Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.11.1895, Blaðsíða 3
v, 7.
Þjóðviljiivn unqi.
27
Samkræmt íróðlegum skýrslum um jarð-
skjálfta í Ki’na og rússneska ríkinu, sem nýlega
hafa verið gefnar út á Rússlandi, og ná frá
elztu tímum til vorra daga, telst svo til. að á
hverri öld hafi að meðaltali orðið 640 jarðskjálft-
ar i Kaukasus, 310 í IQna, 290 í Síberíu aust-
anverðri og Turkestan, 138 á Mið- og Suður-
Kússlandi, og að eins 18 í Norður-Rússlandi.
í Síberíu og Rússlandi eru jarðskjálftarnir
tiðastir á haustum og vetrum, en í Kina og
Kaukasus aptur miklu tíðari á vorin og sumrin.
Á Englandi voru i fyrra byggð 75 guíuskip,
sem ætluð voru til íiskiveiða.
Englendingar hafa lengi haft á orði, að leggja
járnbraut til Indlands, af því að sjóleiðin þang-
að þykir ærið sein farin, og var þá styttsta leið-
in, að leggja brautina yfir Litlu-Asíu og Persíu
norðan verða; en af því að ibúarnir á því svæði
eru herskáir og illir viðureignar, svo að járn-
brautinni myndi þar naumast óhætt, þá hefir
mönnum nú hugkværnzt, að leggja hana yfir
norður-hluta Arabalands, yfir eyðimerkurnar þar,
til mynnis Efrat-árinnar, og svo alla leið optir
ströndinni til Indiands, og virðist sú tillaga fá
betri byr.
G ö ð æ r i ð.
Að öllu saman lögðu rnun þetta yfir-
standandi ár mega teíjast eitthvert mesta
velti-árið, sem komið hefir hér í sýslu
langa lengi; frá nýári og fram á Góu
var ágætis-afli, og þó að vorvertíðin gæfi
mörgum lítinn arð, þá hefir hinn stór-
hostlegi afli, sem hér hefir lialdizt, siðan
i haust, margfaldlega vegið það upp; og
þá lét sumarið heldur ekki mjög ama-
lega við þá, sem af landinu hafa; og
loks var og verzlunin i sumar mun
betri, en undan farin ár, og sérstaklega
matvara öll í mjög lágu verði.
Hagur margra mætti þvi sannarlega
batna að mun, ef ekki brysti ráðdeild
og hagsýni; en þvi miður sýnist
opt svo, sem ráðdeildin og hagsýnin
margra verði þvi minni, sem betur læt-
ur, svo að þeir standi jafn slyppir og
snauðir eptir, sein áður.
En einmitt i góðærinu er rétti tim-
inn til þess, að minnast liinna hörðu
áranna, og gera sig færari um, að veita
þeim móttöku.
En til þess miðar ekki blautfisks-
salan, sem einatt er að færast í vöxt
hér i héraðirm, heldur er hún miklu
fremur eitt ráðleysismerkið, tneð því að
allur fjöldinn tekur þá jaf’n harðan út á
afla sirm, opt og einatt ýmsan óþarfann,
og það með hærra verði, en þeir þyrftu
að sæta. — I vetur er og blautfisksverð-
ið svo lágt, að þvi er aílan almenning
snertir, aðpi blautfisks-salan er auðsær
skaði. — Oðru máli er að gegna um
stöku efnamenn, sein keyptir eru til
þess með launprísurn, að leggja inn
blautt, til þess að almenningur renni
heldur á Vaðið; það getur verið hagur
fyrir þá, en af þeim hagnum hefir all-
ur almenningur ekkert að segja.
Reg'luírjorð fyrir umboðsmenn þjóðjarða hefir
landshöfðingi gefið út- 26. ág. þ.,á., sbr. Stj.tíð.
1895 B. bls. 136, og er hún að mestu að eins
endurtekning af reglum þeim, sem fylgt hefir
verið að undan förnu.
Bústaður héraðslæknisins í 5. iækriishéraði
(Barðastrandarsýslu) hefir landshöfðingi 15. ág.
þ. á. fyrirskipað, a.ð vera skuli við Patreksfjörð
norðanverðan, enda er hann þar nmn betur
settur fyrir héraðsbúa, en á Barðaströndinni, ef
aukalæknir verður skipaður i Flateyjar-hreppi
á Breiðafirði, svo sern áformað er.
------............-
ísafirði 28. nóv. ’95.
Ycrzlun. Matvara hefir nú fyrir nokkru
verið hækkuð hér í verzlununum um 2 kr. tunrl-
an, en 3 kr. í Flateyrar-verzluninni í Önundarfirði.
Þrátt fyrir bið lága blautfisksverð, og hækk-
að verð á útlendri nauðsynja-vöru. kveður þó
enn mjög mikið að blautfisks-innlagningu hjá
almenningi, einkum í Bolungarvíkinni, Alpta-
firði, og á Snæfjallaströndinni, svo að hætt er
við, að góðærisins sjái suinstaðar minni stað,
en mætti. — Aptur á móti hafa Eyrhreppingar
yfir höfuð haldið frernur vel samtök þau, er
þeir gerðu með sér i haust, svo að lítið kvað
kveða þar að blautfiskssölu.
1G
Viltu gangast uiulir þessi skilyrði, eða á jeg að skoða
Þ’g sem meðsekan í þessu svívirðilega athæfi?“
Jeg þarf vist ekki að geta þess, að jeg samþykkti
þessi sltilyrði ineð mestu ánægju. — -—
Þegar jeg svo var spurður um það, hvernig á
þessu livarfi húsbónda míns stæði, þá yppti jeg venju-
lega öxlum, og svaraði, ag hershöfðinginn hefði varpað
honum í varðhald, 0g að jeg héldi áfram verzlunimii,
þangað til hann yrði aptur látinn laus.
Eptir osk hersliöfðingjans voru f0t þau, er Gyðing-
urinn og þrællinn voru í, látin standa á upphækkuðum
palli í miðju víngeymsluhúsinu, og var hann vanur að
konia á kvöldin, og halda langar háðtölur yfir fati því,
er húsbóndi minn sálugi var h og drakk þá svo ört á
meðan, að það kom þráfaldlega fyrir, að hann varð að
gista lijá mér yfir nóttina.
Þnginn má ímynda sér, að jeg hafi vanrækt að nota
(þó án vitundar liershöfðingjans) þá serstöku eiginleg-
leika, sem vínið á þessum fötum hafði fram yfir allt
annað vín. Jeg þoraði gat á þau að neðanverðu, og
tappaði af þeim vínið, en fyllti þau svo jafnharðan með
öðru nýju víni; og að skömmum tíma liðnum var ekki
einn einasti pottur ,af víni í eigu minni, sem ekki hafði
fengið keim, annað hvort af þrælnum, eða Gyðinginum.
13
Gyðing — heilt fat af ógætu víni“, mælti húsbóndi minn,
þegar fatinu var velt út úr burðarstólnum; svo tók hann
hatt sinn, og ætlaði af stað.
„Kyrr!“ kallaði hershöfðinginn. „Það er ekki til-
gangur minn, að ætla að stela víni þínu“.
„0, svo þér ætlið að borga mér fatið“, svaraði hús-
bóndi minn; „hershöfðingi, þér eruð sanngjarn maður“.
„Það skalt þií. fá að reyna“, svaraði hershöfðinginn,
og samstundis skipaði liann þrælum sínum, að tappa
vínið úr fatinu í ker; og þegar fiitið var tómt orðið,
skipaði hann mér, að taka úr því botninn, og að því
loknu hauð hann liðsmönnurn sínurn, að leggja húsbónda
tninn í fatið; hlýddu þeir því í sama vetfangi, kefluðu
liann og bundu, og vörpuðu honum upp í fatið, og svo
var mér skipað, að slá botninn í það aptur.
Jeg var mjög ófús á, að hlýða þeirri skipun, því
að jeg hafði enga ástæðu til að kvarta neitt yfir hús-
bónda ntínum, og vissi líka, að honum var hegnt fyrir
ávirðingu, sem jeg var sjálfur sekur í. En hór var um
líf eða dauða að velja, -j— og dagar þeir, er menn lögðu
lifið í sölurnar fyrir aðra, eru fyrir löngu liðnir hér í
landi. Og þar að auki hafði jeg skjal það í vasa mínum,
sem gerði rnig að meðeiganda verzlunarinnar, og hús-
bóndi minn átti enga erfingja, svo að það var allt, útlit
til, að jeg myndi einn eignast hana alla; en samt seru