Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1896, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1896, Blaðsíða 1
ÐVIUIM M 1=^ FíMMTI ÁBGANtíUR. iE=l~ "- RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. = Verð árgangsins (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- múnaðarlok. M lí>- D JO -s-|aoq|= Gl. |E«El---!- Uppsögn skrifleg ógiid nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. lWKi Óáueegj an. Það var eitt af því, sem ritstjóra blaðs þessa var að sök gefið í hinu nafn- kunna og hreinlyndislega vitnisburðar- bréfi Magnúsar Stephensen landshöfðingja, að hann liefði vakið óánægju með ýmsar af athöfnum stjórnarinnar; en því miður getur ritstjóri blaðs þessa engan veginn eignað sér þann heiður. Yér segjum heiðitr, af því að því fer svo fjarri, að vér teljum nokkuð ijótt eða ósæmilegt í því, að vekja óánægju með ýmsar óþjóðlegar athafnir stjórnarinnar, sem til þess eru vel fallnar, að vekja óánægju, að vér myndum þvert á móti þykjast maður að meiri, ef vér í sann- leika ættum þann vitnisburð skilið, að vér hefðum getað áorkað eitthvað lítið í þá áttina. Hvers vegna? Af þeirri eðlilegú orsök, að óánægjan er fyrsta skilyrði, eða frum-móðir, allra umbóta og framfara. Sannarlega væri rnannkynið mun skemmra á leið komið, en nú er, ef ahlrei hefði verið sköpuð hjá þvi óá- nægja með kjör sín og þjóðfélags-skip- un; þa,ð er t. d. talið óefað, — til þess að vér nefnuin eitthvert almennt viður- kennt dænii—, að stjórnarbyltingin mikla, sem allir nú orðið játa, að hafi, — þrátt fyrir sinar hryllingar og öfgar —, leitt af sér óendanlega mikla blessun og fram- för fyrir rnannkynið, myndi aldrei hafa átt sér stað, ef rit þeirra Rousseau's, VoUaire’n, og annara ágætisinanna, hefðu ekki áður undir biiið jarðveginn, vakið megna óánægju og gremju hjá frakk- nesku þjóðinni yfir allri rotnuninni, ó- jöfnuðinum, falsinu og lýginni í þjóð- félags Hfi þeirra. Og þessu svijrað er þvi háttað í sögu hvers lands, í stóru og smáu; alstaðar verður óánægjan að vera fyrirrennari framfaranna. Lítum til vors lands. Ef rit þoirra Baldrins Einarmmar, 'Jómasar Sœmtmdssonar, Jóns Signrtísson- ÍSAÍTRÐI, 8. FKBR. ar, og enn fleiri ágætismanna vorra, hefðu ekki skapað óánægju hjá þjóð vorri yfir stjórnar-ástandinu, eins og það var þá, — óánægju, sem liin þjóð- lyndustu skáld vor, eins og t. d. þeir Bjarni, Jónas og Steingrhmtr, sungu inn í þjóðina, þá hefðum vér fráleitt enn fengið þann vísi til stjórnarskrár, sem nú höfum vér. Ef ekki hefði verið vakin óánægja yfir verzlunar-einokuninni, eða hinni svo nefndu „frihöndlun“ Dana, þá hefðum vér heldur eigi fengið verzlunar-frelsið 1854. Ef aldrei hefði verið vakin óánægja út af póstgöngu- og strandferða-leysinu, þá hefðum vér heldur eigi fengið um- bætur þær allar, sem nú eru þó fengnar. Ef eigi hefði verið vakin óánægja, út af verzlunar-áþján Kaupinannahafnar- stórkaupmannanna, þá hefðum vér held- ur eigi fengið kaupfélaga hreifingarnar, sem mörgum reynast nú bót í búi. Og svona má halda á, og rekja og rekja, og sýna fram á, að þá sjaldan, er þjóð vor liefir stigið eitthvert verulegt framfara-sporið, þá hefir það allajafna verið því að þakka, að óánægjan hefir verið vakin, og gengið á undan, sem lífgandi og hreinsandi straumur. Já, enda í lífi einstaklinganna sjáum vér, að vaknandi óánægja er fyrsta skil- yrði betrunar og framfara. Óánægjan er ineð öðrum orðum nauð- synlegur þáttur í lögi'nálsbók lífsins, nauðsynleg sem orsök allra mnbóta og framfara. Og svo á það þó að vera glæpur, eða eitthvað í þá áttina, að vekja þessa oanægju, vekja þennan örvandi lífs-straum hjá þjóðinni. Nei, slika lieimsku tjáir hvorki Magn- úsi né öðrum að prédika; til þess er hann svo margfaldlega of stuttur og lítill. Og fyrir því mun það líka einatt verða vopnið allra umbótamanna, að reyna að skapa óánægju með allt það, sem þeir álíta öfugt og rotið, því að óánægjan, hún er fræið, sem ávöxtinn gefur fyr eða siðar. ----OOC^OOO..... Eyfirðingar og gufubátsmálið. Með síðustu póstferð barst ritstjóra „Þjóðv. unga“ svo látandi bréffránefnd manna í Eyjafirði, er kosin hefir verið, til þess að íjaúa um gufubátsmál þeirra Nerðlendinganna: „Yér undirskrifaðir, sem kosnir höf- um verið í nefnd, af liéraðsbúum vor- um, til að reyna að koma á gufubáta- ferðum um Evjafjörð, erum komnir að þeirri niðurstöðu, eptir að hafa ræki- lega íhugað málið, að litlir gufubátar, sem að eins ganga um einstakan fjörð, muni ekki koma að tilætluðum notum, hvorki bæta nægilega úr fiutningsþörf- um, eða svara kostnaði. Aptur á móti höfum vér sannfærzt æ betur og betur um það, að 80—100 tonna gufuskip, með góðum farþegarúmum, myndu gera ómetanlegt gagn, ef þau gengju stöðugt, allt sumarið, meðfram strönd- um landsins, og ínættust á hentugum höfnum í hverri ferð. Ætlum vér, að 2 þess leiðis skip væru fyrst um sinn nægileg, meðan verið væri að afla sér reynslu; ætti annað þeirra að ganga með norður- og austur-landinu, en hitt að sunnan og vestan. Oss blandast nú að vísu ekki hug- ur um það, að landssjóði beri að kosta þess leiðis ferðir að öllu leyti; en til þess að þær geti komizt á sem fyrst, og orðið sem hagfeldastar, álítum vér það tilvinnandi fyrir landsfjórðungana, í þetta sinni, að taka að sér þann hluta af kostnaðinum, sem þeim er á- skilið að greiða í fjárlagafrumvarpi síðasta alþingis, móts við fó það, sem þar er veitt úr landssjóði í þeim til- gangi. Vér erum þess fulltrúa, að þér séuð sömu skoðunar og vér hér um, og höfum því fundið oss skylt, að bera þessa uppástungu vora undir álityðar, og jafn framt biðja yður. að skýra frá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.