og þykir því ekki ólíklegt, að „ísafold- ar“-heiðurs-hetjan hefði nú mikið viljað til vinna, að hafa aldrei anað út r aðra eins fásinnu, eins og þessar lögsóknir hans voru. En fyrir Birni hefir farið, eins og í visunni stendur, að: „Hver, sem öðrum grefur gröf, og gerir ei allt hið rétta, efiaust mun fyrir utan töf i hana sjálfur detta“. Og svo óskum vér honum þá að leiks- lokum hjartanlegrar hanringju með vist- ina þarna í gryfjunni! -----oooglooo---- Amtsráðsí'un«1 ur Vostur- arnt-sinsi- (Niðurlag.) VIII. Oufubátar. Frá alþm. Guðjöni Guðlaugssyni á Ljúfustöðum barst amts- ráðinu all-langt erindi í þá átt, að það vildi mæla með því, að landsjóður keypti 5—6 gufubáta fyrir allt að milj. króna, til þess að ganga á lielztu fjörðum og fióum landsins, og skyldu amtsráð og sýslunefndir sjá um útgjörð þeirra alla, og sýslufélögin leggja fram fé nokkurt árlega til útgerðarinnar. Út af þessu tilefni samþykkti amts- ráðið að lýsa því yfir, að það teldi æski- legt, að fá sern allra fullkomnastar sam- göngur rneð strörulum franr, eins og líka ferðir til annara landa, og vill því skora á alþingi t.il framkvæmda í þessu efni, eins og fjárhagur landsins framast leyfir. IX. Strandferðir til ÓlafsviJcar. Sam- kvæmt áskorun frá sýslunefndinni i Snæ- fellsnessýslu, mælti amtsráðið með því, að strandferðaskip yrði látið koma við í Olafsvík. X. Vörðun Ófeigsfjarðarheiðar. Sam- kvæmt áskorun irr Strandasýslu, mælti arntsráðið með því, að veitt.ar yrðu 400 kr. úr landssjóði, til þess að varða Ófeigs- fjárðarheiði, milli Ófeigsfjarðar og Hraun- (ials á Langadalsströnd. XI. Kvennaskblinn i Heykjavík. Eins og að undanförnu veitti amtsráðið skóla þessum 100 kr. styrk, eptir að það hafði kynnt sér skýrslur um kennsluna i skól- anuin fyrir siðasta skólaárið. XII. Amtsbbkasafnið í Stylckisholmi. Amtsráðið samdi reglur um notkun safns þessa af amtsbúa hálfu, og veitti því íjárstyrk nokkurn, til þess að saminyrði og prentuð skrá yfir bækur þess. — 1 kr. árs-tillag skal hver sá greiða, er fá vill bækur að láhi frá safninu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.