Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1896, Blaðsíða 3
Þjóbviljinn ungu.
95
Y, 24.
Þín varar rödd, með hljómi sterkum, hám,
við hefnd, sem vofir yfir spilltum inönnutn,
þar prestar tigna Bal á báðum knjám,
en baklilutanuin snúa að Drottni sönnum.
Að þú sért trúlaus, það er lýgi tóm,
og þinnar hörpu tvilar engin snilli,
því trú þín lætur blómgast fögur blóm,
og bera ávöxt þyrnibrodda milli.
Já, trúin þín, hún talar heilagt mál,
þó trúvillinga falskar nótur hæði,
þú kúgaranum veizt er búið bál,
og böðlinum í villudýra æði.
Sú þjóð, sem er af sannleiks-vegi flæmd,
— þó sinnar glópsku háðung ekki finni —,
að lokum verður liart til dauða dæmd,
og duglaus bíður eptir hegning sinni.
Þar getur ekki sannleiks skinið sól,
er sorti lyga fyllir valda skúta,
þar erki-bófinn býr á æðsta stól,
og blindar smjaður-kindur honum lúta.
Já, þjóðin sií, hiin þarf að heyra raust,
sem þreytist ei við skæðar tungur stríða,
já, orð er segja sannleik frýju-laust,
þó sumra kunni lijarta-rótum svíða.
Já, syng þú hátt, svo hrökkvi fjötur lands,
en harðstjórn allri þrumi níð við eyra,
svo hvelt, að enginn urmull þræla bands,
sé eptir þína móður-jörð að reyra.
S. Gr. Borgfirdingur.
-- ■ooogfooo------
Ksr' Landskipið „Vesta“ komst
loks af stað frá Akureyri rétt áður en
póstur fór þaðan 12. þ. m., og ætlaði til
Englands, að fá sér nýttstýri; hafði loks
tekizt, að klambra svo við gamla stýrið
á Akureyri, að ætlað var, að skipið myndi
geta bjargazt hjálparlaust til Englands.
Nákvæmari skýrsla um þetta verður,
eptir beiðni farstjórans, hr. Jj TJiumscn'r,
prentuð í næsta nr. blaðsins.
----sss*----
ísafirði 24. apríl 96.
riðarfar. Þýð og inild veðrátta hefiv verið
hér vestra þessa síðustu viku.
T •úðfaranóttina 16. þ. m. andaðist húsfrú
Salónie Halldórsdóttir á Eyi-i í Skötufirði, ekkja
Haraidar heitins Halldórssonar hreppstjóra, en
systir Gunnars heitins Hitlldórssonar alþingis-
manns, og þeirra systkina.
Helztu æfi-atriða þessarar framliðnu merkis-
konu verður minnzt í biaði þessu, áður langt
um líður.
Hög-grið mastrið. Þilskipið „Karen“, eign
Leonh. Tang’s vorzlunar, sem sent hafði verið
með salt út í Bolungarvík, varð að höggva
mastrið þar ú Víkinni i ofviðrinu 16. þ. m., með
þvi að það myndi ella hafa rekið þar í land.
Sjórekið lík. Lík Árna Einarssonar, eins
þeirra þriggja inanna, er drukknuðu úr Kálfa-
dal 16. þ. m., fannst rekið hér í kaupstaðnum
1H. þ. m.
AflabrÖgð enn dágóð hér við Djúpið.
Skn. „Litla Lovisa", skipistjóri Bjarni Jóhanns-
son, koin hingað sunnan úr Olafsvík 18. þ. m.,
og með henni um 70 sjómenn á þilskipa-útveg
Á. Ásgeirssonar verzlunar. — Misjafnt segja
sjómenn þessir um það, hvort þeir séu ráðnir
eptir „samþykktunum“, og mun þó lítt reiður
á að henda.
Kaupför. 17. þ. m. lagði skn. „S. Lovise“ af
stað héðan til Englands með smáfisk. — 19. þ.
ín. kom skn. „Terpsichore" f'rá Kböfn, fermd
vmis konar vörum til Leonh. Tang’s verzlunar.
— S. d. kom kútterinn „Ounna“ frá Khöfn með
ti’jávið o. fi. til Leonh. Tang’s verzlunar, enda
kvað hr, Leonh. Tang nú hafa ákveðið, að láta
i sumar reisa hafskipa-bryggju íram undan
verzlunarlóð sinni hér í kaupstaðnum, Poll-
megin.
Þilskip nokkur lögðu héðan út til fiskiveiða
um og týrir siðustu helgi, en fjöldinn aliur fer
ekki út, fyr en með næsta straum. — Búist er
við, að stöku þilskip verði að standa hér á landi
í sumar, af því að fólk hefir eigi fengizt, til að
ráða sig með þeim kjörum, sem „sámþykktir
vestfirzkra þilskipa-eigenda“ til taka.
Bát síra Kjartans á Stað i Grunnavik, er
mannsk&ðinn varð af 16. þ. m., rak daginn ept-
ir í Hnífsdal, og mátti heita mölbrotinn.
„Kaupíélag ísfirðinga“. í öndverðum þ. m.
lagði seglskipið „Penguin“, 198 tons að stærð.
at stað frá Englandi með saltfarm til félagsins,
og er þvi væntanlegt hmgnð seint i þ. m.
Póstur kom að sunnan í gær, og með hon-
um eitthvað hrafl af póstbi éfunum trá „Vestu",
og er það merkilegt at póststjórninm, að bæt.i
þvi otan á annað óhagræði, sem menn hat’a at
þessu „Vestu“-standi, ,að gota ekki komið póst-
bréfunum skilvíslega áleiðis.
Sjónleikirnir, sem hér liafa verið leiknir
öðru hvoru í þ. m., eru óefað einhver mesti
hégóminn, sem fólki lietir verið boðinn hér i
þeirri grein, því að auk þess sem leikirnir liafa
tíestir verið hver öðrum ómerkilegri, þá hetír
„iþrótt“ sumra leikendanna verið þannig varið,
að menn gætu jafn vel freistast til að efast um,
hvort þcir lietðu verið með sjálfum sér. — En
þegar aðgangurinn er seldur fyrir fulla borgun,
þá á almenningur heimtingu á, að honum séu
gerð betri skil.
"\7"erzlun Leonb. Tang’s á ísafirði hefir
með skipunum „Terpsichore“ og „Grunnu“
fengið miklar byrgðir af alls konar vör-
um, bæði góðum og ódýrum:
TV auðsynjavörur af öllum
tegundum; svo og Trjávið, Kallc, Sement,
Þali'pappa o. s. frv., M&lningar v'órur, —
Tóbalc, Vindla og Sígarettur.
Hina orðlögðu „Xormal Marselle sápu“.
Drykkjarvörur, svo sem: Rom,
Brennivín, Koníak, SJierry, Madeira, Port-
vín, Champagne, WhisJcy o. s. frv.
Gamle Carlsberg og Xy Carlsb. Export öl.
IVýlenclixvörixv, allar möguleg-
ar tegundir, t. d. yfir 10 teg. Sukkulaði,
niðursoðið kjöt í dósum, Sardínur, Lax,
Hummer, Grænar baunir í dósum o. s. frv.
Kompása, Barometer, Kíkira.
Skótau af öllum sortum og stærð-
um, betra og ódýrara, en almennt gjörist.
VA1 n íi v a i* íi, margbreyttari og
fallegri, en nokkru sinni áður.
Sjöl, hálsklútar, herðasjöl, slagklút-
ar, skalcka, svuntutau, mjög margar teg-
undir, stólaábreiður, nœrfatnaður, borðdúJc-
ar, og fl. m. fl., sem of langt mál yrði
hér að telja.
Hálstau alls konar, og humbug.
HansJcar úr skinni, bómull og silki.
Hatta og luifur, fyrir
karlmenu, kvennfólk og börn.
V;ixíifilvnr á gólf, kommóður
og borð.
Harðvöru og leiliíöngf, mjög
vel valið og ódýrt.
Þá er leirtanið sjáandi!
I næstu viku verður vonandi búið að
pakka út vörum, og getur þá fólk kom-
ið, og séð allar þessar vörur, og fengið
góð kaup, því prósentur eru gefnar,
einkum ef verzlað er töluvert fyrir
peninga.
Jeg undirritaður tilkynni hér
með mínum háttvirtu skiptavinum, og
öðrum, að jeg liefi áformað, að vera nú
heiina i sumar, og gefa mig allan við
verzlun minni.
Eins og að undan förnu hefi jeg á
boðstólum, mót peningum, alls konar
vörur, vandaðar, og með vægara verði,
en tiðkast hér á staðnum.
ísafirði 21. apríl 1896.
Iíjörn (xiiðmundsson.