Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.01.1897, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.01.1897, Blaðsíða 4
44 Þjóbviljinn ungi VI, 11. Stúrþjófnaðurinn í Dýraflrði. Sýslumaður H. Hafstein hefir nú ný skeð lokið rannsóknum í sauðaþjófnaðarmálinu k Næfranesi, sem getið var um í 9. nr. blaðs þessa, og hafði Gfsli Hjálmarsson, húsmaður á Næfranesi. gengizt við glæpnum í pi'ófunum. — Ekki hefir vitnazt, að neinn hafi verið honum samsekur, með því að kona Gísla vissi ekki annað, en að ketið væri af þeirra eigin kind, er Gfsli hafði slátrað rétt áður; en kindarkropp þann hat’ði hann reyndar, konunni óafvitandi, selt yfir á Þingeyri, fyrir brennivín o. fl. góðgæti til jólanna. Aflabregð fremur treg hér við Djúp síðustu vikuna, nema góður reitingur, 1—2 hundruð, hjá þeim bátum, er skeifisk hafa til beitu. Hitt o" |>ettí». Nýjasta auglýsinga-aðferðin. Mikinn hlátur hefir það vakið í ýmsum leikhúsum í New York, að þar hefir um tíma setið á fremstu bekkjum maður nokkur, alsköllóttur, mjög sperrtur og rogginn, og er málað á skallann á honum með bláu trölla-letri nafnið á kynja-lyfi einu, og mun það vera f fyrsta skipti, er nokkur hefir aug- lýst varning sinn á þenna bátt. Þeir háttvirtu lenend'ir blaðrins, sem lengi hafa verið að bræða það með str, að hœtta að fá blaðið að láni, og gj'órast sjálfir kaupendur þess, œttu nú að gefa sig frani sem fyrst, því að ella er mjög óvíst, að þeir geti fengið yfirstandandi árgang frá byrjun. Uppdráttur Islands. Nokkur eintök af hinum ágæta ís- lands uppdrætti, er skólastjóri Morten Hansen hefir gjöra látið, fást á skrifstofu „Þjóðv. unga“ á 1 kr. eintakið. Nokkrir <róðÍT* fiskimenn verða ráðnir. Borgun að nokkru í peningum, og að öðru leyti með góðum kjörum. — M>nn snúi sér til ritstjóra blaðsins. — I pappírs verzlun „Þjóðv. unga“ fást enn alls konar ritföng, skrifbækur fyrir fullorðna og börn, reikningsspjöld, vasabækur ýmis konar o. fl. o. fl. lOozt borgar það sig fyrir duglega fiski- menn að vera til sjós hjá cons. 11. S- Bjai*narson. Hækkandi kaup fyrir hækkandi drátt allt að 64 kr. um mán- uðinn, auk premíu. Menn gefi sig fram sem fyrst. kína-lífselixír fæst ekta í prentsmiðju „Þjóðv. unga“. íl"eg undirrituð, sem um mörg ár hefi þjáðst meira og minna af lifrarveiki, og öðrum sjúkdómum, sem af þeirri veiki hafa stafað, votta hér rneð, samkvæmt tveggja ára reynzlu, að eptir að jeg hjá hr. kaupmanni Halldóri Jónssyni i Yík hefi fengið Kína-lífs-elixír frá hr. Yalde- mar Petersen í Friðrikshöfn, hefir heilsa mín batnað dag frá degi, og jeg hefi þá öruggu von, að jeg með því að halda áfram að nota meðal þetta muni verða heil heilsn. Keldunúpi á Síðu 20. sept. ’95. Ragnhildur Gísladóttir. Yottar: Bjarni Þórarinsson, Gísli Arnbjarnarson. Ivíiiíi-I i fs-oli xii*i ni) fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Yaldemar Peter- sen Frederikshavn, Danmark. PRKNTSMIBJA ÞJÓÐVIL.TANS UNGA. 34 og Andersen’s kyndara., þar sem við störðum á ljósglampa þenna, sinn frá hvorri lilið, og var hann rétt í þeim svifunum, að fara að yrða á mig, þegar hann kom auga á þenna skæra glampa, hrökk til baka, og bandaði að þessu með hendinni. Og mitt í Ijósglampanum sást alvörugefin vera, sern með upplyptri hendinni virtist að vara oss við því, að halda lengra áfram. „Móðir mín! Móðir mín!lí kallaði eg allt í einu, stökk ofan úr sæti mínu, og hljóp spölkorn fram með brautinni. En — nú var allt horfið, og jeg var í kolniða- myrkrinu. Og þegar jeg svo sneri mér við a.ptur, sá jeg ekkert, nema augun — eða luktirnar—eimskjótans míns, er störðu á mig gegnum myrkrið, eins og spyrjandi. Jeg gekk nú til S . . . ., umsjónarmanns eim- lestarinnar, og sagði: „Sáuð þér það?u „Já, jeg sá þaðu, svaraði hann; „það var undarlegt; en — farþegjarnir fara nú að gerast óþolinmóðir, og verð jeg því að fara, til að friða þáu. — Mér er óljóst, hvernig jeg komst upp i sæti mitt aptur, en rétt á eptir gaf jeg merki, og eimlestin nálg- aðist nú óðum Laxá jámbrautarstöðina. En allt í einu var mér, sem ósýnileg liönd liefði 35 gripið um hendina á mér; og áður en jeg vissi, hafði jeg st.öðvað. — — ------Eimlestin stóð grafkyr. Umsjónarmaðurinn kom mí aptur til mín, og mælti: „Þér eruð eitthvað öðru vísi, en þér eigið að yður i kvöld, meistari Friðrik! Járnbrautarmerkin bera það með sér, að allt er í réttri reglu þarna við járnbrautar- stöðina, og getum við því keyrt þangað óhræddiru. „Yið keyrum ekki einum þuralungi lengra, umsjónarmaður minnu, svaraði jeg, „fyr en við höfum rannsakað brautina, og brúna, sem liggur yfir ánau. Yið þessi orð min, yppti fyrst umsjónarmaðurinn ögn öxlum, en datt svo í hug það, sem fyrir hann hafði borið, og sagði: „Þér hafið rétt að mæla, og skulum við fyrst skyggnast eptir þessu“. En, hvílík var eigi undrun okkar og hræðsla, þegar við komum að brúnni! Járnbrautarteinarnir stóðu þar beint upp í loptið, eins og kjálkar á sleða, og var annar þeirra laus, og sneri til hliðar. I Þessari svipan komu og járnbrautarþjónar á móti okkur frá járnbrautarstöðinni, með luktir i hendi, og varð þeim engu síður bilt við þetta, en okkur. Það var nú strax sent fréttaþráðarskeyti um þetta,,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (25.01.1897)
https://timarit.is/issue/155301

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (25.01.1897)

Aðgerðir: