Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.02.1897, Side 2
46
Þjóðviljinn unui.
VI, 12.
Hafi því þingið og þjóðin eigi þrek
til þess, að fylgja fram gamla stjórnar-
skrárfrumvarpinu, hvað þá heldur frum-
varpi, er lengra gengi í framsóknar- og
sjálfstjórnar stefnuna, og láta slag standa,
unz skríður til skara, þá er að vorri
hyggju eina tiltækilega ráðið, sern urn
getur verið að ræða, eptir þeim kröpt-
um, sem á er að skipa, að haga stjórn-
arskrárbaráttunni eptirleiðis þannig, að
spurningin um það, hvort liin sérstaklegu
málefni landsins skuli lögð fyrir ríkis-
ráð Dana, sé eigi þannig samtvinnuð
við breytingar á stjórnarskránni, að þær
hljóti allar að falla, á meðan stjórnin
danska ekki breytir skoðun sinni á þessu
eina atriði.
Eptir skilningi íslendinga, og ýinsra
danskra lögfræðinga, á ákvæðum stöðu-
laga, og núgildandi stjórnarskrár vorrar,
höfum vér þegar lögin, og réttinn, vor
megin i þessa.ri grein, og þurfum því
ekki stjórnarskrárbreytingar, til þess að
hamra þetta í gegn.
Vegurinn hér getur verið sá, að heimta
jafnan með þingsályktunum, þing eptir
þing, að gildandi laga sé gætt i þessu
efni, að þreytast ekki, að bera fram um-
kvartanir vorar í ávörpum til konurigs,
fá málinu komið í hreifingu á ríkisþingi
Dana, og lögsækja jafn vel ráðherrann
fyrir stjórnarskrárbrot, ef hann heldur
fram uppteknum hætti, að leggja mál
vor fyrir rikisráðið danska.
I frumvarpsformi ætti svo að halda
fram nauðsynlegum breytingum á stjórn-
arskrá vorri, er ekki snerta „alríkishnút-
inn“.
Þetta er, að vorri hyggju, eina rétta
og tiltækilega leiðin, ef sæmilegum meiri
hluta þingsins eigi verður framar safnað
um gamla stjórnarskrárfrurnvarpið.
---000%COO------
Alirif kuldans ú fiskana. Frakkneskur vís-
indamaður, M. P. Regnard að nafni, hefir ný
slteð gjört ýmsar vísindalegar tilraunir, til þess
að komast eptir áhrifum kuldans á fiskana, og
varð krangurinn af rannsóknum þessum, sem
hér segir:
M. P. Regnard kældi fyrst vatnið í fiskitjörn
sinni (,,aquariumu) ofan í 0 gr. Oelsfus, og virt-
ust þá fiskarnir falla í svefn; sfðan kældi hann
vatnið enn meir, ailt að -5- 8 gr. Celsíus, og var
þk ekki annað að sjá, en að fiskarnir væru allir
saman steindauðir; en er hann svo aptur jók
vatnsldtann, iifnuðu þeir þó þegar við aptur, og
tóku aptur að synda, eins og ekkert hefði í
skorizt.
Af þessu þykir M. P. Regnard mega ráða,
að norðurheimskautahafið sé mjög vel fallið til
aðseturs fyrir fiskana, með því að vatnskuldinn
verður þar aldrei meiri, en 8 gr. Celsíus.
„Telephon“-þrajðir og cldingar. Við rann-
sóknir, er þýzka blaðið „Das Wetter11 segir, að
ný skeð hafi gjörðar verið k Þýzkalandi, þykir
það fram komið, að bæjum. er ,,telepbon“-þræð-
ir liggja um, sé minna hætt við eldingum, en
öðrum bæjum.
Ljós-fiskurinn. Prinzinn í Monaco, sem
sagður er ágætur nkttúrufræðingur, hefir um
nokkur undanfarin ár jafnan tekið' sér ferð á
hendur á hverju sumri, á gufuskipi sfnu
„Princess Alice“, til þess að rannsaka flskifeg-
undir þær, sem að eins bafast við á miklu sæv-
ardýpi, og hefir hann á þann hátt fundið ýmsar
fi.sktegundir, er áður voru ókunnar.
Ein af kynlegustu uppgötvunum prinzins í
þessari grfein er ljós-fiskurinn („Photostonn'as
Guernf“), er lifir á stöku stöðum í Atlantshafinu,
þar sem dýpið er mjög mikið, og ljósbh-tan þvi
mjög lítil, því að fiskur þessi hætir sér sjálfur
upp Ijósleysið á þann hátt, að hann er búinn
tvísettri röð af ,,lömpum“, eða lýsandi blettum,
framan á snoppunni.
Kola-eyðslan í heiminum segir frakkneskur
rithöfundur einn ný skeð, að árlega nemi uin
68 milj. smálestum, og eyðu Frakkar sjálfirþar
af árlega 8,782, 850 smálestum. — Telst honuin
svo til. að ef Fraklcar vildu flytja þessi kol sín
öll í einni vagnalest, þá næði hún óslitin frá
París til Pétursborgar.
Hvernig er liollast að liggja í svefni? Frakk-
neski læknirinn dr. Madeuf hefir nýlega skrifað
ritgjörð um þetta efni, og segir, — eins og margir
hafa rekið sig á —, mjög óhollt að liggja á
bakinu, því að það geti meira að segja orðið
rótin til ýmis konar nef-, eyrna- og háls-sjúk-
dóma. — Hollast segir hann. að liggja á hægri
hliðinni, a.f því að verkanir hjartans og lifrar-
innar hindrist þá eigi. —
í Algier venja mæður börn sín á, að sofa að
eins á hægri hliðinni, og sama segir dr. Madeuf.
að aðrar mæður ættu einnig að gera, því að
barnsvaninn verði opt.ast ríkastur á fullorðins
árunum. — Þessari venju mæðranna f Algier
þakkar hann það einnig, að ofan nefndir sjúk-
dómar þekkjast þar varla.
Gler úr „aluminíum“. Nafnkunnur gler-
gjörðarmaður á Fralcklandi, M. Leon Apert að
nafni, hefir ný skeð ritað grein í frakkneskt
blað, þar sem hann skýrir frá þeirri athugan
sinni, að með því að blanda 7—80/u af „alumi-
níum“ saman við efni þau, sem vanalega eru
notuð til glergjörðar, megi fá glerið miklu betra,
en nú gjörist, bæði sterkara og sveigjanlegra.
Notkun Röntgen’s- eða X-geislanna. Frú
Cavaignac, kona frakkneska hermála ráðherrans,
hafði um mörg ár undan því kvartað, að hún
finndi til eymsla í annari hendinni, af því að
riálar-oddur hefði brotnað inni f henni, og sæti
þar eptir; en enda þótt. frægustu sáralæknar f
París hefðu hvað eptir annað rannsakað hend-
ina, gátu þeir ekki fundið þess nein merki, og
sögðu því frúnni, að þetta hlyti að eins að vera
ímyndun hennar. — Frúin vildi þó ekki sansast
á það, og lét því á síðastl. vori taka mynd af
hendinni með Röntgen’s- eða X-geisla mynda-
vélinni, og sást þá glöggt. á myndinni, hvar
nálar-brotið sat. — Fór hún síðan með myndina
til sáralæknis, og veitti honum þá auðvelt, að
sjá það af myndinni, hvar nálar-brotið sat, og
náði því burtu, enda þótt það sæti á mjög óhent-
ugum stað, rétt við liðamót.
---—------—
Sænslia skáldið Gustaf Frödivg,
eitt af yngri skáldum Svía í fremri röð,
gaf í haust eð var út nýtt Ijóðasafn:
„Starik och Flickor“, þar sern í einu
kvæðinu: „Morgondröm“ kvað vera þann-
ig löguð lýsing á sambandi karls og
kvennmanns, að komi í bága við allt
velsæmi, enda hefir siðgæzlu-stjórn Svía
þegar gjört Ijóðasafnið upptælit.
- 'OOO^OOo
Eimskipa-útgerðin.
G-amla isl. JiringliS.
Ekki færri en 8 Reykjavíkur-blöðin
(„Dagskrá“, „Island“ og „Þjóðólfur“) hafa
ný skeð farið all-hörðuin orðum um eim-
skipa-útgerðina íslenzku, og vilja nú helzt
þegar í stað kveða hana norður og niður.
En þetta er háskaleg fljótfærni, sem
ekki ætti að heyrast, — gamla íslenzka
hringlið, sem ekki ætti að komast að í
þessu máli.
Eimskipa-útgerðin íslenzka heíir að
visu gengið fjarska böslulega í byrjun-
inni, sumpart af slysni, og sumpart því
miður af klaufaskap farstjórnarinnar.
En að láta þar fyrir hugfallast, og
missa tritna á málefninu, nær engri átt..
Fyrirtæki þetta var fyrir tæpum tveim
árum talið landinu hið þarfasta á þingi,
og yfirleitt fagnað af þjóðirini, — löngu
sárþreyttri af sameinaða félaginu, og af'
samgöngu-skorti num.
En „fár er smiður í fyrsta skipti“,.
segir málshátturinn. og mega menn því
eigi festa um of augun á byrjuninni, og
verða strax vantrúaðir á málefnið, heldur
færast betur í aukana, og kosta kapjis.
um, að bæta úr því, sem ábótavant er..
Með heppilegu fyrirkomulagi, hent-
ugum ferðurn og hagkvæmu skipi, er það'
engum vafa undir orpið, að útgerð þessi.