Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.02.1897, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.02.1897, Blaðsíða 3
VI, 12. Þ.FÓÐVILJINN L'NUi. 47 þarf ekki að baka landssjóði eins eyris ntgjöld, og getur þó orðið landinu til stór-inikilla samgöngubóta. En annað mál er hitt, hvort rétt sé, að einblína svo á gróðahliðina, að lmn sé látin ganga fyrir öllu, eða hvort ekki myndi eins hollt landinu í heild sinni, að hafa það að minnsta kosti jafn frarnt fyrir augum, að ferðirnar verði almenn- lngi sem haganlegastar. Um þetta geta skoðanirnar auðvitað skipzt, og skal það ekki rætt hór að sinni. En um hitt vonum vér, að ekki verði agreiningur, á alþingi að minnsta kosti, að fráleitt sé, að fara nú að rífa það nið- ur, sem byggt var á síðasta þingi, og orðið getur landinu til stórkostiegra fram- fara, ef vel og viturlega er með farið. ----cOO^OOo------ Sléttuhrcppi 12. jan. ’97: Hér er mikið rætt um verzlunar-ástandið, og eru flestir á því, að losa sig sem mest við einoltunina, og verzla viö kaupféiagið; en þetta getur þó eigi orðið í full- um mæli, nema Aðalvíkin fkist löggilt, sem vonandi á ekki langt í land. — Fremur liefir verið hér tregt- um afla í hausf, og heflr því mest valdið beitu skortur og gæf'taleysi. — Mjög ©ru menn hér kvíðafullir fyrir þvi, að kolaveið- ararnir dönsku, og ensku botnverpingarnir, sem alltaf voru að slæpast hér k Yíkinni næstl. sum- ar, komi hingað aptur; hér hefir kvallt verið vel um fisk á Víkinni seinni part sumars, og á haustin, nema síðastl. sumar og haust varla fiskvart, og er það þvi fyllileg ósk Aðalvikinga, að biðja þingmenn sýslunnar, að taka mál þetta til meðferðar k þingi, og að reynt verði að af- stýra þeim ófögnuði og tjóni, sem þessir útlendu yfirgangsmenn valda landsmönnum. Hér hetír verið töluvert um skemmtanir, það sem af er vetrinum. -— A gamlárskvöld hélt búfr. Guðm. Sigurðsson kvöldsöng i timburhúsi Sig. Gislasonar k Lktrum, sem nú er 1 smíðum, og þótti vel segjast; en á eptir skemmtu áheyr- endurnir sér í húsi Hannesar Sigurðssonar á Látrum, og þáðu þar góðgjörðir. — Félag var stof’nað hér af nokkrum mönnum 2. þ. m., er nefnist: „Æskau, og er það mark þess og mið, að auka þekkingu og skemmtanir hjá æskulýðn- um, og voru í stjórn félagsins kosnir: búfr. Guðm. Sigurðsson, snikkari Fr. J. Kjærnested og járnsmiður Jóhannes Elíasson. —Félag þetta gekkst fyrir blysf’ör 6. þ. m., og fór hún vel, enda var veður hið yndælasta, meðan blysburð- ui-inn stóð yfir. í haust byrjaði búfr. Guðm. Sigurðsson að gefa hér út skrifað sveitablað, er hann nefnir: „Ahuga“, og finnur þar að ýmsu, sem ábótavant er í hreppnum, svo sem barna-uppfræðingu o. tí“. Fr. J. Kjærnested. Dýralirði 26. jan. ’97: „Ný skeð er stofnað bindindistélag hér i Þingeyrarhreppi, og eru gengnir í það um 40 menn, karlar og konur, flestir i Haukadal, og á Þingeyri. — Annan félagsskap má og nefna. að hér hafa nokkrir menn tekið sig saman um að kaupa öll blöðin íslenzku í félagi, eitt eint. af hverju, og er til- gangurinn sá, að spara, og um leið, að geta þá séð og lesið öll blöðin. — En auk þessa eina eintaks af hvérju blaði, kaupa nokkrir önnur blöð, þau blöð, er þeir vilja eiga, og sem þeir óska, að haldi áfram að vera til; eru það einkum „Þjóðv. ungi“ og „Þjóðólfur“, er verða fyrir þeirri náð, enda er „Þjóðv. ungi“ það blað, er flestum er bezt við hér um slóðir, og svo mun víðar vera. Annars eru blöðin orðin allt of mörg. og má það eigi svo til ganga lengi, því að blaða- fjöldinn stendur góðri blaðamennsku fyrir þrif- um, og er enda eyðileggjandi fyrir aðrar bók- menntir. Blöðin þurfa því að fækka, og að þvf ættu ínenn að stuðia, en gæta þess þó um leið, að styrkja þau blöð, or eitthvert gagn er í, svo sem „Þjóðv. unga“, „Þjóðólf“ o. fl. En „Dag- skrá“ finnst mörgum hér, að mætti missa sig, og svo er um fleiri. ------------- ísafirði 4. febr. ’97. Tíðarfar. 29. f. m. gerði norðan-hvassviðri all-mikið, er hélzt til mánaðarloka, en að öðru leyti hefir tíð verið hagstæð. Allabrögð. I öndverðri fyrri viku kom flsk- hlaup mikið í Djúpið, og var þá hlaðafli hjá almenningi hér við Út-Djúpið 1 2—3 daga, og sumir urðu að seila, eða tvíróa. — Síðan all- góður afli, er á sjó hefir gefið. 40 brún og brá; og — þó að þær væru fæddar í Suður- Anieríku — báðar í frarngöngu allri, sem liefðarmeyjar á Englandi. Faðir þeirra, hr. H ...., hafði í mörg ár verið brezk- ur konsúll í Suður-Ameríku; en eptir að kona hans var dáin, undi hann eigi hag sínum lengur í þessu framandi landi, og með því að hann var auðugur maður, og engum liáður, af réð hann, að hverfa heim aptur til gamla ^nglands. Þetta var og i sjálfu sór því eðlilegra, þar sem onnur dætra hans, — yndið hún Anna —, var föstnuð enskum sjóliðsforingja, Montrose að nafni, og skyldi brúð- kaup þeirra haldast á Englandi, áður árið væri úti. Og með þvi að jeg auðvitað borðaði í salrium, um leið °g farþegjarnir, og sat þar — mór til mikillar á- n'Bgju — á milli beggja stúlknanna, þá urðum við brátt, — 'nkuni eptir að skipstjórinn hafði sagt þeim, að jegværi sæns ur sjóliðsforingi —, kunningjar og mestu mátar. Auk farþegja þessara. voru og með skipinu nokkrir atnr iaiþögjar: gömul, forrík piparjómfrú, B ... að uafni, <ln .......> með frú sinni', og nokkrir skozkir ferðamenn. Eianian af ferðinni fengum við ákafan storm, en siðan gott veður, og með því að vér vorutn nú staddir á staðvindasvæðinu, hélt skipið fyrir fullum seglum, og miðaði dijúgum áleiðis til Evrópu stranda. 37 var strax sóttur, en gat ekkert að gert, nema vottað, að hún hefði látizt af hjarta-slagi. Með sannri liluttekningu þinn vin C a r 1 s s o n “. Umsjónarmaðurinn, Andersen, og eg, urðum allir ásáttir urn það, að þegja yfir því, sem fyrir oss hafði borið; en, þegar frá leið, — liomst það þó í hámæli. Daginn eptir var jeg svo aptur staddur í höfuðborg- inni, til þess að sýna minni ástkæru móður siðasta greið- ann. — Hún hafði tjáð mér ást sína til siðustu stundar, — jafn vel dáið, til þess að frelsa líf sonar síns, eða hver kann að segja?“ Með þessum orðum lauk Friðrik, vinur minn, frá- sögu sinni Skollasker. „Þú vilt fá að heyra eitthvað undarlegt, — eitthvað, sem fyrir mig sjálfan hefir borið á minum mörgu og löngu ferðurn?

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.