Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1895, Blaðsíða 2
22 Þjóðviljinn ungi. meiri, þýðingu, en ráðherra-skipti, myndi það þó hafa fyrir Island, ef yér fengjum landshöfðingja-skipti, því að það mun lengstum við loða, meðan ráðherrann er . erlendur og ókunnugur, að landshöfðing- inn ráði mestu um mál vor. í þeirri stöðu þarf því að vera valinn maður, sem þjóðin ber traust til. En það er nú það, sem löngum hefir verið íslendinga mesta mein, að milli- göngumennirnir milli þeirra og stjórnar- innar í Danmörku hafa ekki valizt sem heppilegastir, ,né Islandi sem heilastir, og hafa svo afskipti dónsku stjórnarinn- ar af málum vorum orðið þar eptir. Og að því er milligöngu hr. Mcu/nús- ar Stephensen snertir, munu ílestir kunn- ugir telja því betur, sem hún hættir fyr. En það er varla hætt við því, að Is- lendingar fái ekki að halda Magnúsi sem landshöfðingja í nokkur árin enn. Það er sagt um ýmis konar tízku, t d. í fataburði o. fl., að hún komi hér síðar, en í öðrum löndum, en haldizt hér svo árunum saman, eptir að aðrar þjóðir hafa lagt liana niður. Og svipað má ætla, að vérði hér um Estrups-veldið, að eptir að hinar síðustu leifar þess eru hrundar í Danmörku, þá liafi íslendingar enn um nokkur ár sinn ofur-litla Estrup. ------------------ Xý jarðsöng' gxglium Alpa-ljöl'in. A önd- verðu næsta h-ii verður byrjað að grafa jarð- göng gegnurn Simplon-fjallið i ’VVallis í Sviss- aralandi. — Jarðgöng þessi verða uni 6G þús. fet á lengd, og því nokkru lengri, en jarðgöng þau, sem áður hafa graíin verið gegnum Alpa- Ijöllin, með því að St. Gottliards-göngin eru að eins 51 þús. fet á lengd, og Mont Cenis-göngin enn þá styttii, rúm 45 þús. fet. —; Göngin gegn- um Simplon eiga að vcra tvenn, og ganga sarn- liliða, svo að fjarskinn sé hvergi meiri, en 57 fet; en hliðar-göng sameina aðal-göng þessi hér og hvar. Kestnaðurinn við stórvirki þetta er áætlaðúr um 54% milj. franka, og skal verkinu lokið á 5"i ári. Arið loí)4 stunduðu 7ri skip frá Dunkerque fiskiveiðar hér við land, og varð affi Frakka alls 29,953 tnr. af söituðnm þorski; en auk þess öfl- uðu skipin og nokkuð af heilagfiski, kola o. fl. — A skipunum voru alls urn 1400 manna. A Bretlandi eru það lög, að sjómenn mega, að við lögðum Sfkturn, oigi leggja net sin nær notum annara manna, en 9 yards (1 yard-=nkl. IVí alin). ._______ tjóðvcrjar hafa drjúgum aukið þilskipa-út- veg sinn á seinni árum; arið 1885 höfðu þeir að V, 6. eins 377 þilskip á fiskveiðum, og var eitt þeirra gufuskip, en i fyrra var skipastóllinn, sem til fiskveiða gekk, alls orðinn 456 skip, og þar af voru gufuskipin 64. hins ísl. fornleifafélags fyr- ir árið 1895 er ný komin iit, og hefir að færa ýmsar fróðlegar ritgjörðir eptir Brynjölf Jónsson á Minna-Núpi. — Ferð- aðist hann i fyrta sumar um vestur-hluta Húnavatnssýslu, og rannsakaði þar sögu- staði, sem minnzt er á í Landnámu, Vatnsdælu, Hallfreðarsögu, Finnbogasögu, Þórðarsögu hreðu, Kórmakssogu, Heiðar- vígasögu og HandamannasÖgu, og skýrir hann nú í „Arbókinni“ frá árangrinum af þeim ferðum sínum. — Þá er og rit- gjörð eptir sama um „Flosatraðir“ og þingfaraveg Þjórsdæla, og enn fremur ritgjörð um „bæ Þórodds goða“, er jarð- eldurinn vofði yfir árið 1000, og sýnist höf. færa all-miklar líkur fyrir, að sá bær hafi verið að Hrauni, en ekki að Hjalla, svo sem dr. Kaalund o. fl. hafa áður álitið. Eins og í fyrra, fylgja „Arbókinni“ að þessu sinni myndir af nokkrum grip- um í forngripasafninu (skrúðgöngumerki, ábreiða, líkneski og tveir hanzkar), og hefir hr. Pálmi PAImm ritað nokkrar smá- greinar, myndunnm til skýringar. Loks er og í „Árbókinni11 ritgjörð eptir Pálma Pátsson um „fQrn leiði fyrir ofan Búland i Skaptafellssýslu, þar sem þeir Kári börðust við brennumenn“. -----coc^coo------ Sildar-aíli liefir vorið afar-mikill á Austfjörð- um í ha-ust, einkum á Eskiíirði og Reyðarfirði. — Einnig er að frétta mikið góðan síldar-afla af' Eyjafirði. A ið Faxafliía hafa aflabrögðin yfirleitt verið mjög treg í haust, svo að hagur almennings er sagður þar freinur bágur; þó var farið að verða vel fiskvart í sunnanvefðum Garðsjó seint í f, nr., og sömuleiðis á fiskimiðum Miðnesinga, Grindvíkinga og Hafnamanna. I'jársala. Þeir Slimon og Cogliill keyptu all-mikið fé á Austurlandi í haust, og gáf'u hæðst 17 kr. fyrir vænstu sauði, að þvi er „Austri“ segir.— í Skagafjarðar-^ og Húnavatns-sýslum keypti rar. Franz á 6. þús. fjár, og var verðið 10—18 kr., eptir gæðuni. — Loks keypti og Thor Jensen, kaupmaður á Akranesi, nokkuð fé af' Borgfirðingum til útflutnings; en Björn kaupmaður Kristjánsson í Reykjavík hefir nú ekkert f'engizt við_ tjárkaup eða fjársölu. Ilval (tvítugan?) rak á Kleifum á Selströnd við Steingrímsfjörð snemma í þ. m. ý 27. okt. síðastl. andaðist í Reykja- vík síra Isleifur Einarsson uppgjafaprest- ur, er síðast var prestur á Stað í Stein- grimsfirði; hann var rúmlega sextugur. -----ocoggeo----- Viö sólarlagið. Lag: Þá vorsól geislum hylur hlýjum. Þá kvöldsól björt að hafi hnígur, og hraðar sér í marar skaut, mér ávallt þá í þanka flýgur, að þin til vesturs liggur braut; jeg átti vin í Vesturheimi, sem var mín stoð og lífsins þrá, jeg átti vin, sem aldrei gleymi, on allt of fljótt hann tók mér vatnið frá. Glott áttu sól, að sævi bláum með sigur-brosi Jiegar snýr, og frá þér leiptur loga háum með ljóma slær svo björt og hýr; eli þótt um þína dýrð mig dreymi, í djúpi hugar man eg þá, jeg átti vin, sem aldrei gleymi, en allt of fljótt liann tók mér vatnið frá. Jeg sat um kvöld í ljúfum lundi, þar lá minn vinur brjóst mitt við; eg bezt þá minnar æfi undi, þvi ekkert þekkti nema frið; það er, sem liðið líf mig dreyini, þá lít eg sól til vesturs gá; jeg átti vin, sem aldrei gleymi, en allt of fljótt hann tók mér vatnið frá. Á hverju kvöldi sárast svíður mitt sollið brjóst af harma und; til vesturs sæl þá solin líður mér sorgar- finnst og skilnaðs-stund; það allra kærsta hér í heimi, sem hlot.ið fékk, jeg missti þá; jeg atti vin, sem aldrei gleymi, en allt of fljótt hann tók mér vatnið frá. En Drottinn öll min tárin telur, jeg treysti honum lífs um skeið, mín vongóð önd á vald hans felur sitt veika ráð í lifi’ og deyð; og vinar mins jeg minning geymi, sern mér er geyindur hæðum á, því ást og trú hans' aldrei gleymi, og aptur fæ jeg hann í dýrð að sjá. * * * Tilefni kvæiMs þessa er, að búfræðingur Gest- ur Bjarnarson frá Hjarðardal, sem flutti til Yesturheims fyrir fáum krum, drukltnaði þar í vatnsfalli, að kvöldi dags, 1894, 4 heimleið tit konu sinnar, Jónu Benediktsdóttur. Hún kom aptur alfarin frk Vesturheimi til Islands sama sumarið, og undir hennar' nafni er þetta kveðið. Sighv. Gr. BorgfiÆngur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.