Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1895, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1895, Síða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) Bkr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. DJOÐVILJINi -■ - - —=|= FlMMTI ÁE8AKÖUB. U.NGI. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júm'- mánaðar. +—Sbo«|= RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. =|sc<sg—!- ÍSAFIKÐI, 14. NÓV. ]«!(■),. Stjórnarskipunarmálið. i. Óvænt, — já, eins og skrugga úr heið- skíru lopti, hlýtur sú fregn að liafa kom- ið yfir kjósendur lands vTors, að nú hefði alþingið lagt stjórnarskrármálið á hylluna, og sent i þess stað þýðingarlausa áskor- un til stjórnarinnar. Yér segjum óvænt, af þvi að það er það, sem heimtað er af öllum, sem komn- ir eru til vits og ára, að orð þeirra og yfirlýsingar sé eitthvað að marka. Og þar sem þetta er almenn krafa, þá ætti þjóðin þvi fretnur að geta gert harta til fulltrúa sinna, og það ekki hvað sízt, þegar um þýðingarnaestu þjóðmálin ræðir. En nú vikur því svo við, að þjóð- kjörnir þingmenn, sem sæti eiga á al- þingi, voru svo að segja. undantekning- arlaust kosnir með því umboði, og nreð það skýlausa loforð á vörunum, að fylgja frain stjórnarskrármálinu*. En hvað er nú orðið úr orðheldninni þeirri? Eptir beinum fyrirmælum í 61. gr. stjórnarskrár vorrar, verður stjórnarskrár breytingu eigi fram komið, neina að eins á einn liátt, að eins rneð því að sam- þýkkja frumvarp um það efni. Það er sá eini vegur, því að án stjórn- arskrár-frumvarps er engin stjórnarskrár breyting möguleg. Og það er í því tilliti alveg sama, livort galað er upp með það einu sinni, eða sex hundruð sinnum, að maður „haldi“ hinu og þessu „föstulí, því að slikt poli- tiskt hanagal skapar enga stjórnarskrár breytingu, heldur er og verður stjórn- lagaléga þýðingarlaust og meiningar-lítið, nema Iivað það auðvitað er til athlægis, að vera að æpa upp yfir sig, að maður haldi einhverju föstu, einmitt í sömu *) í þessu efni nægir að skírskota til kjör- fundargjörðanna frá 1894, og ekki síður til þýð- ingar þeirrar, er í þingrofinu lá, þar sem þingið þafði einmitt verið roflð samkvæmt öl. gr. stjórn- arskrárinnar, og þetta mál því sérstaklega lagt undir úrskurð kjósendanna við síðustu kosningar. andránni, sem maður er að sleppa á því tökunum. Það er rétt ámóta viturlegt, eins og hjá manninum, sem sagði: „ætlarðu að slá mig?“ eptir að lagsbróðir hans hafði handlangað honum höggið, og var geng- inn í burtu. Það er því ljóst, að meiri hluti þing- manna hefir í sumar, um leið og þeir yfirgáfu frumvarpsleiðina í stjórnarskrár- rnálinu, brugðizt þvi umboði, og gengið á bak þeim loforðum, er gefin voru á síðustu kjörfundurn, nenia svo sé, að kjósendurnir hafi siðan leyst þá frá lof- orðunum, eða slakað á kröfum þeim, sem fálust i umboðinu. En spyrjum þingmálafundina og Þing- vallafundinn að þvi. Og þá sjáum vér, að þvi fer svo fjarri, að mikill hluti kjördæmanna hefir þvert á móti á þingmálafundunum, og með hluttöku sinni í Þingvallafundinum, einmitt hert á ftilltrúum shu.m, brýnt fyr- ir þeim umboð, loforð og skyldu*. Og þannig er þá ekkert undanfæri ft-á því, að frumvarpsleiðin i stjórnar- skrármálinu liefir verið yfirgefin í sumar að eins fyrir poHtisk tryggðrofýmsra þing- manna við kjósendur landsins. Öðru vísi varð það eJcki og gat það ekki orðið. II. En „þinginenn eru að eins bundnir við sannfæringu sína“, segja menn, og svo sögðu oss tillögumennirrr’r í sumar. Já, mikið rétt, lagalega er það svo, eptir fyrirmælunum í 31. gr. stjórnar- skrár vorrar. *) Það er eptirtektavert, að „tillögumenn- irnn-“ minnast ekki einu orði á Þingvallafund- ínn í nefndaráliti sfnu, fremur en hann hefði aldrei verið til; þeir hafa séð, að hann var þeim slæinur Þrándur i Götu. — Aptur á móti fjöl- yrða þeir nokkuð um þingmálafundina, sem haldnir voru á síðasta vori, — enda er þar ein- att meiri ósamkvæmni að vænta., er hver pukrar sér, og slíks höfðu „tillögunienn11 þörf —, en geta þó ekki hrakið það, að einnig á kjördæma- fundunum heflr mikill meiri hluti krafizt þess, að stjórnarskrármálinu væri fram lialdið í frum- varps-formi. En vildu hinir háttvirtu þingmenn, sem eru þessarar stjórnarskrárgreinar svo einstaklega minnugir á þingmanna-bekkj- unum, vildu þeir ekki brýna þetta sama sannmæli eins rækilega fyrir kjósendun- um, þegar þeir eru að bjóða sig fram á kjörfundunum ? Það væri stór framför, þvi að satt að segja, þá er það orðið allt of algengt hjá oss, að menn kæra sig lítið um, hvað þeir segja, og hverju þeir lofa, á kjór- fundunum. En slíkt er illa farið, og hlýtur að hafa afar-slæm áhrif á allt hið politiska líf á landi voru. Og þegar þess er gætt, að þjóðkjörn- ir þingmenn eiga þjóðinni einni þing- sæti sín að þakka, þá sýnist það sann- arlega ætti að standa þeim næst, að reyna að halda fundar-ályktunum og yfirlýs- ingum hennar í heiðri. Geri þingið það eigi, þá getur naum- ast hjá þvi farið, að það grafi smám saman grundvöllinn meira og meira und- an sínum eigin fótum, og fyrirgjöri virð- ingu sinni og áhrifum. Eða hvernig geta menn vænzt þess, að stjórnin meti það mikils, þó að verið sé að skirskota í, að eitthvað sé almenn- ings vilji, eða hafi ályktanir svo og svo margra þingmálafunda við að styðjast, þegar sumir þingmennirnir sjálfir gera ekki annað, en að hæðast að slíkum á- lyktunum annað veifið, eins og Guðlaug- ur sýslumaður, síra Jtm í Stafafelli, og fleiri þingmenn, gerðu í sumar í stjórn- arskrármálinu? Slíks geta menn tæplega vænzt. Og þegar frá þessu sjónarmiði, — þó að eigi væri á ótal-margt annað að lita — , var það því afar-óhyggilegt, er vikið var frá frumvarpsleiðinni í stjórnarskrármál- inu í sumar, þvert ojan í yfirlystan vilja meiri hluta kjördæma landsins. Það var beint spark til Þingvalla- fundarins, politiskt afbrot gagnvart þjóð- inni, og árás á vald og virðingu þings- ins. (Meira.)

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.