Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Side 3
VI, 31—32.
Þ.IÖÐ VILJINN DNGl.
123
losa konurnar við skattana, sem þær mega
bera til jafns við karlmennina).
Eins og menn vita, er mál þetta ekki
undir náðinni hjá þeim herrum landshöfð-
ingja og ráðgjafa, þvi tvívegis helir, sam-
kvæmt tillögum landshöfðingja, lögum um
kjórgengi kvenna verið synjað staðfest-
ingar; en samt sem áður er það enn
komið inn á þingið, og var samþ. í n. d.,
og tekið til umræðu í e d. 17. f. m.
Eins og fyr fann sira Þork. ástæðu
til að koma með þá gömlu kenningu sína
gegn málinu, að kjörgengi væri konum
hefndargjöf, og auk þess hafði honum á
þessum fjórum árum farið það fram í
frjálslyndi og sannsýni, að hann nú telur
málið „hégómamál“, sprottið af þjóðardrýg-
indum eða þjóðarmonti, og sæti sízt á ís-
lendingum, sem svo skammt væru á veg
komnir í verklegum framkvæmdum, að
ota fram slíku frelsismáli!
Að slík ummæli eru fjarstæður einar,
út í vind töluð, sézt bezt á því, að eng-
inn hinna heiðruðu þingdeildarmanna fann
ástæðu til að taka svari frumvarpsins með
öðru en því, að samþykkja það orðalaust,
og er það nú enn afgreitt sem lög frá
þinginu.
Það er ckki minna heimtandi af ís-
lenzku konunum, en að þær þekki sína
menn, þeir eru ekki svo margir, sem tala
máli þeirra, að það ætti að vera vorkunn
en þær ættu líka að leitast við, að
koinast eptir, hverjir það eru. sem standa
á móti þvi, að þær nái rétti sínum; slíkt
er fróðlegt, og getur ef til vill verið gagn-
legt fyrir málið; og af framkomu síra Þork.
i kvennfrclsismálum, er auðsætt hvoru meg-
in hann er, enda hefir hann sýnt í fleiru
en því, hverra erindi hann rekur í þing-
inu.
„Í8leiHiingadagurinn“.
Eins og áformað var héldu Reykvík-
ingar þjóðminningardag að Rauðará 2.
þ. m.
Það var glaða sólskin um morgunin,
er fólk reis úr rekkju, og var því uppi
fótur og fit í bænum; ailir hugðu gott til
hátíðahaldsins, og bjuggust við að skemmta
sér vel.
En því miður stóð þetta hátíðaveður
eigi lengi, því að laust fyrir dagmálin,
einmitt þegar hátíðahaldið skyldi byrja,
tók að demba niður helliskúrum, og stóð
svo fram eptir deginum öðru hvoru, svo
að göturnar voru ein forarleðja, og hátíða-
svæðið, Rauðarártúnið, svo blautt, að
hvergi var hægt að tylla sér þar niður;
en aðra bekki hafði þó forstöðunefndin
eigi ætlað hátíðagestunum, eins og yfir
höfuð undirbúningur allur sýndist að hafa
verið fremur af vanefnum.
Hátíðahaldið byrjaði með kappreiðum
á Skildinganesmelunum kl. 9—10 f. h., og
voru ærið tilkomulitlar, gæðingarnir fáir,
sem reyndir voru, og reiðlagið sumra ekki ;
sem burðugast, fótastokkurinn barinn að
gömlum og þjóðlegum sið, og þyrfti slík-
ur óvani að leggjast niður.
Þá var það annar þáttur hátíðahalds-
ins, að skrúðganga skyidi fram fara frá
Lækjartorgi inn að Rauðará kl. 11 f. h.,
en fór, sem vænta mátti, með lítilli prýði,
og var ekki skrúð í.
Á hátíðasvæðinu sjálfu voru einar 9
tjaldkytrur reistar, þar er kaupa mátti
ýmis konar hressingu, og gjörðist þangað
þröng mikil, og ýmsir náðu í ekkert, en
máttu svelta hálfu hungrinu.
Ræður fluttu þessir: Guðl. sýslumaður
Guðmundsson fyrir íslands minni, Indriði
revisor Einarsson fyrir minni íslendinga
erlendis, J'on Ólafsson, fyrrurn ritstjóri,
fyrir minni alþingis, og lector Þórhallur
Bjarnarson fyrir minni Reykjavíkur, og
þótti ræðumönnum yfirleitt vel segjast. —
Kvæði voru sungin fyrir minni íslands,
alþingis og Reykjavíkur, og birtum vér
þau annars staðar í blaðinu.
Enn mælti Hjálmar Sigurðsson real-
stúdent fyrir minni gesta, og bað „ísland
lifa utan Reykjavíkur!“ — Fleiri töluðu
nokkrir.
Lúðraflokkur Reykvíkinga, Heimdell-
inga, og af einu ensku herskipanna, léku
öðru hvoru ýms lög, en söngflokkur, und-
ir forustu hins ágæta söngmeistara Steingr.
Johnsen, söng við og við ýms þjóðlög, og
þótti að hvorutveggja góð skemmtun.
Leikfimisfélag Reykjavíkur sýndi ýms-
ar fimleika-íþróttir, og þótti vel fara. —
En íþróttir aðrar, er þar voru sýndar,
svo sem hlaup, stökk og glímur, þóttu yfir
höfuð miður takast, sem von var, þar”sem
fáir hafa áður tamið sér þess konar.
Verðlaunum var úthlutað fyrir kapp-
reiðar, glímur, htaup og stökk.
Dausað var á danspalli frá kl. 5 e. h.
til kl. 11 e. h., er hátíðinni var lokið.
Fólkið var yfir höfuð deyfðar-og drunga-
legt, sem nokkuð kann að hafa stafað af
veðrinu.
En „fár er smiður í fyrsta sinn“, og
er vonandi, að næsta hátíðarhald í líku
skyni, fari enn betur úr hendi, og að fram-
tíðar- sagan segi frá mörgum björtum og
skemmtilegum þjóðminningardögum.
Allir dagar eru oss Islendingum ís-
lendingadagar, og ætti því það nafn að
leggja niður.
Island.
pt minnast þín, ísland, á erlendri slóð
Þeir arfar, er fjarvistum dvelja,
Og saknandi kveða sín landmuna ljóð
Og ljúfan þjer minnisdag velja;
Þó milli sé úthafsins ómælis röst,
Þú ei hefir slept þeim, þín tök eru föst.
Mun oss þá, er ættjarðar búum við brjóst,
Ei blóðið til skyldunnar renna?
Því hvar mundu eldar svo hýrt og ljóst
Sem heimlands á örnunum brenna,
Og blasa ei hér við oss þau bólin vor,
Þar börn höfum leikið, og fyrst stígið spor?
Sjá, himinn og grundin, og girðandi sær,
Og gnýpur og vötnin, er streyma,
Og túnin og bærinn, og tindarnir fjær
Allt tjáir: „Hér eigið þið heima“.
Oss fætt hefir land þetta, fóstrað og nært,
Það framvegis bygggjum, og oss er það kært.
Það vitum vér einnig, að arf hlutum þann,
Sem eigum vér sjálfir, ei aðrir;
Vort eigið, sem gott er, víst gagnast oss
kann,
Því girnumst ei lánaðar fjaðrir;
En virðum vort þjóðerni, og vörðum vort jeg,
í veikleika sterkir, þó auðnan sé treg.
Ei nægir, að slíkt hljómi á munni hvers
manns
Vorn móð og vorn kjark skulum brýna;
Að vér séum brotnir af bergi vors lands,
Það ber oss í verkinu að sýna;
Já, verjum þess sóma, og hefjum þess hag,
Þá höldum vér réttlega þess og vorn dag.
Ó styrkist til hauðurs vors tryggðanna taug
Og tjáð verði í reyndinni skýrast,
Af hugð fylgdi málinu, og munnur ei laug,
Sem móðurjörð heitið vann dýrast,