Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Síða 1
Verð árgfingsins (rainnst 40 arkir) 3 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir jtiní- mánsðarlok. ÞJÓÐVILJINN UNGI. .. ..1= SJÖTTI Á RGANGTJR. .==- ->« .y ->;i- RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ==|f-§—4—— M 31-33. Retkjavík, 9. ÁGÚST. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til titgef- auda fyrir 30. dag júní- mánaðar. | 1897. íhaldsstefnan nýja. í blaði þessu heíir áður verið rækilega sýnt fram á, að ekki væri um nema tvo skynsamlega vegi að velja í stjórnarskrár- málinu, annað-tveggja að halda eindreg- ið, og með fullu fylgi, fram fyllstu sjálf- stjórnarkröfum landsmanna, í sömu átt eins og að undan förnu, eða að ganga þegar að þeim stjórnarumbótum, sem feng- izt geta, þótt minni séu, en æskilegt væri. Ymsir þingmenn, og Ben. Sveinsson þar fremstur í flokkí, hafa þó hvoruga þessa leiðina valið. Þeir hafa haflð nýja stefnu í málinu, fallið að sinni frá kröfunni um landstjóra, og innlenda ráðherrastjórn m. m., sem þeir áður hafa fram fylgt. Þeir vilja sætta sig við tilboð þau, sem stjórnin hefir gert, að fá sérstakan ráðherra, er skilji og tali íslenzka tungu*, mæti á alþingi, og beri ábyrgð á stjórn- arathöfninni yfirleitt, en jafn framt taka upp í frumvarpið það ákvæði, — að sér- mál íslauds skuli ekki lögð fyrir ríkisráð- ið, — sem þeir vita, og játa, að stjórnin ekki gengur að, og verður því öllu mál- inu að falli. Þeir játa, að ákvæði þetta sé óþarft, með því að það felist í núgildandi stjórn- arlögum vorum, og megi fá því öðru vísi kippt í lag, eins og landshöfðingi hefir svo greinilega sýnt fram á í bréfi sínu til ráðherrans 20. des. 1895, en samt vilja þeir endilega fá það inn í frv., láta allt málið stranda á því einu. Þeir játa enn fremur, að núverandi stjórnarástand sé óþolandi, þjóðinni til ó- hags og ógreiða, en samt vilja þeir endi- lega hegna sér sjálfum með því, að halda þessu ástandinu við. Því að ímynda sér, að nokkur þeirra manna sé svo skyni skroppinn, að hann sjái eigi, að þessi nýja stefna leiðir beint til þess, og éinskis annars, og er því í *) Ben Sveinsson bar þó frain breytingartillögu, og vildi fella það ákvæði, að ráðherrann skyldi »8kilja og tala íslenzku11 (!), en neyddist, sem bet- ur fór, til að taka hana aptur. eðli sínu íJialdsstefna, væri að gera þeim herrum helzt til lágt undir höfði. Nái samkomulagsfrumvarp, er stjórnin getur aðhyllzt, eigi fram að ganga á þessu þingi, veit það hver maður, sem eitthvað þokkir til politiska ástandsins, eins og það er, að deilt verður um sama, sem nú, á næsta þingi, fyrst sem fyrst er. Menn verða þá engu nær að fá full- kominni endurskoðun stjórnarskrárinnar fram gengt, en nú, eins og þingið er skip- að, og núverandi stjórnar-óstand helzt þá óbreytt, hver veit hvað lengi. Þetta hafa þeir og glögglega séð Tryggvi Gunnarsson, Jón A. Hjaltalín o. fl., sem þekktir eru að því, að vilja halda öllu stjórnarástandinu í gamla öfuga horfinu, og þess vegna sér nú þjóðin þá kynja- sjón, að þessir menn takast í hendur við Benedikt Sveinsson; annað getur þeim, eptir undan farinni stefnu sinni, alls ekki gcngið til þess. Að Ben. Sveinsson nú gerist frumkvöð- ull þessarar skaðvœnlegu íhaldsstefnu, get- ur má ske skilizt, ef menn ímynda sér, að hann hafi ósjálfrátt látið leiðast af gremju yfir ómaklegum árásum „Grákolls41 o. fl., enda hefir hann og í öðrum málum all-opt þótt hneigjast um of í apturhalds- áttina. En að aðrir skynsamir þingmenn, sem ætla verður um, að í raun og veru vilji sjá einhvern verJclegan árangur baráttu sinnar í sjálfstjórnarmálinu, láti leiðast til þess, að ana út á þessa nýju glapstigu hans, sem með sanni má segja, að hvorki séu héilir né hálfir, það er allt örðugra að skilja, og ólíklegt, að þjóðin muni þakka þeim það. +0K+------ Síðasta úrræðið. Þegar allar skynsamlegar ástæður þrýt- ur hjá „Dagskrá,,, og hennar fylgifiskum, til þess að hindra framgang stjórnarskrár- málsins á þingi, þá er nú gripið til þess óyndisúrræðis, að reyna að telja mönnum trú um, að allir þeir, sem með málinu eru, geri það af persónulegum hvötum, annað- hvort af von um ný embætti, er hið nýja stjómarfyrirkomulag kemst á, eða þá af óvild til landshöfðingja. Eins og við mátti búast er byrjað á þeim manni, er fyrstur varð til þess, að beina málinu í það horf, sem stjórnin hefir tjáð sig fúsa til að aðhyllast. í „Dagskrá" II. 27—8 er það gefið í skyn, að dr. Valtýr Guðmundsson muni hafa rægt Magnús landshöfðingja Stephen- sen hjá stjórninni, af því að hann hafi staðið „með þjóðinni“, en móti hinu háska- lega leynibralli doctorsins (!), og yfir þessu vatnar svo „Dagskrá“ ótal mörgum mús- um. En á hverju byggir svo „Dagskrá“ þessa vansæmandi rógburðar-aðdróttun sína? Á engu öðru en því, að blaðið þykist vita, að dr. V. G. hafi, er hann sendi út „launungarbréfið“ sæla, ritað „nokkrum þingmönnum“ í þá átt, að Magn. Steph- ensen myndi ekki verða ráðherra íslands, ef stjórnarfyrirkomulagið nýja kæmist á. Hver hæfa er í þessu, látum vér ósagt. — En þótt hann hefði skrifað, ekki að eins „nokkrum", heldur jafnvel öllum þing- mönnum í þessa átt, hvað væri þá van- sæmandi í því? Auðvitað alls ekkert, því að það er hverjum manni ljóst, og „Dagskrá“ lík- lega líka, að það er konungur einn, sem því ræður, hvorn ráðgjafa hann tekur sér, svo að ummæli dr. Valtýs hefðu aldrei getað öðru vísi skilizt, en sém persónuleg sannfæring sjálfs hans. Og að draga út af þoirri sannfæringu doctorsins þá rógburðar-aðdróttun, sem „Dagskrá“ gerir, er auðvitað staðlausasta fjarstœða, sem þyngst hlýtur að falla á „Dagskrár“ ritstjórann sjálfan. Að Magnús Stephensen hafi, um þær mundir, er „launungarbréfið“ var skrifað, staðið á móti pólitík dr. V. G., eru þess utan all-djarfyrt 'osannindi, því að beri maður saman tillögur landshöfðingja í bréfi hans til stjórnarinnar 20. des. 1895 og fyrirlestur dr. Valtýs í „Eimr.“ II. 1., dylst það eigi, að hjá báðum er haldið fram ná-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.