Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1895, Side 1
Verð árgangsins (minnst I
40 arka) 3kr.; í Ameriku I
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
ÞJÖÐVILJINH DN6I.
-—--FlMMTX ÁBGANOUR. =1-----::-^^-
--f—-gaog 1= BITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|s**U--i-
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júni-
mánaðar.
M lo,
ÍSAFIBÐI, 24. DES.
Fréttir útlendar.
Frá útlöndum er að frétta gott og
hagstætt veðráttufar í haust, en fátt stór-
tiðinda.
í Danmörku liefir enn ekkert
orðið úr ráðherraskiptunum, sem spáð
var í síðustu frétturn, en þó ætla það
flestir, að ráðaneytið Reeds Thott muni
ekki hjara veturinn allan. — Af þing-
störfum fátt að segja, með því að mestur
hluti þingtímans, sem liðinn var, liafði
gengið til nefnda kosninga, og annars
undirbúnings þingmálanna. — Chr. Kralbe
hefir borið fram nýmæli um breyting
grundvallarlaganna i þá átt, að óheimilt
skuli að gefa út bráðabirgðafjárlög, og
að 30 manna nefnd, er kosin sé af báð-
um deildum þingsins, skuli skera úr, ef
ágreiningur verður milli þjóðþingsins og
landsþingsins um fjárlögin; en ekki fær
þetta frumvarp hans mikinn byr á þingi,
og stendur hann að kalla einn siíis liðs.
Nýlega er Karl prinz, næst elzti son-
ur Friðriks konungs-efnis, trúlofaður Maud
prinsessu, dóttur prinzins af Wales, og
eru þau Karl því systkinabörn.
í Noregi eru nýlega orðin ráð-
herraskipti, og heitir sá Hagerup, sein
veitir hinu nýja ráðaneyti forstöðu, og
er ráðaneyti þetta skipað hægri- og
vinstri-mönnum jöfnum höndum; en fáir
spá því langri æfi. —
Hjá FröliUixm eru einnig orðin
ráðherraskipti, sem opt vill verða; 28.
okt. gekk rneiri liluti atkvæða á þingi
ráðaneytinu á móti, og sagði þá Ribot,
Og þeir félagar lians, stjórn sinni lokið;
en sá heitir Bourgeois, er hinu nýja ráða-
neyti stýrir, og eru hinir nýju ráðherr-
ar allir úr vinsrri manna flokki, og hafa
sett sér það mark, að fá ríki ög kirkju
að skilið, tekjuskatt hækkaðan á rikis-
inönnum, af numin lög þau gegn „anar-
kistum“, er samþykkt vorn eptir morð
Carnot’s forseta í fyrra, o. s. frv.
Bretar voru að búa her á hend-
ur Prempeh konungi i Aslianti i Afríku
vestan verðri; áttu Bretar í höggi við
þann þjóðflokk 1873—’74, og var þá
Wolseleg liersliöfðingi foringi þess liðs-
afla, er sendur var þangað suður; en
nú þykir Bretum þjóðflokkur þessi
ekki hafa verið sér svo auðsveipinn, sem
skyldi, og þykir konungur þeirra hafa
óvirt sendiherra sinn, svo að áformað er,
að gefa þeim nú betri ráðningu, en síð-
ast, og gera landið Bretum háð, líkt og
Frakkar liafa farið með Madagaskar nú
ný skeð, enda er Ashanti sagt gott land,
og er það eitt ærinn sök til þess, að
Bretar reyni að klófesta það.
í Austurrílci hafa í haust orðið
ráðherraskipti, og heitir sá Badeni, frjáls-
lyndur maður ogmikils metinn, sem gjörzt
hefir formaður hins nýja ráðaneytis.
Spímvei-jum gengur mjög bág-
lega, að sefa uppreistina á Ciiba, og hafa
nú ný skeð sent 30—40 þús, hermanna
til liðs við Martinez Campos hershöfðingja;
en eyjarskeggjar fá drjúgum hjálp frá
ýmsum auðmönnutn í Ameriku, og marg-
ir ganga ótilkvaddir í lið með þeiin; get-
ur þvi þóf þetta enn staðið lengi, og
óvíst, hvernig því lyktar.
Vöi'uvei’ð i útlöndum er sagt,
svipað því, sem verið liefir, nema mat-
vara hefir hækkað nokkuð í verði.
-----OC'C'ggooo--
Ekki liefir stjórninni enn þóknazt, að
svara neinu ávarpi þvi, er neðri deild
alþingis samþykkti i sumar, né lieldur
þingsályktunartillögu þeirra „ný-miðlar-
anna“, og biður slikt „þólmanlegra hent-
ugleikau, ef því á annað borð verður
nokkur gaumur gefinn.
Fyrirlestur um stjórnarskipunarmálið
hafði dr. Valtyr Guðmundsson, þingmað-
ur Vestmanneyinga, haldið 6. nóv. sið-
astl. i félaginu „Juridisk Samfundu í
Khöfn, og sýndi hann þar fram á, að
grundvallarlög Dana væru ekM gildandi
á Islandi, svo að sérstakleg málefni Is-
lands væru rikisráðinu danska allsendis
óviðkomandi; en þeirri skoðun andmælti
deildarstjóri A. Dyhdal, sem þar var við-
staddur, svo að auðsætt sýnist, að danska
stjórnin ætli sér enn að sitja fast við
ganda keipinn, að því er þetta atriði
snertir; en þetta var einmitt það aðal-
atriðið í yfirlýsingu þeirra „ný-miðlar-
anna“, sem Magnús landshöfðingi Stephen-
sen þóttist helzt geta mælt með, og
„ný-miðlararniru voru gleiðastir yfir; en
nú er trúlegt, þótt Magnús efni orð sin,
að það komi að litlu liði, meðan Nelle-
manns-ráðaneytið situr að völdum.
Dr. Valtýr hafði og sýnt fram á, hve
óviðunandi hið núverandi stjórnar-ástand
vort væri, þar sem stjórnin í Khöfn væri
landsmálum ókunnug, og lilyti því i
flestum greinum að fara eptir tillögum
landshöfðingja, sem opt væru landi og
þj^ „miður hollaru
Vér erum dr. V. G. mjög þakklátir
fyrir þenna fyrirlestur hans, því að vér
teljuin það miklu skipta, að inálum vor-
um sé sem tíðast hreift erlendis, meðan
vér eigum aðal-úrslit mála vorra þangað
að sækja; og sérstaklega þarf aptur og
aptur að sýna fram á, að íslendingar
geta ekki þolað þetta ábyrgðarlausa lands-
höfðingja einveldi, sem hér er nú í stjórn-
ar-framkvæmdinni, með öllum þeiin rógi,
undirmálura og fláttskap, sein af þvi
getur leitt.
GrixfLiskipaferðir* til landsins
verða mi með fjörugasta móti á koin-
anda ári, þar sem í förum verða 3 skip
sameinaða gufuskipafélagsins, leiguskip
landstjórnarinnar „Vestau, gufuskiii Á.
Ásgeirsspnar, O. Wathne’s, fjárkaupaskip
o. fl. —- Ætlar sameinaða gufuskipafélag-
ið að láta fara alls 13 ferðir til landsins;
af skipum þess fer „Thyrau þrívegis
kringum land, á leið frá Khöfn, nefnil.
í maí, júli og sept., og sömu leið aptur
til útlanda í júni, ág. og sept.; aulc þess
fer og „Botniau á noklira staði kringum
landið, á leið frá Khöfn, í júní, og „Laurau
þrívegis til Vestfjarðanna, í maí, júní og
okt.; en sleppt hefir félagið nokkrum
viðkomustöðum, sem staðið hafa á fyrri
1 ferða-áætlunum þess, og koma skip þess