Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1896, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1896, Blaðsíða 3
Y, 15, Þjóðvjljinn unöi. 59 ið*. — Þá eru og þingmenn okkar Ár- nesinga ekki allt í sómanum, og er það eptirtektavert, hvernig þeir, t. d. í stjórn- arskrármálinu, bregðast kjósendum sínum svo greinilega, er nokkur þingmaður getur gjört; í stað þess að fylgja því máli fram í frumvarps-formi, eins og samþykkt var á þingmálafundinum i sýsl- unni i vor, °g a Þa a^ ®öra’ þá greiða þeir atkvœði gegn stjórnarskrár- frumvarpinu, og gína undir eins við „til- lögunni“, þessari þýðingarlausu tillögu í stjórnarskrármálinu, er aldrei getur skoð- ast öðru vísi, en sem spor aptur á bak, að eg ekki segi hrein og bein uppgjöf á sjálfstjórnarkröfum vorum**. — Og þessari leið i málinu fylgja þeir, þrátt fyrir það, þó að hún („tillöguleiðinu) væri á þingmálaíiindinum álitin með öllu óhafandi. *) Þó að oss þyki astæðulaust að fugra nokkuð stjórnfylgi sýslumannsins, þá hefði þó höf. þurft að rökstyðja þenna dóm sinn ögn betur, af því að ekki er sagt, að allir hafi þing- tíðindin við hendina. Ritstj. **) Sem „uppgjöf11 er réttast að skoða „til- löguna“ ekki að svo stöddu, úr því „tillögu- mennirnir" segjast „halda“ sjálfstjórnarkrötum vorum „tostum“, þó að þeir hafi enn ekki getað komið þeim fyrir sig í frumvarpsformi — Ritstj. Ef þetta er ekki að Ktilsvirða kjós- endur sína, þá veit eg ekki, hvað það er. En það er vonandi, að oss Árnesing- um gleymist þetta ekki alveg strax; oss hefir opt verið borið á brýn deyfð og framtaksleysi, og kann einhver tilhæfa að vera í því; en hitt vona jeg, að vér sýnum það framvegis, að þessi deyfð sé að hverfa, og að Árnesingar séu ekki eptirbátar annara hóraða. — En það er satt, að það var yfirsjón stór, að kjósa hann Tryggva fyrir þingmann*, og mun nú marga iðra þess glappaskots. — En til þess eru vítin, að varast þau. Arnesingur. ---------------- Þilskipa-samþykktin. I H.—9. nr. „Þjóðv. unga“ hefi jeg lesið „samþj'kktir vestfirzkra þilskipa- eigenda“, og af því að jeg hefi nokkur undan farin ár haft atvinnu sem háseti á þilskipum, svo að jeg þykist máli þessu nokkuð kunnugur, leyfi jeg mór að beiðast rúms í blaðinu fyrir fáar línur. __________ \ *) Þetta er hverjú oi'ói sannara, og sama má segja um kosningu Þorláks í Fífuhvam/ni. því að skoðanir hans í landsmálum virðast nú i nokkur ár hafa snúizt algjörlega eptir „Isa- foldar“ snúningunum. Ritstj. Þegar jeg lít á reikningana yfir hálf- drætti mitt undan farin ár, og hugsa til reikninga og viðskipta annara 'þilskipa- manna við kaupmenn, álít jeg, að þil- skipa-eigendur hafi yfir höfuð haft þann hagnað af þilskipa-útgerðinni, sem þeir hefðu mátt við una*; og að þessi skoðun mín sé ekki gripin úr lausu lopti, eða sönnu ljarri, á það sýnist inér það atvik benda, að ekki hafa allir þilskipa-eigend- ur talið sér nauðsynlegt, að gangast undir samþykktir þ°ssar. En hér er ekki tími eða rúm, til þess að rekja alla agnúa og ókosti samþykkta þessara, sem þurft hefði, og aðal-tilgangur lina þessara er því að eins sá, að gjöra menn athugasamari, og varkárari, við ráðningarnar í vor, ef maður á annað borð á að gjöra ráð fyrir, að nokkur háseti *) Þetta er misskilningur hjá höíundinum, því að mikið vantar á, að þilskipa-eigendur hér vestra hafi yfirleitt fengið úthaldskostnaðinn borgaðan undun farin ár, hvað þá heldur meira, og árið 1894 varð t. d. stór-tap á nálega öllum þilskipum, er til þorskveiða gengu; að kaupmenn hafi haft talsverðan hagnað af verzlun sinni við þilskip og þilskipamenn, eins og af annari verzl- un, er óefað rétt; en það kemur í raun og veru þessu máli ekki við, og nær heldur eigi til allra þilskipa-eigenda, enda þyrftu og ættu þilskipa- menn að geta verzlað, hvar sem þeim sýndist. Ritstj. , 48 Fyrir framan harin lá morðvopnið. Hann tók á því með hendinni, og hugsaði með sér, að innan lítils tíma gæti hann einnig gert enda á sínu lífi, með öll- uin þess blekkingum og sorgurn............. Hann hallaði sér fram að borðinu, studdi hönd und- ir kinn, og hugsaði.......... 1 sarna bili finnur hann, að strokið er um enni hans, með mjirkri kvennrnanns-hendi, og heyrir, að sagt er með blíðri og ástúðlegri röddu: „Góði Otto, viltu nú ekki fara að koma inn, til þess að drekka kaffið þitt?“ Hann hrökk upp, forviða, og varð þá litið i augu konu sinnar. „Þú ei't, lifandi?........Þú ert lifandi?“ spui'ði hann, hvað eptir annað, eins og hann gæti ekki tráað simun eigin augum. „Hvort jeg er lifandi?“ svaraði Arma, forviða. nHefir þú nokkurn tíma efast um það? Jú, jeg er lif- aildi, og er búin að bíða i hálfa klnkkustund með kaffið handa þér“. «Já — en — hvar er jeg þá?.................fég er í mínu eigjn herbergi, 0g ný skeð var jeg------------------- Anna! elskan mín!............Þú ert lifandi, og það er aðal-atriðið. ímyndunarafl mitt hefir leikið illa á mig 45 um að gera, að fá hann góðan, og reyna þannig að losna úr greipum hans. Hann lét því svo, sem hann væri samdóma Reimann í öllu, og sagði: „Jeg þarf bara að skreppa heim snöggvast, og segja konunni minni, a,ð hún skuli ekki vera óróleg yfir fjarveru minni. Jeg kem undir eins aptur, og þá get- um við talað í inestu makindum um þetta áform yðar“. „Gott. En fyrst verðið þér að svara einni eða tveimur spurningum, sem jeg þarf að bera upp fyrir yður“, sagði smiðurinn, og dró Kiinzel inn í stofuna með sér. „Eruð þér fús á að verða meðlimur fólags okkar, og styðja það á allan mögulegan hátt, bæði í orði og verki?“ „Já, meðlimur, stuðningsmaður, og allt, sem þér viljið“, svaraði mólaflutningsmaðurinn, og mældi með augunum bilið milli borðsins og dyranna. „Það gleður mig, að þér gangist viljugur undir uppástungu mína, því að öðrum kosti myndi jeg hafa beitt valdiu, sagði Reimann. „Mjög elskulegt!..........Og hvað hafið þér fleira að segja?“ spurði inálaflutningsmaðurinn, og reyndi, að sýnast svo rólegur, sem unnt var. „Sem meðlimur bandalags vors, verðið þér að slíta af yður öll venzla-bönd. Þér verðið að vera að öllu leyti laus og einlileypur“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.