Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1898, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1898, Blaðsíða 3
VII, 21. Þjóðviljinn xjngi. 83 gamli Imgsunarhátturinn hefir líklega ráð- ið því hjá þinginu, að þetta gjald var ekki alveg afnumið. Jeg lit svo á, að lausamennskan geti að mörgu leyti verið betri undirbúningur fyrir unga menn, undir sjálfstæða stöðu, eða bóndastöðuna, heldur en vinnu- mennskan. Mér virðist líka hinir ungu lausamenn, sem jeg þekki, tiltölulega vera efnilegri til framtiðar fyrir þjóðfólagið, en tómt- húsmennirnir margir hverjir. Það er ekki þessi bráða giptingar- ástríða, og næðisnáttúra, sem dregur þá til lausamennskunnar, eins og til tómt- húsmennskunnar, heldur sú lofsverða löngun, að hafa meira upp úr vinnu sinni, en i hjúastöðunni, með öðrum orðum, hreinn cg beinn gróðahugur, og um hann þykir mér svo vænt hjá hverjum ungum manni. Yertu seinn til að láta eyririnn, en fljótur til að ná krónunni, auðvitað allt með ærlegu móti. Það er lífsregla, sem jeg vildi óska, að ungu mennirnir hefðu hugfasta. Ef þeir fylgdu lienni dyggilega, ættu þeir margir hverjir meira, er að því kem- ur fyrir þeim, að sjá fyrir Jieimili, og inna af hendi skyldur sínar við þjóð- félagið. Þeir, sem nú fara i lausamennskuna af þessum hvötum, þeir spjara sig, og liætta við hana von bráðar, ef þeir sjá, að hún gefur niinna af sór, en hjfiastaðan. En því er ekki að neita, að með út- sjón og sparsemi, geta lausamennirnir opt haft meira upp úr vinnu sinni, en þeir hefðu í vist. Einkum á þetta reynd- ar við góðu árin við sjávarsíðuna. — En þá geta þeir lika aflað þess á einu ári, sem þeir hefðu þurft fleiri ár til i vinnu- mennskunni. Og þegar þessu er þannig varið, er það sannarlega eðlilegt, þótt ungir menn, sem oitthvort manntak er í, vilji freista hamingjunnar með því, að ganga í þessa stöðu. Auðvitað vrða þeir þá lika að taka efleiðingum lakari áranna, og fljótt kemur sjálísagt skarð í gróðann, þegar svo árar, að ötulir og friskir menn hljóta að vera sínir eða annara ómagar, eins og opt vill verða, þegar afiinn bregzt lengri eða skemmri tíma af árinu við sjávarsíðuna. En því læra lausamennirnir lika frem- ur að fara sparlega með efhi sín, og meta gildi vinnunnar og peninganna, en þeir, sem allt taka hjá öðrum. Svo er þeim lika optastnær innan- handar að ganga í vist, þegar þeim gott þykir. Bænclurnir þurfa ekkert að hlífa þess- um mönnum, þeir geta látið þá borga sanngjörnu verði hvað eina, sem þeir. leggja af mörkum við þá, og sveitafélög- in geta látið þá leggja sinn skerf til al- mennra þarfa; duglegu lausamennirnir geta þar gjört betri skil, en allur fjöld- inn af vinnumönnunum. En þú ert einlægt að tala u'm fyrir- mynda-lausamenn, þekkirðu enga af hinni sortinni? heyri jeg einhver segir. £>vi ber jeg ekki á móti, mig hefir stundum langað til að livisla að sumum þeirra: „Heyrðu kunningi; þér er betra að láta aðra segja þér, hvað þú átt að gjöra, en að sogja þér það sjálfur“. Þessir eru þeir, sem miklu sæmra er að vera alla sina æfi í vist, en eitt eða tvö ár í lausamennsku. Það eru þeir, sem gróðahugurinn og hin eðlilega og rótta sjálfstæðistilfinning ekki dregur til lausamennskunnar, heldur þessi garrili letingja- og ómennsku hugs- unarháttur, að hafa það ltægra, hafa minna fyrir lífinu, án þess að hugsa nokkuð umi að búa í haginn fyrir sig í ókomna tím- anum. Þessir menn hafa bezt afþví, að vera í ársvistum, og þeim heldur hörðurn, alla sína æfi, og á þann hátt hefir þjóðfólagið lang-mest not af þeim. Hvernig fer líka fyrir þessum kump- ánum í lausamennskunni? Þeir taka Hfið moð ró, það vantar ekki, en pyngjan léttist skjótt, hafi eitt- hvað í henni verið, eptir vinnumennsk- una. I ársvistunum höfðu þeir sinn deildan veð, í lausamennskunni heim- sækir sulturinn þá, og undan honura verða þeir svo fegnir að flýja til sama lands. En þessir menn geta líka liaft gott af lausamennskunni, þótt svona fari fyrir þeim. Þeir komast að raun um, að þeir eru ekki færir um að ráða sór sjálfir, það hefir lausamennskan kennt þeim, og sú upp- fræðing getur orðið þeim sjálfum, og einkum þjóðfélaginu, til mikils góðs. Það er sá mikli kostur við lausa- mennskuna, að lausamaðurinn ,getur hætt við hana, þegar hann vill, hvort sem er af því, að hann ekki dugir til að ráða sér sjálfur, eða af öðrum ástæðum. En sá, sem einu sinni er kominn í tómthúsmennskubaslið, verðpr all-optast að lifa i þvi alla sína æfi, sér og þjóð- félaginu til armæðu og tjóns, nema ef harðvítug sveitarstjórn tekur upp hreysið, og skipar þeim í ársvistir. Þarna hafið þið þá álit Hávarðar gamla á lausamennskunni, góðir menn. Hávarður karl. ■----ooogooo---- f Þorlákur stúdent Jónsson. A aðfangadagskvöld jóla vildi það sorglega slys til í Kaupmannahöfn, að stúdent Þorlákur Jónsson, einn afhinum mannvænlegu sonum Jóns heitins Sig- ! urðssonar á Gautlönduin alþingisforseta, i datt i sjóinn i myrkri, nálægt „fríhöfn- i inni“, og drukknaði. Þorlákur heitinn var fæddur að Gaut- löndum 21. ágúst 1870, en ólst að miklu leyti upp hjá dr. Grími Thomsen k Bessa- stöðuin, er kostaði hann til rnennta. — Yarð hann stúdent 1889 með lofs-einkunn, en sigldi síðan til háskólans, og lagði þar stund á málfræði. Hann var maður j góðum hæfilegleikum búinn, 0g hafði j nær lokið nárni við háskólann, svo að telja má að lionum eptirsjá. Jarðarför hans fór fram í Kaupmanna- höfn á gamlaársdag í viðurvist fjölda Islendinga, og flutti sira Júlíus Þórðar- son, er þá var staddur í Kaupmanna- höfn, likræðuna. ——-e> —— Vopnafjai'ðarlœkiiislíérað er af konungi veitt Jóni Jómsyni lækni, Guttormssonar pró- fasts í Hjarðarkolti í Dölum, sem þar lvaí'ði voi'ið settur læknir um krið. Kaþólskum mönnum i Reykjavík fer smá- fjölgandi, og kvað nú vera orðnir um ‘20 alla. — Ný kaþólslc kirkja var vígð þar í köfuð- staðnum á jólunum. IJm ínálfusrslumauMssýsIaairnnr við lands- yfirdóininn í Ileykjavík kvað þessir lögfræðing- ar kafa sófct: Hannes Thorsteinssen, Halldór Bjarnason, Maríno Hafstein, og — Einar Bene- diklsson. Nú koma góð kjör! Hjá undirrituðum eru enn þá til næg- ar byrgðir af öllu, er til heyrir reiðskap, og or selt svo ódýrt, sem unnt er, borg- un tekin í re-ikning, við flestar verzlanir lijer á staðnum, og móti peningum út í hönd or gefinn 10 °/0 afsláttur, og meira, ef rnikið er keypt. Þetta eru góð kjör! Leó Eyjölfsson, ísafirði.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.