Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Qupperneq 5
VI, 31—32.
ÞJÓÐVILJINN UN'GI.
125
ef hún hefði ríkisþingið danska að bak-
jarli. __________
Við 3. umr. stjórnarskrármálsim í n. d. benti
Skúli Thoroddsen á, að þjððin og þingið hefði að
undanförnu sýnt festuleysi í stjórnarskrármálinu,
og væri nú svo komið, að vonlauBt hefði verið að
halda fram fullkominni endurskoðun á þessu þingi;
slíkt hefði verið vonleysa í e.d., og m.jög vonlítið í
neðri deild. — Bn á hinn bóginn kvað hann það
nú unnið, að stjórniu, sem áðnr hefði jafnan hald-
ið því Btriki, að stjóruarskráin frá 5. jan. 1874
þyrfti engra breytinga við, hefði nú lýst yfir því,
að hún væri fús að ganga að fáeinum breytingum,
auðvitað smáum og fáum, en sem þó óneitanlega
gætu orðið til mikilla bóta, ef þeim yrði frjáislega
beitt.
Ef vér nú tækjum því, sem fáanlegt væri hjá
stjóminni, gætum vér þegar byrjað á ný baráttu
vora fyrir frekari og tyllri stjórnarskrárbreyting-
um; en ef vér ekki gerðum frumv. í þetta skifti
svo úr garði, að vænta mætti, að það yrði stað-
fest, þá yrðum vér að búa við hið núverandi
stjórnarfyrirkomulag, sem allir játa þó óhafandi,
því að ganga mætti að því vísu, að skiftar yrðu
skoðanir meðal þjóðarinnar. þar sem sum kjördæmi
máske vildu, að haldið væri fram fullkominni endur-
skoðun, en önnur teldu óráð, að hafnað hefði verið
tilboði stjórnarinnar, og afieiðingin af þvi sundur-
lyndi hjá þjóðinni, og hjá þinginu, sem auðvitað
væri ekki annað en bergmál radda þjóðarinnar,
yrði þá sú, að engin stjórnarskrárbreyting kæmist
fram, en deilt yrði um þá smámuni, sem nú væru
í boði, og sem þó vissulega væru of litiir til þess,
að deiit yrði um þá í fleiri ár, í stað þesB að taka
þeim strax, og likra sig svo fram betur.
Ríkisráðsspurningin væri auðvitað þýðingarmik-
il, e.i þó varla í framkvæmdinni eins þýðiugarmikil,
sem menn hefðu gert sér I hug. Yafasamt, hvort
nokkur af lagasynjunum þeim, sem allir þekktu,
stafaði frá ríkisráðinu, heldur af því, að bráðókunn-
ugur ráðgjafi færi að öllu eptir tillögum landshöfð-
ingja, sem enga ábyrgð bæri. Kvaðst hann ekki
kenna ástandið svo mjög mönnunum, sem í em-
bættunum hefðu verið, sem eðlilegri freistiug þeirri,
er lægi í þessu ábyrgðarleysi eml ættisins. Sam-
kvæmt gildandi stjórnlögum vorum ættu sérmál
íslands ekki að ræðast í ríkisráði Dana, og væri
því ákvæðið um það í 1. gr. frv. óþarft, og auk
þess lægi það fyrir utan verksvið alþingis, væri
almennt ríkismál, en ekki ísl. sérmál, að skipa
fyrir um skipun ríkisráðsins, og hlyti því það á-
kvæði 1. gr. að valda staófestingarsynjun.— Ríkis-
ráðsspurningunni bæri að halda fram utan frum-
varpsins, t.d. með málshöfðun gegn ráðherranum.
Kvaðst fyrir sitt leyti ósamþykkur frumv., eins
og það nú lægi fyrir, og að eins greiða atkvæði
með því í þeirri von, að e.d. dragi út 1. gr., svo
að von væri um, að þessar litlu umbætur, sem
boðnar væru, fengjust strax. Ella bæri að halda
fram fyllstu sjálfstjóruarkröfum, því að miðluuar-
frumvarp meiri hlutans væri jafn-ófænlegt til stað-
festingar, eins og það væri ólíklegt til þess að
safna þjóðinni. (Eptir „fslanrl i“;.
í efri deild var stjórnardkrármálið til fyrstu
umræðu 3. ág. — Engar umræður urðu um málið,
en samþykkt að kjósa 5 manna nefnd, og hlutu
kosuingu:
Hallgr. Sveinsson 10 atkv.
Sig. Stefánsson 9 —
Kr. Jónsson 9 —
Jón A. Hjaltalín 9 —
Gutt. Vigfússon 7 —
Formaður nefndarinnar er Kr. Jónsson yfirdómari,
en skrifari síra Sigurður Stefánsson.
Botnvörpuveiðamálið. Frumvarp það, er
stjórnin lagði fyrir þingið, og yiirleitt gekk
í þá átt, að taka vægar á brotum botn- !
verpinga, en nú gildandi lög mæla íyrir,
heíir fengið góðan, og að flestra dómi, of
góðan byr í efri deild, þar sem deildin
heíir gengið að sektaniðurfærslu stjórnar-
innar, og vill loyfa botnverpingum að leita
hafna hér á landi í ýmsum tilfellum, svo
sem til að útvega sér vistir og kol o. fl.
Mjög er og íhugunarvert það ákvæði,
sem deildin heflr skotið inn í lögin, að
„heimilt skuli innlendum botnvörpuveiði-
skipum að leita lands, til að afferma afla
sinn, og til að afla sér vatns og annara
nauðsynja“, með því að fyrirsjáanlegt er,
að ákvæði þetta verði notað til þess, að
útlendingar reka botnvörpuveiðarnar undir
nafni innlendra manna, sem láta þá þægj-
ast sér eitthvað fyrir, og er næsta hætt
við, að þeir gjörist þá ekki uppivöðslu-
minni.
Neðri deild fól mál þetta 5 manna nefnd
til yfirvegunar, og eru í nefnd þeirri:
Ben. Sveinsson, Skúli Thoroddsen, Klem.
Jónsson, Jens Pálsson og Guðlaugur Guð-
mundsson.
Horfellisfrumvarp síra Sig. Stefánssonar
er nú afgreitt frá nefnd þeirri, er neðri
deild fól það til yfirvegunar, og leggur
nefnd þessi (Tr. Gunn., Jón Þór., Eiríkur
Gíslason, Skúli Thoroddsen og Guðl. Guð-
mundsson) það til, að felld verði burt þau
ákvæði frumvarpsins, að skoðunarmenn
geti skipað bændum að lóga búpeningi
sínum, ef þeir telja fóðurskort fyrir dyr-
um, en vill á hinn bóginn herða nokkuð
hegninguna fyrir horfelli
Felld frumvörp. Neðri déild heflr enn
fellt þessi frumvörp:
Frumv. til laga um bann gegn skottu-
lœkningum, og
Frv. til laga um greiðslu daglauna
og verkakaups við verzlanir í pening-
. nm.
Á þessi tvö fremdarstryk deildarinnar
sem mælast mun miður vel fyrir, sérstak-
lega hið síðar nefnda, verður nánar minnzt.
Búseta fastakaupmanna. Það frv. er
nú fyrir nokkru komið til efri deildar, og
I skipuð í það 3 manna nefnd: Kr. Jóns-
son, Jón Jakobsson og Sig. Jensson.
Talið er líklegt, að efri doild ætli ekki
frumv. langan aldur, og ráða menn það
af þessari miður heppilegu nefndarskipun,
þar sem meiri hluti nefndarinnar er tal-
inn málinu öndverður.
Brúargjörð á Örnólfsdalsá. Stjórnin
hefir ný skeð lagt fyrir þingið frv. þess
efnis, að verja megi 14 þús. kr. til brúar
á Örnólfsdalsá í Mýrasýslu.
Prestskosningafrumvarpið, eitt af þeim
frumvörpum, er synjað hefir verið konungs
staðfestingar, var vakið upp í efri deild í
sumar, og kosin í það 3 manna nefnd,
er í voru kosnir: Hallgr. Sveinsson, séra
Þorkell og Jón frá Sleðbrjót.
Nefnd þessi heflr nú fyrir nokkru lokið
starfi sínu, og ræður til, að gjörðar séu
ýmsar breytingar á frv., svo sem að 8/4
atkvæða þurfi til þess, að kosning sé lög-
mæt, ella hafl veitingarvaldið frjálsar hend-
ur með veitingu embættisins; enn frernur,
að biskup skuli hafa vald til, að „halda
eptir umsóknarbréfum þeirra umsækenda,
er hann álítur óhæfa til að takast það
prestsembætti á hendur“ o. fl.
Yfir höfuð virðast þessar breytingar
nefndarinnar fremur ganga í öfuga átt, að
rýra vald safnaðanna, en auka vald bisk-
upsins; eða myndi ekki ákvæðið um frá-
kosningarrétt biskups opt geta orðið van-
brúkað, ef einráður maður ætti í hlut?—
Nefndin gerir sér vonir um hið gagnstæða,
að biskup muni jafnan beita þessum rétti
„með hinni mestu varúð, og að eins þar,
sem hann áliti mikla nauðsyn til bera“,
en hver ábyrgist það?
Sérstaklega furðar oss; að alþm. Jón
Jónsson frá Sleðbrjót skuli hafa verið þess-
um frákosningarrétti biskupsins meðmælt-
ur, jafn hættulegur eins og hann kann að
reynast kosningafrelsi safnaðanna.
Vonandi, að frv. eigi komist fram á
þingi í þessu formi.
Fjárlagamál. Fjárlaganefnd neðri deild-
ar hefir nú ný skeð birt álit sitt, og skal
hér getið nokkurra helztu breytinganna,