Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.08.1897, Side 8
128
ÞJÓÐVILJINN UNGI.
VI, 31—32.
hér í kaupstaðnnm 26. f. m., og tðku ýmsir heldri
borgarar bæjarins þátt í því.
Landsskipið „ Vesta“ kom hingað frá Englandi
aðfaranðttina 28. f. m. — Með „Vestu“ kom kapt.
Garde, sem sendur er af sameinaða gufuskipafé-
laginu, til þess að leita samninga við alþingi, um
strandferðir og millilandaferðir.
Heiðurssamsœti. 31. f. m. héldu flestir alþing-
ismenn, og ýmsir heldri borgarar bæjarins dr.
Petrus Beyer og Thuren byggingarmeistára sam-
sæti i Iðnaðarmannahúsinu. — Hallgr. biekup
Sveinsson mælti fyrir minni heiðursgestanna, og
tjáði þeim þakkir landsmanna til Oddfeilowregl-
unnar fyrir holdsveikisspítalann. — Jafnframt
minntist hann og dr. Ehiérs mjög hlýlega, sem
verið hefði frumkvöðnllinn til þessarar konunglegu
gjafar, er landið hefði eigi áður slíka hlotið. — Dr.
Beyer þakkaði, og mælti fyrir minni íslands og
gððs bræðralags milli bræðraþjððanna, Dana og
íslendinga. — Síðar mælti hann og fyrir minni ís-
lenzkra kvenna. — Matseðillinn í samsæti þessu
var svo hljððandi: Súpa. — Lax með kapers og
hollenzkri sósu. — Dilkakjöt með eampignons. —
Reykt svínslæri og uxatunga. — Uxasteik. —
Brauð og ostur. — ís. — Konfekt. — Kaffi.
Prestur tekinn fastur. Á fyrrum prðfasti, nú-
verandi presti að Útskálum í Oullbringusýsln, síra
Bjarna Þórarinssyni, hefir lengi hvílt. sá grunur,
að hann hafi, meðan hann annaðist póstafgreiðsl-
una á Prestsbakka í Skaptafellssýslu, dregið sér
fé úr pðstsjðði, og falsað kvittanir nokkrar í því
skyni. — Um þetta hafa farið fram rannsóknir í
Skaptafellssýslu, og böndin þðtt berast svo að prð-
fasti, að amtmaður skipaði sýslumanninum í Guli-
bringu- og Kjðsar-sýslu fyrir skömmu, að taka
prest fastan. — Fðr sýslumaður síðan suður að
Útskálum 25. f. m., til þess að yfirheyra síra Bjarna;
en liann var þá allur í burtu, en náðist þð nokkru
síðar á Eyrarbakka, og var fluttur hingað til kaup-
staðarins, og settur hér í gæzluvarðhald 31. f. m.
Póstgufuslcipið „Laura11 kom hingað frá ísa-
flrði 27. f. m. — Með skipinu kom hingað, auk
annara, sýslumaður Hannes Hafstein, og fðr hann
héðan með „Reykjavík upp í Borgarnes 3. þ. m.,
og ætlaði þaðan landveg vestur.
Drukknun. Fyrir skömmu drukknaði í Lagar-
fljðti yngismaður Halldór Jakobsson, brððir Jóns
alþm. Jakobssonar.
Málþráðafélag er stofnað á Akureyri, og byrj-
að að leggja málþráð milli Akureyrar og Oddeyrar.
Vatnavextir miklir, segir blaðið „Stefnir", að
orðið hafi í Eyjafjarðarsýslu 12. f. m., svo að engj-
ar skemmdust víða af leirburði, bæði í Eyjafirði
og í Hörgárdal. ______
Landsyfirréttardómur var kveðinn upp 2. þ. m.
i máli réttvísinnar gegn Halldóri prðfasti Bjarnar-
syni á Presthðlum, og var prðfastur algjörlega
sýknaður, og málskostnaður dæmdur af opin-
beru fé. — Héraðsdðmsins var getið í „Þjóðv.
unga“ þ. á.
Til heimalitunar
viljum vér gérstaklega ráða möimum til
að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa
verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum lit-
um fram, bæði að gæðum og litarfegurð.
Sérhver, sem notar vora liti, má ör-
uggur treysta því, að vel muni gefast.
í stað hellulits viljum vér ráða mönn-
um til að nota heldur vort svo nefnda
„Castorsvart“, því þessi litur er miklu
fegurri og haldbetri, en nokkur annar
svartur litur. Leiðarýísir á íslenzku fylg-
ir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaup-
mönnum alstaðar á íslandi.
Buch’s Farvefabrik, Studiestræde 32.
Kjobenhavn, K.
H.eynið munntóbak og rjól frá
W. F. Schram’s Eftf.
Fæst hjá kaupmönnunum.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
66
Nei, það var myndin af Angelíku, sem hann vildi
kyssa, — varð að kyssa. —
En nú vildi svo til, að einmitt sömu nóttina, sem
Jóhannes hafði valið, til þess að framkvæma þessa fyrir-
ætlun sína, höfðu og þjófar nokkrir áformað, að brjótast
inn i kirkjuna, stela þaðan listaverki Rafaels, og selja það
enskum skipstjóra, sem þá lá ferðbúinn á höfninni í Lí-
vorno, og hafði heitið þeim offjár fyrir.
Einn af þjófunum hét Raggiero. — Hann var ungur
og óharðnaður, og fékk svo mikla samvizku af fyrirætlun
þessari, að hann ásetti sér, að koma í veg fyrir hana, og
hljóp því i inyrkrinu til klaustursins, rakst þar á munk-
inn Martein, bróður Jóhannesar, og sagði honum, að í ráði
væri að stela myndinni úr kirkjunni þá nótt.
Marteinn innti hann aptur og aptur eptir því, hvort
þjófurinn yrði einn á ferð, og játti þá þjófurinn því, til
þess að leiða síður gruninn á félaga sína.
Að því búnu flýtti Raggiero sér aptur til félaga sinna.
„Hvað er að sjá þig“, kallaði foringi þjófa-flokksins
til hans, er hann sá hann álengdar „þú lítur út, eins og
drottins svikari!“
„Furða er, þótt jeg sé smeikur", sagði Raggiero,
„þar sem jeg gekk núna fram hjá klaustrinu, og heyrði
það af tali tveggja munka, að þeir hafa einhvern veginn
67
komizt á snoðir um ráðagjörð vora, og bíða vor í kirkj-
unni í nótt“.
Petta bragð Raggiero’s grunaði þjófana eigi, og varð
svo hverft við fregnir þessar, að þeir hættu við allt sam-
an, og höfðu sig bnrtu úr bænum sömu nóttina.
En nú víkur þar sögunni aptur til Marteins, er þjóf-
urinn var frá honum farinn. — Hann hafði lengi langað
að sýna, hve annt sér væri um rétt og heiður heilagrar
kirkju, og greip því fegins hendi þetta tækifæri, varaðist
að segja nokkrum frá fyrirætlan sinni, og reyndi nú að
herða upp hugann, sem mest hann mátti.
Hann rifjaði upp fyrir sér í huganum allar dýrðlinga-
sögurnar, sem hann kunni, minntist þess, hversu hetjurnar
helgu höfðu barið á heiðingjum, drekum og alls konar ó-
vættum, þolað ótrúlegar hættur, og getið sér ævinnan
heiður.
„Og skyldi jeg falla“, sagði hann við sjálfan sig,
„þá dey eg þó að minnsta kosti með þeirri meðvitund, að
jeg var að verja heiður vorrar heilögu jungfrúar“.
Að svo mæltu greip Marteinn langa sveðju, er stóð
í fordyri klaustursÍDS, gekk inn í kirkjuna, og faldi sig
þar.
Leið nú fram að miðnætti, svo að ekki bar til tíð-
inda, en þá læddist maður inn í kirkjuna, og laumaðist