Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1895, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1895, Blaðsíða 4
24 Þjóbviljinn tjngh. V, 6. sem fyrst, svo að bókin verði send út um landið. Verksmiðja og sýningarstofa Konjrens Nytorv IÍO, Kjobenhavn. 0 r g e 1 - Harmoniums lO ára Lægsta verö. Hagfelldir söluskilmálar. = Skriflð eptir vcrðlista með inyndum. = TJ nöLirritaöur hefir miklar birgðir af þessum vöru-tegundum: Yfirfrakkar, fatnaður og fata-efni (margar tegundir) — Grummi-flippar — Manchettur — Hálsklútar — Yasaklútar — Millumskyrtur — Millumskyrtu-efni — Kjóla-efni, margar tegundir — Svuntu- efni, margar tegundir — Tvististau, lér- ept og sirz, margar tegundir — Sjöl — Herðaklútar — Borðdúkar — Serviettur — Handklæðadúkar — Speglar — Hand- sápa, 8 tegundir — Stangasápa — Ani- linlitir, margar tegundir — Spil — Jóla- kerti — Tvinni — Tölur — Hnappar, alla vega — Kantabönd — Málbönd — Skæri, af mörgum tegundum — Styttu- bönd — Mittisbönd — Hanzkar — Fatá- burstar - Hveiti — Sagogrjón — Semoulegrjón — Sveskjur — Rosinur (margar tegundir) —- Chocolade (tvær tegundir) — Kaffi- brauð, fínt (5 tegundir) — Kringlur — Tvibökur — Brjóstsykur (8 tegundir) — Púðursykur (2 tegundir) — Citronolía — Gérpúlver — Möndlur, sætar og beiskar — Hrísrnjöl — Kaffi — Kandís, rauður og hvítur — Exportkaffi — Melis — Brennivin — Cognae — Portvín — Sherry — Whisky — Svensk-Banco — Rauðvín — Kirsiberjasaft — Hindberjasaft — Vindlar — Reyktóbak (margar teg- undir) — Vaxdúkur, þægilegur á borð og kommóður — Gardínu-efni (margar tegundir) — — Margar fleiri vörur eru til, sem hér yrði of langt upp að telja. Allar þessar vörur seljast með lágu verði gegn borgun út í hönd. Komið og shoðið! Enn fremur sel jeg í vetur mjög ódýran, en vel vandaðan, skófatnað! Vaðstígvél, hnéhá, á 20 kr. Karlmannsskó úr fínu leðri á 9—10 kr. Karlmannsskó úr vatnsleðri á 8 kr. Kvennskó á 7—8 kr. ZZ Búðin er opin frá kl. 6 f. m. til kl. 8 e. m. ísafirði 6. nóv. 189B. >1. S. Ámason. Nýir kaupendur að V. árg. „Þjóðv. unga“ fá í kaupbæti sögusafn „Þjóðv. unga“ I.—II., eða alls 148 blað- síður af skemmtilegum sögum. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA. 10 Það var flokkur hermanna, sem var sendur af hershölðingjanum, til þess að sækja okkur, og var auð- vitað auðvelt fyrir mig, að gizka á, hvað á seyði myndi vera; jeg bölvaðí því heimsku minni, að hafa beðið svona lengi, því að jeg hafði sem sé ekki varað mig á því, að hershöfðingjanum þótti vinið svo aðdáanlega gott, að hann hafði drukkið það miklu örara, en hann átti vanda til; og þar við bættist einnig, að líkið af þrælnum hafði tekið upp að minnsta kosti þriðjung af rúmmáli fatsins. Húsbóndi minn hafði enga hugmynd um, hvað hershöfðinginn vildi okkur, og var því liinn rolegasti; en jeg var aptur á móti nær dauða, en lífi, af otta og skelfingu. En það var þýðingarlaust að mögla, eða hugsa uin að forða sér; við urðum að fylgja þeim. Þegar við komum til hershöfðingjans, óð hann að húsbónda mirium, og mælti mjög gramur i geði: „Það sér á, að þú ert Gyðingur, þorparinn þinn. Heldur þú, að þú komist áfram með, að svikja rétt-trú- aðan mann, og selja honum vinfat, sem ekki eru nema tveir þriðju hlutar víns í, og sem svo er fyllt með ein- um eða öðrum béuðum óþverra? Segðu mér, hvað er það, sem veldur þessum þyngslum á fatinu, nú þegar vínið er búið iir því?u Gyðingurinn sór og sárt við lagði, að hann hefði 11 enga hugmynd um það, og skírskotaði til mín í þvú efni; og jeg stóð auðvitað líka á þvi fastara en fótun- um, að jeg vissi ekkert um það. „Gott“, svaraði hershöfðinginn; „við skulum bráð- um fá að sjá það. Láttu Grikklendinginn þinn senda eptir smíðatólum sínum; fatið skal verða opnað í viður- vist okkar, og þá getur liugsazt, að þú verðir neyddur til, að meðganga strákabrögð þínu. Liðsmenn tveir voru þegar sendir eptir smíðatólum mínum, og þegar þeir komu aptur, var mér skiiiað, að taka botninn úr fatinu. Jeg taldi dauða minn sjálfsagð- an, og eina orsökin til þess, að jeg lét ekki algerlega hugfallast, var sú, að mér virtist hershöfðinginn beina bræði sinni meira að húsbónda mínum, en að mér; en jeg taldi samt vafalaust, að undir eins og jeg tæki botn- inn úr fatinu, þá myndu þeir þekkja svertingjann, og að þá myndi vitnisburður húsbónda míns nægja til þess, að gera hverjum manni augljóst, að jeg hlyti að vera morðinginn. Með skjálfandi hendi hlýddi jeg skipun liershöfð- ingjans — botninn var tekinn úr fatinu, og — það slo felintri yfir alla, sem við voru staddir, þegar líkið kom í ljós. En það var ekki neitt negralík lengur; það var orðið hvítt, af þvi að það hafði legið svona lengi í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.