Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Blaðsíða 2
142 ÞjÓÐVrLJINN UNQT. IV, 36 og hann varð sýknudóinur yíir Sk. Th. En þetta varð nú stjórnin að hafa. Mönn- um þótti að vísu sárt í brotið, að land- sjóður skyldi verða að borga mest allan kostnaðinn, er þessi einkennilega rögg- semi stjórnarinnar hafði í för með sér; málskostnaðinn í því máli, sem i útlönd- um varkallað „islenzka réttar-hneykslið“, og öðrum þvi likum nöfnum, og það að verðungu. En þessu var þó tekið með tilbærilegri íslenzkri ró, mest vegna þess, að nú þóttust menn þó loksins sjá fyrir endan á þessum gauragangi, er landstjórn- in hafði vakið í ísafjarðarsýslu. Það væri svo sem sjálfsagt, að landstjórnin bæri svo mikla virðing fyrir dómi hæztarétt- ar, að hún setti Sk. Th. strax inn i em- bættið; menn töldu enda sjálfsagt, að hún myndi kannast við yfirsjón sína, og biðja fjárveitingar-valdið að bæta Sk. Th. upp það tjón, er hún hafði bakað honum með þessum hégómlega málarekstri; sumir fóru jafn vel svo langt, að þeir ætluðust til, að landsstjórnin borgaði úr sínum eigin vasa allt gildið. Svona voru nú skoðan- ir manna um þetta mál; það er gott, að hæztvirtur landshöfðingi fái að heyra þær í þessum sal. En svo kemur þetta lands- höfðingjabréf frá 7. maí þ. á., þetta maka- lausa dæmi upp á vandræðalegan vafning og vííilengjur, er gjörir Sk. Th. að velja á milli Rangárvallasýslu, og algerðrar lausnar frá embætti. Nú urðu menn al- veg forviða á tiltektum stjómarinnar. Hér virtist farið í berhögg við alla sann- girni og réttlæti; mönnum virtist farið á bug við ákvæði stjórnarskrárinnar, og þau enda brotin, og hinu mesta harðræði beitt, ekki einungis við Sk. Th., lieldur og við landsjóðinn, sem nú átti að borga kornungum manni eptirlaun. Landstjórn- in hefir með öllu þessu sett stóran blett á sig, og takist hæztvirtum landshöfð- ingja að þvo þennan blett af með svari sínu, þá má hann vera mér þakklátur fyrir þessa fyrirspurn. Landshöfðingi kvað aðal-ástæðuna til þess, að Skítli 1 horodcLen ekki var settur aptur inn í embætti sitt vera framkomu hans gagnvart stjórninni undan farin ár, sagði, að hann hefði sett sig i broddinn fyrir römmustu æsingum gegn stjórninni, og haldið úti blaði, er leitazt hefði við að vekja úlfúð, og spilla þeini góðu sam- vinnu og samlyndi, sem vera ætti milli þjóðar og stjórnar(!!) og þess háttar fram- korna þyldist ekki; en að hinu leytinu hefði stjórnin alls ekki efazt um, að hann hefði næga hæfileika, til að vera embætt- ismaður, ef hann vildi sjá að sér, og hætta áreitni sinni við stjórnina(!!); þetta hefði stjórnin ekki verið vonlaus um, ef hann ætti kost á að breyta tií, fara úr kaupstað, sem hann nú er í, og fara upp í sveit(!!), og þess vegna1 hefði honum verið boðin Rangárvallasýsla. en svar hans þekktu menn af blöðunum. Að öðru leyti vildi landshöfðingi nú sem minnst gera úr dómi hæztaréttar (sbr. annars dóm hans um ágæti hæzta- réttar í Stj.tíð. 18!J4 B, bls. 196.)! en lof- aði mjög dórn landsyfirróttarins (sem hann sjálfur vildi þó ekki una við!) o. s. frv. Sigurðnr Steíánsson: Svar landshöfð- ingja var að því leyti fullnægjandi, að nú fékk rnaður þó loksins að vita, hvað það í raun og veru hefir verið, sem kom- ið, hefir öllu þessu málastappi af stað, og leitt til þeirra lykta, sem nú eru á orðn- ar. Það væri undarleg ályktun hjá lands- höfðingja, að nægar sannanir væri. fyrir því, að margt liefði verið vitavert í em- bættisfærslu Sk. Th. þrátt fyrir það, þótt hæztiréttur sýkriaði hann; eptir þeim dómi væri þó f'remur ástæða til að ætla, að embættisfærsla hans hefði verið að ininnsta kosti stór-lýtalaus; að ekkert hefði mátt að henni fmna, kæmi sér auðvitað ekki til hugar, því að allsendis ófiðfinn- anlega embættisfærslu væri víst ekki að finna á Islandi, frá hreppstjóra í sveit, og upp til landshöfðingja sjálfs. En hér þyrfti nú ekki að vera að fara mörgum orðum um embættisfærslu Sk. Th., því eptir svari landshöfðingja væri það ekki hún, heldur framkoma hans gagnvart stjórninni, sem væri þess valdandi, að hann hefði verið leystur frá embætti. Allur þessi langi og mikli málarekstur, allur þessi „paragrafa“-sægur úr hegn- ingarlögunum, sem rubbað hefði verið upp til áfellis þessum embættismanni, liefir að eins verið brukaður sem yfrrskyn, til að koina frarn fyrirhugaðri embættis- afsetning Sk. Th. Þetta málastapp, og allur sá ófögnuður, er af því hefir leitt, hefði orðið minna, ef landstjórnin hefði verið svo hreinskilin, að láta strax uppi þessa afsetningar-ástæðu, í stað þess að geyma lrana í fórum sínum þangað til nú. Það hefði að minnsta kosti verið drengilegra og einarðara af stjórninni, að ganga beint framan að þessum embættis- manni, og segja honum, að hann gæti ekki haldið embættinu, ef liann hóldi á- fram að áreita yfirboðara sína, heldur en að elta hann rneð sakamáls-rannsóknum, er kosta áttu hann æru og einbætti, og setja hann síðan af, er liann var sýkn- aður af öllum hinum rniklu og mörgu ákærunr rannsóknar-valdsins. Stjórnin stóð sig miklu betur við, að láta þessa politisku afsetningu fram fara án dóms og laga, heldur en þvert ofan í dóm og lög. Með því að aðvara þennan embætt- ismann um liver Iiætta væri á ferðum fyrir hann, ef hann héldi ujrpteknum hætti með framkomu sina gagnvart stjórn- inni, gat hún komið í veg fyrir það, senr nú er orðið, því ef Sk. Th. hefði fært sér aðvaranir hennar í nyt, og hætt við alla politik og áreitni, er stjórnin svo kallar, þá gat harin auðvitað haldið em- bætti sínu, þar sem hann, samkAræmt orð- urn landshöfðingja sjálfs, er full-fær að öllu leyti til að reka embætti; og þá var landssjóður frelsaður frá ærnurn útgjöld- unr. Mér er nú að visu ókunnugt um þessar æsingar Sk. Th. gegn stjórninni, liitt veit jeg vel, að liann hefir um nokk- uð mörg ár skrifað í blöðin leiðandi grein- ar um stjórnarfar vort, en fæstir rnunu verða stjórninni saindóma um það, að þau afskipti hans af opinberum þjóðmál- um hefðu átt að kosta hann embættið. Það væri sannarlega hart, ef embættis- maður ekki mætti segja neitt annað unr alnrenn landsnrál, en það, sem æðstu valdsmönnum likar vel, enda þótt hann tali máli þjóðarinnar gagnvart miður þjóðlegri landstjórn. Eigi slikt að varða embættis- og ef til vill æru-missi, þá er auðsætt, hvað enrbættisrnennirnir á íslandi mega bjóða sór gagnvart þessari góðu stjóm vorri; það er bezt fyrir þá að þeg;a, eða segja það eitt, er vel lætur í eyrum dönsku stjórnarinnar. Yandræða-ástaiid er slikt að visu, en ekki oeðlileg afleið- ing af hinu þveröfuga stjornarfyrirkomu- lagi voru. Viðvíkjandi tilboðinu um Rangárvallasýslu, þá væri það í fljótu máli sagt, lireint og beint snránarboð, og virtist beinlínis brot á 4. gr. stjórnarskrár- innar, þar sern skýrt væri ákveðið, að embættismaður mætti einkis í missa af' launum sínum við flutning úr einu em- bætti í annað. En eins og allir vissu væri Rangárvallasýsla iniklu tekjuminni, bæði að föstum og lausum tekjum, en ísafjarðarsýsla. Þetta tilboð só og þvi undarlegra, sé það skoðað frá þeirri hliðr

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.