Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Side 4
124
ÞJÓÐVILJINN UNGI.
VI, 31—32.
Yort fornaldar, nútíðar, framtíðar láð,
Þú farsælt þá verður í lengd og bráð.
Stgr. Th.
_____L I J______
? M -í
Alþingi.
ægum alda straumi
þá á oss röðull skein
var fuilt af gleði og glaumi
þá glóði ástin hrein,
Landvættir landið vörðu
og létu ekkert ná
að beita hatri hörðu
og herja landið á.
En tíminn tók að breytast
og tign og manndáð hvarf,
og þjóðin fór að þreytast,
og þessum gleymdi arf;
þá svefn og doða drungi
á dala-vættir sveif,
og illur þrauta þungi
með þjáning landið hreif.
En sól úr svölum öldum
með saung og glaumi steig,
og dreifði drunga köldum
með dýrri frelsis veig;
hún vakti drótt úr dranmi
og dáð og fjör og hrós,
og þrótt með þakkar glaumi
við þúsund ára ljós.
Hún vakti vættir nýjar,
og veitti krapt og þor,
með óskir hugar hlýjar,
að hitta feðra spor;
á þingi þær nú sitja
með þjóðar ráðin slíng;
þar aldir aflsins vitja
er ekkert draumaþing.
Alþing! þú alltaf heitir
vort óskabarnið kært!
Landvætta ljúfir reitir,
landvarnar vígið skært!
landvættir í þér lifa,
landverðir kúgun mót,
sem aðrir ekki bifa,
og ekki skelfa hót.
Á þessum dýrðar degi
vér drottinn biðjum nú,
hann yfirgefi eigi
vort aldna heimabú,
og styrki alla yður
sem alþíngs byggið sal —
samheldi, fjör og friður
í framtíð drottna skal.
Ben. Gröndal.
Reykjavík.
JSgiar fornar súlur flutu á land
^við fjarðarsund og eyjaband
þeir reistu Reykjavík.
Hún óx um tíu alda bil,
nant alls, sem þjóðin hafði til,
varð landsins högum lík —
Og þó vor höfn sé opin enn,
og enn þá vanti knerri og menn,
vér vonum fast hún vaxi senn,
og verði stór og rík.
En þó við Flóann byggðist borg
með breiða vegi og fögur torg
og gnægð af öllum auð —
ef þjóðin gleymdi sjálfri sér
og svip þeim týndi, er hún ber,
er betra að vanta brauð. —
Þeir segja, að hér sé hættan mest —
og hérna þróist frónskan verst —
og útlend tízka temjist flest
og tungan sé í nauð.
Nei, þegar öldin aldna flýr
og andi af hafi kernur nýr,
að vekja land og lýð,
er víkka tún og breikka ból
og betri daga morgunsól
skín hátt, um strönd og hlíð,
skal sjást, að bylgjan brotnar hér
við byggjum nýja sveit og ver
en minnumst þess, sem íslenzkt er
um alla vora tíð.
E. B.
—+3K>f-----
Frá Alþingi.
Stjórnarskrárfrumvarpið nýja.
Það var samþykkt við 2. umræðu í n. d.
28. f. m., óbreytt í öllum aðal-atriðunum,
eins og meiri hluti stjórnarskrárncfndar-
innar hafði gert það úr garði. — Tillaga
dr. Valtýs, að fella burtu ákvæðið í 1. gr.
frumvarpsins, um ríkisráðið, var felld með
12 atkvæðum að eins. —
Þriðja umræða um málið fór fram í
n. d. 30. f. m. — Engar breytingartillög-
ur voru fram komnar, og var frv. því af-
greitt óbreytt til e. d. með öllum þorra
atkvæða.
Umrœðurnar um stjórnarskrármálið 28.
og 30. f. m. snerust einna mest um ríkis-
ráðsspurninguna, og sýndu þá ýmsir þing-
menn (dr. Valtýr, Guðl. Guðmundsson, Jón
Jensson og Skúli Thoroddsen) rækilega
fram á, hve meiningarlaus fásinna það
væri, úr því þingið þættist vilja samkomu-
lag í málinu, að fara þá að skjóta þess-
um fleyg, ríkisráðsspurningunni, inn í frv.,
þar sem allir vissu, að þetta hlyti að verða
frv. að fótakefli, svo að engar stjórnarum-
bætur fongjust.
Mjög varð og tilrætt um ráðherraá-
byrgðina, og sýndu þá tveir af helztu laga-
mönnum deildarinnar (Jón Jensson yflr-
dómari og Guðl. sýslumaður Guðmundsson)
glögglega fram á, hvílík fjarstæða það
væri, sem einn af bæjarins „skottu-pro-
curatorum“ hefir fram haldið, að ábyrgð
ráðgjafans sé ónýt, meðan við helzt sú ó-
löglega venja, að sérmál íslands eru lögð
fyrir ríkisráðið.
Enginn ráðherra verður skyldaður til,
að undirskrifa nokkra stjórnarathöfn, sem
hann eigi er samþykkur; en undirskrifi
hann gjörðina, tekst hann þar með sjálf-
viljuglega ábyrgðina á hendur.
Einni sundrungarflugunni, um milli-
þinganefnd í stjórnarskrármálinu, skipaða
dönshum ríkisþingsmönnum (!) og íslenzk-
um alþingismönnum, reyndi Jón alþm.
Jönsson frá Múla að kasta inn í þingið.
— Kvaðst hann hafa heyrt, að stjórnin
myndi hafa verið tilleiðanleg til þess, að
skipa slíka nefnd, og þótti mikil eptirsjá
í, að slík nefnd skyldi ekki hafa á kom-
izt (!) — En dr. Valtýr gat þá frætt þing-
manninn um það, að slík ráðstöfun, sem
komið hefði að vísu til mála hjá kaup-
mannahafnarstjórninni næstl. vetur, hefði
strandað á því, að stjórnin hefði ekki
treyst sér til, að fá fé það hjá ríkisþing-
inu danska, sem þurfti, og hefði því al-
gjörlega fallið frá, og orðið því mótfallin,
að skipa slíka nefnd. —
Gegnir það og sannast að segja stór-
milálli furðu, að nokkrum íslenzkum alþing-
ismanni skuli i alvöru geta komið það til
hugar, að leggja sérmál íslands, sem rík-
isþingi Dana eru allsendis óviðhomandi,
undir álit danskra þingmanna. — Slíkt
gæti orðið sjálfstjórnarmáli voru til mesta
ógreiða, með því að Dana-stjórn myndi
þá þykjast standa enn betur að vígi, en
áður, að synja sjálfstjórnarkröfum vorum,