Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1895, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1895, Qupperneq 3
IV, 35. 'ÞjÓÐ'VILJINN ungi. 139 Lún er orðin grýtt, og eins að látalýsið standa nokkra daga í opnuin ílátum, áður en því er ausið í tunnur. Norskt þorska- lýsi þykir bezt, og fæst langt um betur borgað, en íslenzkt eða færeyskt lýsi. Það er að eins frá einum stað á landinu (Seyð- isfirði), sem gott þorskalýsi kemur, sem er eins vel borgað og norskt, enda mun það vera brætt af manni, sem er kunn- ugur norsku lýsi. Sútarar erlendis sækj- ast eptir þessu lýsi til þess að gjöra stig- vélaleður vatnshelt. Það myndi fást langt um hærra verð fyrir tunnuna af þorska- lýsi, efmenn almennt kostuðu kapps um, að hafa lýsið eins og kaupendurnir hér vilja hafa það. Þeir, sem vildu gjöra tilraun í þessa átt, geta fengið lijá mér sýnishorn af þorskalýsi, eins og það er, sem þykir vera bezt. Meðalalýsi er í háu verði, á annað hundrað kr. tunnan; en líklega eru ekki tök á að gjöra það almennt að verzlun- arvöru að svo komnu. Jalcob Gunnlögsson. -------------- Leiðbeining fyrir þá, scm senda islenzkar vorur til að selja crlcndis. 1. Það er áríðandi að varan sé vel aðskilin, betri varan iit af fyrir sig, og su lakari sér; þá njóta menn verðmunar þess, sem er á betri og lakari vöru, en ekki, ef góðri vöru er blandað saman við lélega. Það mætti t. d. merkja betri vöruna og þá lakari 2_ eða eitt- hvað á þá leið, 2. er nauðsynlegt, að merkja vöruna bæði með fangamarki viðtakanda, og eins með fangamarki þess, sem sendir hana, 3. saltfisk, sem sendur er með gufu- skipunum, er hagur fyrir eigandann að aðskilja vel, og pakka þrjár tegundir hverja fyrir sig, eptir stærð fisksins; stærsta fiskinn, sem er 18 þuml. og þar yfir út af fyrir sig, þar næst miðlungs- fiskinn, sem er 15—18 þuml., siðan smá- fiskinn, sem er 15 þuml. og þar fyrir neðan. Fiskurinn mældur eins og vana- lega, frá sléttum hnakka í spyrðustæði. Það fæst opt hærra verð fyrir miðlungs- fisk, en smáfisk, ef hann er aðskilinn, en ekki ef blandað er saman í einum pakka bæði smáfiski og miðlungsfiski. Það bætir yfir liöfuð útlit á saltfiski, ef hnakkarnir eru skornir af, einlvum ef þeir eru ljótir eða ósléttir, enda er það eigi mjög mikil fyrirhöfn, að gjöra það á fiskinum þurrum. Sjálfsagt er að af- hnakka allan stbran og falleganjagtafi.sk. Það ætt.i ekki að þurfa að taka fram, að það borgar sig bezt fyrir alla, sem selja íslenzka vöru, að vanda liana sem bezt; því þegar varan er góð og vönduð, selst hún betur, en óvönduð vara, og er mjög mikið í það varið, að geta komið einhverri vörutegund i álit. Þetta vita reyndar flestir, en þó er töluvert ábótavant enn með vöruvöndunina yfir höfuð, og verður það aldrei brýnt of opt fyrir almenningi, hve mikla þýðingu það hefir, að vanda hverja vöru svo vel, sem unnt er, til þess að koma henni í álit og betra verð. Fyrir grænlenzkan æðardún fæst t. d. 2—4 kr. hærra verð fyrir livert pund, eri íslenzlcan, sem beinlínis stafar af betri hreinsun og meðferð á honum, því þeir, sem mest fást við æðardúnsverzlun, segja, að islenzki dúnninn sé í sjálfu sér jafn- vel betri, en sá grænlenzki; sá dúnn þyk- ir beztur, sem, auk þess að vera, laus við fis og einkum fjaðrir, hefir bláleitan blæ, og er lífmikill og lyktalaus, og loðir vel saman. Fleira mætti segja um hverja vöru- tegund út af fyrir sig, en hér verður látið staðar nema að sinni, en fús erjeg til, að svara fyrirspurnum, sem til mín kynnu að koma. Kaupmannahöfn, í júlí 1895. Nansensgade, 46 A. Jakob Gunnlör/sson, kaupmaður. ---- ---------- ísafirði, 3. ágúst ’95. Tíðarfar. Frá 11. f. m. hélzt stöðug þurr- 60 og dæmdur í galeiðaþrælkun. Jeg hefi orðið að þola þá svívirðu^ að vera settur í gapastokk, og brennimerktur; Jeg hefi verið í ánauð. — Þegar mér loksins lánaðist að komast undan, óskaði jeg einskis framar, en að ná hefnd yfir þessum Baldini ábóta, sem hefir svo einstaklega gott lag á þvi, ag ]læfa aðra, og hegna þeim. Jeg skundaði til íSeapel, en þar var enginn, sem þekkti liann. Jeg leitaði að gröf Picaud’s, en kornst að raun um, að Picaud var enn á lifi. Hvernig jeg hefi fengið vitneskju um það? Hvorki þu eða páfinn, né nokkur annar, skal geta veitt það leyndarmál upp mér. Síðan liefi jeg leitað þess, er sagður var dauður; jeg hefi leitað og leitað, en þegar mér loksins lánaðist að finna hann, þá höfðu þegar tvö morð borið vitni um hefndarhug hans; börn Loupian’s v°ru dauð, hús hans brunnið, og eignir hans að engu °rðnar. í kvöld hafði jeg ásett mór, að ná i veslings L0upian, 0g shýra honum frá öllu þessu; en einnig í Þetta skipti varst þú fyrri til taks, en jeg. Djöfullinn léði þér fuhtingi sitt, svo að Loupian var fallinn fyrir íýting þinum, áður en guð, sem leiddi mig, leyfði mér, að lirýfa þetta siðasta fórnarlatnb úr helgreipum þínum. En það er nú það sama; nú hofi jeg þig loksins á mínu valdi, og nú get jeg borgað þér aptur allt það illa, sem þú úefir gert inér; jeg skal sýna þór, að menn frá fæðing- 57 er hann, sem er valdur að því, að kona þin er látin af sorg og örvæntingu; og það er að lokum hann, sem hefir haft dóttur þina fyrir frillu. Já — þar sem þú sór Prosper, skenkjara þinn, þar skalt þú kannast við Picaud, en þó ekki fyr, en tækifærið leyfir honum að segja: — Niimer þrjú“. Oðara en Picaud hafði þannig mælt, vatt hann sér að Loupian, og rak liann í gegn með rýting sínuin. Loupian féll til jarðar, rak upp lágt hljóð, og var þegar örendur ........ Nú hafði Picaud lokið hefud sinni, og ætlar hann þá að skunda sem fljótast á brott; en allt í einu finnur hann, að tekið er óþyrmilega á honum, og honum varpað til jarðar við hliðina á likiuu, og áður en hann fékk ráðrúm til þess að átta sig, hafði rnaður einn bundið hendur lians og fætur, keflað hann vandlega, og hulið hann í skikkju sinni; svo kastaði maður þessi Picaud á bak sér, og bar hann burt. Picaud varð sem frá sér numinn af undrun, og gagntekinn af skelfingu, er hann þannig var fjötraður og færður á brott. Royndar sá hann þegar, að hann myndi ekki enn vera kominn í hendur lögreglunni, þvr að enginn lögregluþjónn inyndi hafa notað allar þessar óvanalegu varúðarreglur, jafnvel þótt hann væri einn síns liðs, og ætti von á, að sökudólgurinn ætti sér fjölda

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.