Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1898, Blaðsíða 2
82
Þjóðyiljinn ungi.
VII, 21.
er á frammistöðu „Austra“ í þessu máli.
Hann úthúðar „Valtýskunni“ á allar lund-
ir fyrir það, að hún vilji leggja sérmál
íslands undir ríkisráðið danska, sem sam-
kvæmt Alþingistíðindum eru reyndar
örgustu ósannindi, en i niðurlagi sömu
greinar, ræður hann til að næsta alþingi
samþykki miðlunarfrumvarpið frá 1889,
það frumvarp, sem með berum og ótví-
ræðum orðum, leggur öll sérmál Islands
óskoruð undir úrskurð og atkvæði ríkis-
ráðsins danska. En miðlunin frá 1889
heíir einu sinni verið vegin, og léttvæg
fundin, og svo mun og fara um hana
að þessu sinni, þótt hún nú sé „komin
til Islands aptur alla viðskilin prakt“.
- -OOO^OOO----
Bréf úr Bjúpinu.
A kyndilmessu 1898.
Það er fremur dauft hljóðið í Djúp-
manninum um þessar mundir, dag eptir
dag, og viku eptir viku, varla fært út úr
dyrum fyrir óveðursfullum og ofviðris-
fullum útsynningi. Það má þvi svo að
orði kveða, að hver kúri þar, sem hann
kominn er, og enda kútvetlist og formæli
sér. Sumir óska jafn vel eptir norðan-
garði, vilja heldur, að Þorri syngi á þær
nótur, heldur en Iíarpa í vor. Síðan
með jólaföstu hefur að kalla verið fisk-
laust, og varla fiskvart hjá almenningi,
síðast er róið var, svo okki er heldur
liægt að gjöra sér dagamun með bless-
uðum bútungnum. Haustvertíðin var
einnig með rýrara móti. — Þau þokka-
lijúin Sultur og Seyra eru þegar farin
að gægjast inn í hýbýli surnra, og allt
útlit fyrir, að þau verði harðvistuð á
páskum hjá.mörgum, rætist ekki úr með
aíiann. Það er að vísu íllt afspurnar
fyrir Isfirðinga, að bjargarleysi skuli
vera fyrir dyrum hjá mörgum, ef ekki
fiskast í nokkrar vikur; reyndar lifir fjöldi
fólks eingöngu af sjónum, en undanfarin
ár hafa alls ekki verið nein fiskleysis ár,
þótt tvær seinustu vertíðirnar hafi verið
rýrar hér við Inn-Djúpið. Það verður
því ekki með réttu kennt árferðinu, enn
sem komið er, þótt hagur sumra sé
bágborinn, heldur því, hvernig með það
er farið, sem í bætur berst. — ísfirðing-
ar lofa Djúpið sitt mjög, og kalla það
gullnámu, og víst er um það, að mikilli
björg er árlega ausið úr þessari námu,
en það er eins og ausið sé í botnlaus
ker hjá ærið mörgum. Þvi meira, sem
aflast, því meiru er eytt, án þess að mæða
sig nokkuð með áhyggju um ókominn
tíina; að þvi leyti fylgjum vér ísfirðing-
arnir margir hverjir trúlega reglunni, að
láta hverjum degi nægja sína þjáning.
G-ullnáman okkar má því helzt aldrei
bregðast á neinum tima ársins, ef ekki
á að vera sultur og seyra hjá miklum
fjölda manna. Margir hafa næstum ó-
bifanlega trú á þyí, að hér við Djúp
bregðist aldrei fiskafli til langframa; en
það er eins og trúin á sparsemi og fyr-
irhyggju um ókomna tímann sé ekki
eins rótgróin. Það er þó vissulega ekki
ómögulegt, að fiskur geti brugðist hér, sem
annars staðar upp við land, og það eru að
minnsta kosti miklu raeiri lfkur til að
vertíðirnar hér við Jnn-Djúpið fari frem-
ur versnandi, en batnandi, eptir því sem
þilskipasægurinn verður meiri, sem mest
allt sumarið girðir fyrir allt Djúpið.
Jeg hef stundum verið að hugsa um,
hvilík óttaleg bágindi yrðu hér við Djúp,
ef eins langvinnt fiskleysi bæri hér að
höndum, og nú hefir gengið yfir sjávar-
sveitirnar við Faxaflóa sunnanverðan.
Þar hefir hin mikla garðrækt treint lífið
í mörgum manni, en hér er þvi bjarg-
ræði ekki til að dreifa, sökum skeyting-
arleysis mannannai —- Það er víst hrein-
asta undantekning, ef tómthúsmaður hér
við Djúp á garðholu, og hjá bændum er
garðrækt varla teljandi. Heldur ganga
menn iðjuláusir dag eptir dag, og viku
eptir viku, er ekki gefur á sjóinn, held-
ur en að rækta garðblett í kringum
kofann sinn, þótt nóg efni séu fýrir
hendi til að fá á þann hátt töluverðan
forða. Milliónir manna annars staðar í
hinum menntaða heimi iifa afgarðrækt,
en vér lslendingar viljum heldur lifa
mestmegnis á méli frá útlöndum, sem
opt er svikið, og svelta, þegar vér ekki
getum keypt það góðgæti dýrurn dómum,
heldur en að fá holla og góða fæðu upp
úr óræktarmóunum umhverfis kofana
okkar, með sárlítilli fyrirhöfn, í saman-
burði við arðinn.
——ooogooo-----
Lausamennskan.
Þeir segja sumir bændurnir hérna, að
jeg hafi alveg gleymt lausamönnunum,
þegar jeg heilsaði upp á tómthúsmennina
síðast.
Lausamennirnir séu þó engu betri,
heldur verri kynslóð, en tómthúsmennirn-
ir. Það lækki þó all-optast rostinn í
tómthúsmannagreyjununi, þegar tómthús-
mennskubaslið sé búið að taka úr þeim
húskarlagorgeirinn, og svo geti bændurn-
ir haft þá fastráðnn á útvegnum sínum,
með því að leigja þeim einhvern kumb-
aldann; hvort sá útvegur fær nokkurn
tíma bein úr sjó, eða ekki, gerir lítið til,
það má einlægt segja sveitinni til þessara
manna, þegar þá þrýtur algjörlega.
Við þossa lausamenn ræður maður þar
a moti ekkert, þeir eru út í kvippinn
og kvappinn, stundum suður á landi,
stundum fyrir austan, rói svo þar sem
þeirn sýnist, og sé.u yfir höfuð allra mestu
gikkir.
Þetta er nú og, - bændur góðir, þið
eruð af gamla skólanum, eins og jeg, og
ekld betri. Mér hefir allájafna þótt það
ljótt, hvernig þið farið sumir hverjir með
tómthúsmennina ykkar, þeir eru miklu
fremur ánauðugir þrælar, en frjálsir menn
hjá ykkur.
En þvi fer betur, að þossi hugsunar-
háttur er óðum að hverfa; en áður var
hann ekki fátíður.
En jeg ætla þá að stjaldra dálítið við
hjá lausamönnunum, þessum ungu borg-
urum, sem nú þjóta upp á hverri þúfu,
eins og gorkúlur i vætutíð.
Jeg skal þá strax segja ykkur það,
að mér er miklu botur við lausaménnina,
en tómthúsmennina, og þó hefir mcr opb
sárnað, að missa dugloga vinnumenn frá
rríér í lausamennskuna.
í mínu ungdæmi þekktust varla þessir
lausamenn; þá þótti ungum mönnum það
full-lífvænlegt, að vera. í vist, þangað til
þöir fóru að hokra, og íatt að segja, áttu
þoir þá að öllum jafnaði eins mikið, til
að byrja með búskapinn, eins og ungu
mennirnir almennt nú, þótt kaupið væri
niiklu lægra. En þárfirnar voru þá líka
miklu færri, sannar og ímyndaðar.
Jeg man lika, þegar gömlu lausa-
mennskulögin komu, sem gáfu mönnum
kost á að kaupa sig frá vistarskyldunni
fyrir 6 vættir, þá þótti sumum gömlu
bændunum það allt annað, en þörf lög.
„Bara til að ala upp lausung og flakk
í landinu“, sögðu þei^.
Mér hofir jafnan fundizt það óeðiilegt,
að menn þyrftu að kaupa það dýrum dóm-
um, að mega leita sér atvinnu á hvern
ærlegan liátt, sem þeir teldu sér bezt
henta, og þess vegna þóttu mér nýju
lausamennskulögin góð réttarbót, þau
lækka þó mikið þetta rangláta gjald, en