Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1895, Blaðsíða 2
138 Þjóðviljinn ungi. IV, 35 sem að líkindum hefir lítið vit á kostn- aði við húsabyggingar Frv. stjórnarinnar um aðgreining holds- veikra frá öðrum mönnum telur nefndin einnig óbrúkandi, en hefir samið nýtt frv. í þess stað, sem fer í þá átt, að sjá um, að betur verði farið með holdsveika sveitarlimi, en hingað til; vill, að þeir hafi herbergi út af fyrir sig, og aðbúnað allan betri, en nú tíðkast víðast. Laun hreppstjóra. Nefnd sú (Sig. Stefi, G-utt. Vigfússon og Kr. Jónsson), er efri deild fól að fjalla um þetta stj.frv., leggur það til, að laun hreppstjóra verði 50 aurar af hverum ábúanda á 5 hundr. í jörðu og af hverj- um lausaíjár-framteljanda, og verða þá kjör hreppstjóra bæði jafnari og nokkru hærri, en nú er. E»urrabúðarmenn. Síra Þor- kell Bjarnason hefir borið fram frv. í efri deild þess efnis, að húsmenn og þurra- búðarmenn þurfi eigi leyfi sveitarstjórnar, til þess að setjast að í sveitarfélaginu, og verður því ekki neitað, að hér er um mikla og nauðsynlega rýmkun á atvinnu- frelsi alþýðumanna að ræða; en tvísýnt mun þó mega telja það, að sú réttarbót nái fram að ganga á þessu þingi. Pátækralöggjöiin. Þing- menn Rangæinga, Sif/hv. Arnason og Þórð- tir Guðmundsson, fara því fram, að skip- uð verði 5 manna nefnd milli þinga, til þess að íhuga fátækramálefnin, og sé einn nefndarmanna úr landsfjórðungi hverjum, en hinn fimmti úr Reykjavík. Fjárráð giptra kvenna. Frv. um þetta efni hefir Skúli Thorodd- sen borið fram í neðri deild, svipað frum- vörpum þeim, er undan farin þing hafa haft til meðferðar, og hefir deildin kosið 5 manna nefnd, til að íhuga málið (Sk. Th., Kl. J., Sighv. Á., Þ. Guðm. og sira Eirík); er vonandi, að mál þetta komist nú fram á þessu þingi, hvað sem svo tekur við hjá dönsku stjórninni. Ísííi'kIc lög-. Tvö laganýmæli, er sérstaklega snerta Isafjarðarsýslu, hefir síra Sig. Stef. borið fram í efri deild, og er annað þeirra um skipting Isafjarð- arsyshi í 2 sýslufélög, en hitt er um hvalleifarnar, samhljóða því, er samþykkt var á sýslunefndarfundinum siðastl. vetur. Lægri menntamál. Þeir Jbn Þórarinsson, Þ. Thoroddsen o. fl. vilja láta skipa 5 manna nefnd, til þess að ihuga hin lægri menntamál: sveitakennslu, bamaskóla o. fl. þar að lútandi. Hagíræðis-skýrslur. I neðri deild hefir Jbn yfirdómari Jensson o. fl. borið fram frv., er gerir stjórninni að skyldu, að safna og birta árlega skýrslur um landbúnað, verzlun, sjávar-afla o. fl., og era sektir við lagðar, ef vísvitandi er rangt fram talið til skýrslna þessara. 'V'ai'nir gegn útbiæiðslu næmra sjnkdóma. Til þess að íhuga þetta stjórnar-frumvarp skipaði neðri deild 5 manna nefnd (Þ. Th., síra Einar, Sk. Th., síra Þórhall og Kl. J.) og hefir nefnd þessi breytt frv. þessu í ýmsum atriðum, og má telja víst, að það verði samþykkt á þinginu. — Eptir frv. þessu má teppa samgöngur, ef næmar pestir koma upp, og gjöra ráðstafanir til að varna útbreiðslu þeirra á ýmsan ann- an hátt. Fjármál. Fjárlagafrv. 1896—’97 var, eins og lög gera ráð fyrir, falið nefnd til íhugunar á þingfundi 3. júlí, og eru í nefndinni: Guðjón Guðlaugsson, Sig. Gunnarsson, Pétur Jónsson, Tr. Gunn- arsson, Þórður Thoroddsen, síra Þórhallur og Jón próf. Jónsson; en í reikningslaga- nefndina (samþykkt á landsreikningunum 1892—’93) voru kosnir: Ól. Br., Jón Jens- son og síra Einar. Gagnfræðakennslan Frv. stjórnarinnar um gagnfræðakennslu i Reykjavík, og um afnárn Möðruvalla- skólans, fær líklega lítinn byr á þingi í því formi, sern stjórnin gjörði ráð fyrir; hefir efri deild skipað 5 manna nefnd (Hallgrím biskup, Jón A. Hjaltalín, Sig. Stefi, Jón Jak. og Sig Jensson) í mál þetta, en nefndin ekki orðið a eitt mál sátt, hinir konungkjörnu auðvitað stjórn- arinnar megin, en þjóðkjörnir á móti. Yarnarþing í skuldamáÞ um. Frv. þetta, sem fjallað hefir verið um á nokkrum undan förnum þingum, var borið upp í neðri deild af Jóni Jens- syni o. fl., en deildin felldi það við 1. umræðu með 12 atkv. gegn 10, eptir all-snarpar umræður. INýliýli. Guðl. sýslumaður hefir í neðri deild borið fram frv. það um ný- býli, sem rætt hefir verið á 2 undan förnum þingum. Hiu fyrirliugraða loptfór Andrées verkfræð- ings til Norðurheimskautsins, sem skýrt var frá í 24. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á., hefir nú aptur og aptur verið til umræðu í vísindafélaginu franska. Skipaði það ioks nefnd manna til þess að íhuga, að hve miklu ieyti væru líkur til, að slíkt fyrirtæki gæti iánazt, og á fundi i júnímán. síðastl. skýrði svo stjörnutræðingurinn I’ayo frá því, að hverri niðurstöðu nefndin hefði komizt. Taldi nefndín víst, að takast mætti, að ná norðurheimskautinu á sama hátt, og Andrée hefir hugsað sér, en áleit fyrirætlun hans í meira lagi djarfmannlega, og einkum myndi það verða ærnum vankvæðum bundið^ að komast aptur norðan að. Væri því orsök til þess, að kviða afdrifum þein-a, og vafasamt, hvort svo mikið væri leggjandi í hættu fyrir árangur þann, sem orðið gæt.i af slíkri ferð, þótt hún lán&ðist vel. En úr því að ferð þessi væri fast ákveðin, óskaði samt visindafélagið fullhug- um þessum allra heilla. Konur hafa nú orðið aðgang að háskólanum í Heidelberg á Þýzkalandi, og er talið sjálfsagt, að hinir aðrir háskólar þar { Iandi muni bráð- iega fylgja dæmi hans í því efni. ------------ Yerzlunar-fréttir. Kaupmannahöfn, 5. júli ’95. Herra ritstjóri! Vilduð þér gjöra svo vel, að setja í lieiðrað blað yðar eptirfylgjandi línur, viðvíkjandi nokkrum íslenzkum vöruteg- undum. Verð á saltfiski hefir allt að þessu verið all-gott, og fékst fyrir afhnakkað- an vestfirzkan saltfisk, sem kom með „Laura“ í maí, um 58 kr. skpd., og óaf- hnakkaðan um 55 kr., en 40—44 kr. fyr- ir smáfisk. Síðan hefir afhnakkaður fiskur lækkað í verði af þvi markaðurinn á Spáni er eigi góður sem stendur, og fiskur sá, sem var sendur þangað héðan líkaði ekki, og gat eigi haldið sér þar í smnarhitan- um. Seinna hefir austfirzkur fiskur selzt fyrir 52 kr. inálfiskur, 40 kr. smáfiskur og 36 kr. ísa. En það eru líkur til, að verðið lækki, þegar meira kemur á mark- aðinn. Fyrir norðlenzka ull munu tæplega fást' 70 aurar, sem stendur. Æðardúnn er í lágu verði, eða um 8 kr. 50 aura pundið af vanalegum islenzk- um dún. Af hinum vanalegu lýsisteg- undum (hákarls, sels, hnísu og þorska) er þorskalýsið i hæztu verði, o: ef það er á annað borð gott. Það þarf að vera dökkt á litinn, vel soðið, hreint og fót- laust, og svo lyktarlítið, sem unnt er; það þarf þvi að bræða lifrina, áður en

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.