Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1895, Blaðsíða 4
144 ÞjÓÐVrLJINN TTNGT IV, 3P>. IVý íislviiii;Trirí:»l<'><í' hefir Jón Þór. borið fram í neðri deild, og var 26. júlí skipuð 5 manna nefnd í málið: Kl. Jónss., Sk. Th., Jón Þór., Jón Jenss. og síra Hórhallur. — Frv. þetta fer í þá átt, að nema farmannalögin 22. marz 1800 úr gildi, að því er fiskiskip snertir, og lögleiða ný ákvæði i staðinn: en mál þetta er naumast svo undirbúið, að það nái fram að ganga á þessu þingi. 11 v?>iii<r sela. Jón Jónsson N.-M. hefir borið upp frv. i efri deild, sem er svo látandi: „Hvervetna á Is- landi skal selur vera réttdræpur“. ^—Hefir frv. þetta verið nefnt „stutta frumvarpiða, og hlýtur misjafna dóma, svo að enn verð- ur engu spáð um örlög þess. Xjtflvxtr»ins>rs«:jíil«l af heilagfiski og kola vill Tr. Gunnarsson fáafnumið, sérstaklega í þeim tilgangi að styrkja ís- húsið í 'Rvík, sem í sumar hefir keypt og sent til Englands nokkuð af þessari vöru. — Líklega fær þó frv. þetta litinn byr, og myndi þó hyggilegast að af nema allt útflutningsgjald af fiski, til þess að styðja ögn sjávar-útveginn. Frá 7(500 koniiin hafa al- þingi borizt áskoranir þess efnis, að þing- íð samþykki lög, er heimili, að g]öra megi héraða samþykktir um bann gegn innflutningi, sölu og tilbúningi alls áfeng- is, og hefir frv., sem að nokkru fer í þessa átt, verið borið fram í neðri deild, en á fremur örðugt uppdráttar, og sjálf- sagt óhætt að spá því, að það nái ekki fram að ganga á þessu þingi. „Opinberu auglýsingai’n- ar“. Þingsályktunartillögu sína um „opinberu auglýsingarnar“ tók Sig. Stef. aptur, en hefir i þess stað borið fram frv. um birtingu slikra auglýsinga í Stj.tíð- indunum, og fær það frv. góðan byr í efri deildirmi. — En sár-reiður kvað „Isa- foldar“-Björn vera síra Sigurði, út af frv. þessu, enda óvíst, hvaða snapir landshöfð- inginn getur þá látið hann hafa í staðinn! Ný íi"iííiei'lcjagjörð. Fjár- laganefnd neðri deildar hefir borið fram frv. um frímerkjabreytingu; skulu ný fri- merki öðlast gildi 1. jan. 1897, og gilda að eins það ár, en þá skulu taka við önnur frímerki, og þó ólík þeim, sem nú eru. — Er það ætlun manna, að lands- sjóði muni á þennan hátt græðast nokkr- ar þúsundir, vegna frímerkja-fíknar þeirr- ar, er ríkir víða í löndum. Arið 1897 er og eins konar jubil-ár, því að þá eru 25 ár liðin, síðan skipulag fór að komast á póstmálefni hér á landi, og á þvi ekki illa við að minnast þessa með nýjum frímerkjum. Lög- frá iilþinjri. Þessi iöp; hefir þingið þeg- ar samþykkt í sumar: 1. Lög um brúargjörð á Blöndu. 2. Lög um stækkun iögsagnarumdæmis og bæjarfélags Akureyrar. 3. Lög um breytingu á gjöldum þeim, or bvíla á jafnaðarsjóðunum. 4. Lög um eptirlaun. 5. Lög um að gjöra samþykktir um að hindra eyðileggingu af vatnaágangi. t>. Lög um stefnur tii æðri dóms í skipta- mklum. 7. Lög um breytingu á 5. gr. tilskip. um bæjarstjórn i Reykjavík 20. apríl 1892. 8. Lög um viðauka við lög um prentsmiðj- ur (að bókasatn Austuramtsins fái eitt eintak af því, sem prentað er). 9. Lög um sérstök eptirlaun banda fyrv. sóknarpresti í Miðgaröaprestakalii í Grímsey Pétri Guðmundssyni. 10. Lög um hvalleifar. 11. Lög um skiptingu ísafj.sýsu í 2 sýslufélög. 12. Lög um hlutöku safnaða í veitingu brauöa. 13. —16. Lög um löggilding verzlunarstaða (að Bakkagerði í Borgarfirði, að Hvammstanga, að Nesi í Norðfirði og að Salthólmavík). 17. Lög um kjörgengi kvenna í sveita- og safnaða-mklum. Fclld lagafrumvörp. Þessi lagafrumvörp eru þegar fallin á þinginu: 1. Stofnun holdsveikra-spítala, fellt í neðri Tombóla verður haldin í þinghúsi ísafjarðarkaup- staðar sunnudagskyöldið 25. þ. m. Inngangurinn kostar 15 aura. Hver dráttur 25 aura. Ágóðanum varið til fundahússbygg- ingar fyrir bindindisfélagið „Dagsbrún“. ísafirði 15. ágúst 1895. Toinlióltmeí ri <lin. deiid vegna ónógs undirbúnings af stjórnarinn- ar liálfu. 2. Um varnarþing í skuldamálum, feilt í neðri deild. 3. TJm leyfi þeirra, er sjónléikahús halda, til að hafa um hönd vínveitingar, þegar ieikið er, fellt i neðri deild. 4. Um afnám Möðruvallaskólans og um gagn- fræðakennslu í Rvfk. fellt í efri deild. 5. Um stofnun kennaraskóla i Flensborg, fellt í neðri deild. ----------------- I’.þirsár-lmiln er nú fullgjör, og var afhent til almennings afnota 28. júlí þ. á.; hélt Hannes landritari Hafstein þar ræðu, með því að Magnús landshöfðingi Stepbenscn gat ekki verið við- staddur, líklega sakir þinganna; en konu sina, Elinu, hatði hann sent þangað, og klippti hún þaf sundur með silfurskærum(l) silkiband, er strengt var yfir brúarendann, áður en hún var opnuð(!!) MA vera, að sumum næi’stöddum hafi við sjón frúarinnar og silfurskæranna(!) vaxiðíaug- um vegur og gengi hins ábyrgðarlausa fslenzka landshöfðingjadæmis, um það segjum vér ekkert; en liitt er víst, að þessi þáttur athafnarinnar hafði að minnsta kosti meðfram þau áhrif, að vekja spékoppana í andlitum sumra, og gera menn ögn broshýrari framan í frúna. Um 2500 manna voru viðstaddir, er brúin var opnuð. Stóran jaktafisk kaupir Magn- ús Árnason á Isafirði fyrir .">."> lti'. skpd. smolili-önglar. Nú fást vel lagaðir og fallegir sraokk- önglar hjá Heijva Si<íní• <geii*s:- s.vni á Isafirði. W. F. Sctirams rjóltóbak er lie/ta neftóbakið. PUENTSMIÐJA ÞJÓBVIEJANS UNOA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.