Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.07.1895, Side 3
T’jÓÐVIL.IINN ungi.
131
IV, 33.
XIII- Lúluseiningar in. m. Eptir
tillögu forseta samþykkti amtsráðið, að
eptirleiðis mætti greiða sömu þóknun
(25 aura) fyrir endur bólusetningar, er
bólan kæmi ut, eins og fyrir bólusetn-
ingar í fyrsta skipti.
Amtsráðið lýsti því yfir, að æskilegt
væri, að kostnaði við kennslu daufdumbra,
Og við bólusetningar, yrði létt af jafn-
aðarsjóðunum.
XIV. Búnaðar-máilefni. Til búnaðar-
skólans í Olafsdal áætlaði amtsráðið svip-
aða upphæð, eins og í fyrra, eða alls
3699 kr., og greiðir landssjóðurinn 2500
kr. af þeirri upphæð, en 1199 kr. greið-
ast úr búnaðarskóla- og búnaðár-sjóðnum.
Erindi var fram lagt frá búnaðarskóla-
stjóra hr. Torfa Bjarnasyni í Olafsdal,
þar sem hann fór þess á leit, að amts-
ráðið útvegaði sér að minnsta kosti 6
þús. króna lán, með sem haganlegustum
kjörum, til þess að endurbæta skemrndir,
er skólahúsið í Ólafsdal hafði orðið fyrir
í of-viðri á síðastl. vetri, sem og til stækk-
unar hússins. — Amtsráðið sá sér nú að
visu ekki fært að útvega lán þetta, eins
og farið var fram á, en samþykkti á hinn
bóginn að taka 3 þús. króna lán, er end-
urborgist úr jafnaðarsjóðnum á 6 árum,
og að veita hr. Torfa Bjarnasyni upphæð
þessa að gjöf í viðurkenningar-skyni fyr-
ir dugnað hans og starfsemi, að þvi er
búnaðarskóla Vestur-amtsins snertir, og
mun fáum Amtsbúa þykja það of-gjört,
þar sem Torfi á klutinn að.
XV. Sysinvegir. Amtsráðið yfir fór
og samþykkti tillögur all-flestra sýslu-
nefnda um sýsluvegi.
Auk þessa hafði og amtsráðið ýms
önnur smá-mál til meðferðar. — Til amts-
þarfa verður næsta ár jafnað niður 2080 kr.
-►v* --
Prestaköll i <dt t. 19. júní
þ. á. er Miðgarðaprestakall í Grímsey
veitt síra Matthíasi Eggertssyni, presti að
Helgastöðum í Þingeyjarsýslu; auk hans
var og í kjöri síra Jón Jónsson á Hofi
á Skagaströnd.
stúdentar. 29. júní þ.
á. útskrifuðust úr latínuskólanum:
Eink. Stig
1. Björn Bjarnason . . . I. 107
2. Páll Bjarnason . . . I. 106
3. Jón Sveinbjörnsson . . I. 99
4. Sigurður Eggerz . . . I. 97
5. Páll Sæmundsson . I. 96
6. Halldór Jónsson . . . I. 92
7. Ólafur Eyjólfsson . II. 79
8. Þórður Edilonsson . . II. 79
9. Karl Einarsson . . . II. 72
10. Sigurður Pálsson . . . II. 71
Tveir hinir fyrst nefndu hafa því
fengið ágætiseinlcunn, og er hún næsta
sjaldgæf við latinuskólann iiér á landi.
Náttiirufrœðisíélagið í
Rvík. Hr. Ben. GröndaJ, formaður félags-
ins, hefir nú ný skeð látið prenta fróð-
lega skýrslu um hag og starfsemi félags-
ins fyrir félags-árið 1894—’95, og fylgir
þeirri skýrslu einnig ritgjörð eptir hr.
Ben. Gröndal um „íslenzkt fuglatal“.
Ó’veitt prestakall: Helga-
staðir í Suður-Þingeyjarsýslu, metið 912
kr. 73 a.
T Hxi Garða á Alptanesi hafa alls
sótt 11 prestar og prestaefni: síra Kinar
Friðgeirsson á Borg, cand. theol. Geir
Sæmundsson frá Hraungerði, síra Janus
Jónsson í Holti, síra Jens Pálsson á Út-
skálum, síra Júlíus Kr. Þórðarson, að-
stoðarprestur í Görðum, síra Sigurður
Jensson í Flatey, síra Sigurður Stefáns-
son i Vigur, síra Stefán M. Jónsson á
Auðkúlu, cand. theol. Vigfús Þórðarson
frá Eyjólfsstöðum i Norðúr-Múlasýslu, sira
Þorkell Bjarnasorx á Reynivöllum, og sira
Þorsteinn Halldórsson á Brekku í Mjóa-
firði.
I hjöri verða þeir Geir Sæmundsson,
cand. theol., síra Jens Pálsson og sira
Sigurður Jensson.
56
Ljálpað föður sínum með því, varð þó að lokum til þess,
að hxxn tók við peningunum, og undirgekkst þar með
hina andstyggilegu kosti Prospers.
^oupian var nær dauða en lifi af örvílnun; hann
var svo sturlaður orðinn af óhamingju sinni og sinna, að
liann varð algjöriega vitstola öðru hvoru. Þegar hann
svo eitt kvöld var á gangi í hinum skuggalegu göngum
í konungshallargarðinmn, þá kemur þar grímuklæddur
maður á móti honum, 0g kallar til hans:
„Loupian! Rekur þig enn þ;i minni til ársins 1807?“
„Hví skyldi mig sérstaklega reka minni til þess?u
„Manst þú eptir glæp þeinr, sem þú drýgðir þá?u
„Glæp?u
„Já, svívirðilegum gl*P! Af öfund lézt þú varpa
Ihcaud vini þínum i varðhald; rekur þig ekki minni
^*1 þess?u
nÓ, guð refsar mér harðlega fyrir þaðu.
nNei, ekki guð, heldur Picaud sjalfur. Þaðerhann,
S(‘in, til þess svala liefndarhug sínurn, hefir rnyrt
Chaubard nieð rýtingi á strætinu le Pont des Arts; það
er liann, sem hefir byrlað Solari eitur, og gefið dottur
þinni galöiðaþræl fyrir eiginmann; það er hann, sem hefir
lagt þær snörur, er sonur þinn ánetjaðist í; það er hann,
sem hefir drepið veiðihund þinn, og páfagauk konunnar
þinnar; það er hann, sem heíir kveikt í lursi þinu; það
53
að dreifa þunglyndis-skýjum þeim, sem myrkvuðu and-
lit hennar.
Fjölda margir réttir hafa verið bornir á borð. Loks-
ins er síðasti rétturinn borinn inn, og í sömu svifum
kemur borðsveinn einn, og leggur lokaðan miða á hvers
mans disk. Af miðum þessum sést, að brirðguminn er
— gamall galeiðaþræll, sem nú hafði orðið að leggja á
flótta til þess að forða sér.
Því verður ekki með orðum lýst, livernig Loupian
og venslamönnum hans varð við þessi skelfilegu tiðindi,
og þó höfðu þeir ekki enn þá séð fyrir endann á óláni sínu.
Sunnudaginn næsta eptir bregður Loupian sér með
konu sína og börn út á landið, til þess að reyna að hafa
ofur-litið af fyrir sér; en er þau eru ný skeð farin af
stað, er kveikt í húsi hans á fjórurn stöðum. ótal þorp-
arar safnast þar að, og látast ætla að bjarga hirsbxinað-
inum, og hjálpa til að slökkva eldinn, en í þess stað
ræna þeir og stela, og brjóta og eyðileggja allt það, er
þeir ekki geta liaft á brott með sér. Húsið stendur innan
skamms i björtu báli, og brennur til kaldra kola. Loupian
fær engar skaðabætur, af þvi kviknað hefir í af manna
völdmn, og stendur nú allslaus eptir. Hann hefir á þess-
um eina degi misst aleigu sína, peninga, verðbréf, liús
og bxisgögn.
Vinir Loupian’s og kunningjar snúa nú við honurn