Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1895, Síða 3
IV, 39.
Þjóðvil
UNGT.
155
ísafirði, 23. sept. ’95.
Tíöarfar. Um síðastl. hálfsmiinaðar-tínia
hefir verið mjög rigninga- og rosa-söm tíð.
Ýmsir þilskipa-eigcndur á Yesturlandi hafa
i sumar átt með sér fundi, til þess að koma sér
saman um það, hvornig h@,ga skuli mannaráðn-
ingum k þorskveiðaskipum fyrir næstk. ár; héldu
þeir fyrst fund hér k ísafirði 27. júlímán. þ. á.,
óg síðan annan fund á Þingeyri 17. þ. m., og
gerðu þar skiiflegar samþykktir um þetta efni,
og hafa lagt við 200 kr. séktir „fyrir hvert
einstakt brot“, ef það sannist, að einhver þein-a
hafi ráðið mann á skip með öðrum kjörum, en
áskilið er í samþykktum þessum.
Undir samþykktir þessar hafa ritað ali-fiest-
ir þilskipa-eigendur hér á ísafirði, — nema S.
H. Bjarnarson consul —, og enn fremur þil-
skipa-eigendur flestir í Önundarfirði, Dýrafirði,
Arnarfirði og Patreksfirði, og að lokum Björn
kaupmaður Sigurðsson í Klatey, aðal-þilskipa-
útgerðarmaðurinn á Breiðafirði.
Verður samþykkta þessara, og lielztu atriða
þeirra, niinnzt að nokkru í blaði voru, áður
iangt um líður.
Allahrdgð hér við Djúpið mjög reitingsleg
uni þessar mundir, en smokk-afli nokkur hefir
verið öðru hvoru hér við Út-Djúpið. Síðustu
dagana kvað og liafa verið síldarganga og hvala-
ferð nokkur í Djúpinu, svo að líklega lifna nú
bráðlega afiabrögðin, enda segja þilskipamenn,
sem inn haí'a komið þessa dagana, að nógur
fiskur sé úti fyrir.
Hákarlaveiðar liafa í sumar að eins verið
stundaðar af tveimur þilskipum hér á Vesfjörð-
um, og hafa þau bæði aflað prýðis-vel: „Guð-
ný“, eign F. R. Wendels á Þingeyri o. fl., skip-
stjóri Kjartan Rósinkranzson á Flateyri,
761 tn. lifi'ar, og „Guðrún“, eign L. A. Snorra-
sonar verzlunar á Isafirði, skipstjóri Jón Páls-
son frá Stapadal, 546 tn. lifrar.
Á skipinu „Guðný“ voru skipverjar 9 að tölu,
og var skipinu haldið úti frá miðjum marz til
14. sept.; en á skipinu „Guðrún“ var skipverja-
talan að eins 8, og skipinu haldið úti frá 27.
apríl til 14. sept.. svo að afli þess skips verður
tiltölulega fullt eins mikill, eins og aflinn á
„Guðný“.
Blaulfisks-salan. Með því að kaupmenn hér
á ísafirði hafa í haust lækkaö að mun verðið á
blautum og söltuöum fiski, þá kvað nú ýmsir
bændur í Eyrarlireppi hafa áformað, að eiga
fund með sér, til þess að freista að koma á sam-
tökum i þá átt, að blautur eða saltaður fiskur
verði ekki seldur kaupmönnum að svo stöddu.
og myndi þess engin vanþörf, að líkra samtaka
væri einnig leitað i fleiri sveitarfélögum hér við
Djúpið, þar sem mesf hetir að blautfisks-verzl-
aninni kveðið t. d. i Bolungarvíkinni, Súðavíkur-
og Snæfjalla-hreppuni, enda hefði sannarlega mátt
vænta þess, að verð á blautum og söltuðum
fiski bofði nú freniur hækkað, en lækltað, í verzl-
ununuw, þar sem kaupmenn hafa vitanlega haft
góðan liagnað af blautfisks-kaupúnum siðastl.
vétur, þrátt fyrir mikirin tilkostnað, sem verzl-
un sú hefir i för með sér.
iL uglý-sing.
Kútterinn „Four brothers“, sern ligg-
ur á Hesteyri (Gimli), fæst nú um tveggja
mánaða tíma til kaups með vægu verði
hjá eigandanum, sem býr þar á staðnum.
Kútterinn er vel lagaður til íiskveiða,
og í ágætu standi, c. 30 register-tons á
stærð, og með góðu fólks-rúmi.
Hesteyri, 18. sept. 1895.
Fyi'ir hönd J. Bulf’s
C. Jahobsen,
skipstjóri.
Kína-lifs-elixir
Jeg undirrituð hefi í mörg ár þjáðst
af veilclun í taugakerfinu, og hefir bæði
sálin og líkaminn liðið við það. — Eptir
margar, en árangurslausar, lækninga-til-
raunir, reyndi jeg fyrir 2 árum síðan
„Kína-lifs-elixíru frá hr. Valdemar Peter-
sen i Frederikshavn, og eptir að jeg hafði
brúkað úr 4 flöskum, var jeg þegar orð-
in mikið hressari; en þá hafði jeg ekki
efni á því, að kaupa mér meira.
Nú er sjúkdómurinn aptur farinn að
ágerast, og er það vottur þess, að batinn,
sem jeg fékk, var hinum ágæta bitter
að þakka.
Litlu-Háeyri, 16. janúar 1895.
G uðrún Simonardöttir.
64
„Gott; svo skulum við sjá, livor okkar verður út-
haldsbetri“, mælti Allut, og gekk í burtu.
Klukkan þrjú um daginn kom hann aptur; Picaud
haíði nú hvorki bragðað vott né þurrt í fullar tuttugu
og atta klukkustundir; hann bað því Allut líknar, og
bauð honum tuttugu sous (=70 aura) fyrir eitt pund af
brauði.
„Heyrðu , svaraði Allut, „skilyrði mín eru þessi:
jeg gef þer að jeta tvisvar á dag, og í livert skipti
borgar þú xnér tuttugu þúsundir franka“.
Picaud hljóðaði upp yflr sjgt 0g teygðist sundur
og saman á fletinu: en Allut var ósveigjanlegur.
„Þetta er það eina tilboð, sem jeg get gjört; seg
þú af eða á. Þú hefir ekki sýnt vinum mínum vorkunn-
Semi, og gotur- þvi ekki æt-lazt til, að jeg sýni þér
n°ina vægð“.
Vesalings Picaud lá þarna það sem eptir vardags-
Jns> og alla næstu nótt, og kvaldist æ meir af liungri
°g hpgarvíli. Hann átti í áköfu sálar-striði, og i brjósti
lians börðust liefndar-þorstinn og iðrunin um yfirráðin.
Hann þjáðist af svo voðalegum sinadráttum, að það var
þ\i likast, sem allar taugar hans ætluðu að slitna; hann
varð ringlaður i höfðinu, og ástríðurnar, sem nú vökn-
uðu hver eptir aðra, kæfðu algjörlega hjá honum hinn
síðasta gneista guðlegrar skynsemi.
61
arbæ mínum, eru bæði hraustir og minnisgóðir. Jeg skal
segja þér —;: Jeg er Antoine Allut“.
Picaud svaraði erigu; hann hafði sökkt sér niður í
þungar liugsanir. Hingað til hafði hann verið í nokkurs
konar leiðslu, og einna líkastur ölvuðum manni, sem
ekki hugsar um neitt annað, en að gefa girndunum sem
lausastan tauminn ; hann hafði látið hefndargirnina stjórna
öllum athöfnum sín.um, og því ekki haft neinn tíma til
þess, að liugsa um auðæfl sín, og öll þau gæði, er þau
gátu veitt honum. En mi var hefnd hans fullkomnuð;
nú ætlaði hanfl að fara að njóta auðæfa sinna, og lifa
lífi hinna ríku. Og einmitt nú lrafði hann fallið í hendur
þeim manni, sem var jafn langrækinn og ósáttgjarn, eins
og hann fanii nú, að hann sjálfur hafði verið. Hann
varð alveg trylltur af gremju, er hann hugsaði um þetta,
og nísti tönnunum ósjálfrátt um ginkeflið, er Antoine
Allut liafði lokað munni hans með.
„Skyldi mér ekki lánast“, hugsaði hann, „að losna
við þennan óvin minn, með því, að lofa honum öllu
fögru, og sletta einhverjti í hann, ef i nauðirnar rekur?
Jeg liefi gefið fimmtiu þúsundir franka, til þess að fá að
vita nöfn þeirra manna, er jeg þurfti að svala mér á;
get jeg þá ekki gefið jafn mikið, eða hellningi meira,
ef á þarf að halda, til þess að losna úr hættu þeirri,
sem jeg er staddur í?“