Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1896, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) 3 kr.; i Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
múnaðarlok.
DJOÐVIIJINN UNGI.
-— ■ —~— |y- FlMMTI ÁEGANftCE. =|.- - -
--í—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ==|sosg-—t--
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júni-
mánaðar.
M 1(5.
ÍSAFIRÐI, 20. FEBR.
1J-*Í)(5.
SRIT
liinss ísl. kvennfélags.
I lögum hins ísl. kvennfélags, sem
stofnað var fyrir rúmum tveim árum, er
svo ráð fyrir gjört, að félagið gefi út
dálítið ársrit, og er nú fyrsta ársrit fé-
lagsins nýlega komið á prent, svo að á-
stæða þykir til, að fara um það fáum
orðum.
Rit þetta er alls 3 arkir að stærð, og
byrjar á ritgjörð um „kröfur og réttindi
kvermaÚ sem þýdd er úr ensku, með
því að hún er frumsamin af enskri hefð-
ar-konu, frú Isahéllu Somerset, sem um
mörg ár hefir verið ein af helztu for-
mælendum kvennfrelsismálsins á Eng-
landi. — Eins og gefur að skilja, þar
sem ritgjörð þessi er sniðin eptir ensk-
um háttum, og stýluð til að hrekja þær
mótbárur, sem þar í landi hafa helzt kom-
ið frarn gegn jafnréttis-kröfum kvenna,
þá eru í ritgjörð þessari sum þau atriði,
sem síður eiga við liér á landi, og sum-
ar þær röksemdaleiðslur, sem isl. alþýðu
kunna að þykja óþarfar eða óljósar, og
hefðum vér því fellt oss betur við, að
arsritið hefði byrjað á frumsaminni ísl.
ntgjörð, þar senl skýrðar hefðu verið
hinar helztu jafnréttis-kröfur, sem kvonn-
félagið hefir sett á merki sitt, og það
þvi fremur sem hugmyndir ýrnsra ísl.
kvenna um það efni rnunu enn all-óljós-
ar, eins og við er að búast, þar sem enn
er svo skammt um liðið, siðan konur
hér á landi fóru nokkuð verulega að
hugsa um bót á kjöruin sínum.
En þetta getur nú að visu verið á-
litamál, og kemur þá seinna; og auðvit-
að hefir það einnig inikla þýðingu, að
kynna mönnum skoðanir helztu formæl-
enda kvennfrelsismálsins i öðrum löndum,
enda eru og i grein frú Somerset ýmsar
skarpar og ágsetar röksemdaloiðslur, som
ekki eiga síður við hér á landi, on í
öðrum löndum.
Næst er í ársritinu fjörug, lipur og
einarðleg grein um háskólamálið eptir
ungfrú Ölajta Jóliannsdóttur, og er það •
eigi ílla til fallið, þar sem háskólamálið
var einrnitt það málið, sem fyrst gaf til-
efni til þess, að kvennfélagið var stofn-
að, og hefir félagið nú þegar lagt 1763
kr. i sérstakan sjóð, sem ætlaður er til
þess, að verða styrktarsjóður handa efni-
legum ísl. stúlkum, er nám kynnu að
stunda við hinn fyrirhugaða háskóla.
Um áhrifin af Hafnarvist ísl. náms-
manna kemst höf. meðal annars þannig
að orði:
„Yið Hafnarháskóla læra þeir ekkert
um Island eða þarfir þess. Og margir
hverjir læra þar þá lífsspeki, að trúa á
ekkort, og elska ekkert, nema sjálfan
sig, að álíta, að enginn sannleikur sé til
í sjálfu sér, ekkert þess vert, að leggja
neitt í sölurnar fyrir það, að föðurlands-
ástin sé orðin úrelt, og ósamboðin íiiann-
iið og menntun nútímans.
Þetta hefir verið verst á seinni árum,
eptir því sem þessar skoðanir liafa breiðzt
út um Danmörku með bókmenntunum,
bæði innlendum og útlendum, og því or
ver, að þessar skoðanir eru oss íslend-
inguin miklu hættulegri, en Dönum . . .
. . . gjöra þær oss beint að vondum
mönnum, sem ekkert virða, nerna eigin
hagsmuni, og þeir koma sjaldan heirn
við hagsmuni föðurlandsins, i öllu falli
ekki hjá þeirn, sem eiga þá undir stjórn-
inni og hennar vildármönnum“.
Við því er að búast, að sumum þyki
þetta harðorð kenning, enda látuin vér
ósagt. — • þó að hún hafi við talsverð rök
að styðjast —, að áhrif Hafnarvistarinn-
ar séu í þessu efni yfirleitt verri, en á,-
hrif Reykjavíkurvistarinnar, eins og nú
stendur, því að ekki verður þvi neitað,
að margir tslendingar liafa verið frjáls-
lyndir á Hafnar-árum sínum, og haft þá
brennandi áhuga á máluin ættjarðar sinn-
ar, on spillzt svo, og orðið að sjálfselsk-
andi amllegum krypplingum, þegar em-
bætta vonin lifnaði í hjörtunum, oða
embættið var fengið.
Aðal-orsökin liggur í hinu vandræða-
lega stjórnar-ástandi lands vors, liggur
í þvi, að vegurinn til valda og metorða,
það er vegur hræsninnar, samvizkuleys-
isins og óþjóðrækninnar; og af þvi að
allir þurfa að lifa, þá er freistingin svo
mikil, að ganga þenna breiða veginn,
og þeim mun meiri hér, en í Danmörku,
sem lífvænlegu lifsstöðurnar, fyrir utan
embættis-stigann, eru hér færri, en þar.
Síðast i ársritinu er all-snotur þýdd
skáldsaga „Draumsjóniru eptir norsku
skáldkonuna Hélenu Lassen.
Yfir höfuð má segja, að ársrit þetta
sé vel úr garði gert að efninu til, og
kvennfélaginu til sórna.
----oOO§gOOc----
Holger Draéhmann: Kitzwalde.
— Bókaverzlun Schubothés í Kaupmanna-
höfn hefir tekið sér fyrir hendur, að gefa
út safn („Miniatur Bibliotek11) af skáld-
sögum ýmsra merkra dáinna og nú lif-
andi höfunda, en þó svo, að ekki verða
teknar upp í safnið aðrar skáldsögur nú
lifandi höfunda, en þær, sem eigi hafa
áður verið prentaðar; verður útgáfa þessi
hin vandaðasta að öllum ytri frágangi,
og skreytt inynduin eptir ýmsa fræga
málara, svo að safn þetta mun verða hið
eigulegasta, og þykir því líklegt, að jmis-
ir hér á landi, er danskar bækur lesa,
muni vilja eignast það.
Sem byrjun safns þessa er ný útkom-
in skáldsaga eptir danska skáldið Holger
Drachmann, sein Kitzwalde nefnist, fjör-
ugt og skemmtilega rituð riddara-saga,
en nokkuð „realistisk14, þar sem verið er
að lýsa ásta-bralli aðal-persónanna, frxí
Adalberte von Kitzwalde, sem i fjarveru
manns hennar á í ástar-ævintýrum við
frænda sinn, liinn unga og hugumdjarfa
Frants von Kitzwalde, sem að lokum er
skotinn af manni Iiennar, þegar hann einn
morguninn er að yfirgefa frúna, farandi
vana leiðina, út um svefnherbergis-glugga
hennar. — Þá er og ekki síður fjörug
frásagan um samdrátt þeirra ÚYillibalds
riddara, föður Frants von Kitzwalde, og
Merite, stúlkunnar í drengja fötunum,
með öllum þeim riddara-ævintýrum, sem
þar eru samfléttuð við. — Og að lokum