Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.04.1898, Page 2
114
ÞjÓÐVIT.JLVN' tjngi.
felldra synjana frá stjórnarinnar hálfu, og ráð-
herra íslands situr eptir sem áður í ríkisráðinu.
Þessi stjórnarvi'nja helzt meðan danska stjórnin
vill halda henni, og til að afnema hana þarf
hún enga stjórnarskrárbreyting, heldur vilja-
breyting hjá sjálfri sér. — Bogi gæti alveg eins
sagt, að greiðasti vegurinn til að útkljá stjórn-
arskrármálið, væri að samþykkja hina endur-
skoðuðu stjórnarskrá fyrri þinga þing eptir þing,
þótt hann viti full-vel, að slíkt leiddi til einkis
árangurs um óákveðinn tíma.
Vér höfum nú leitast við að sýna fram á,
hve þessi uppgjafarkenning Boga hefir við lítil
rök að styðjast; um önnur atriði í ritlingi þess-
um, sem ekki standa beinlínis i sambandi við
þetta uppgjafar-frumhlaup hans, hirðum vér ekki.
Vér óskum þess að endingu, að næst þegar liann
er sendur út af örkinni, til að rita um stjórn-
armál íslands, þá riti hann af hotri skilningi
og meiri sannleiksást. •— Vigur 2,’/a ’98. .
Sigurður Stefúgisson.
Til hans Marísar.
A fylgisnepli við „Hauk“ kefir Marís
nokkur Marísson, sem kallar sig Gils-
fjörð(!), látið pronta greinarstúf eptir sig,
or hann kveður ritaðan í umboði ýmsra
Bolvíkinga; á grein þessi að vera svar
gegn grein minni urn „Landlegurnar í
Bolungarvíkw í 14.—15. tölubl. „Þjóðv.
unga“. Enginn, sem þekkir í hvaða á-
standi manntetur þetta all-optast er, mun
furða sig á þvi, þótt ekki sé eitt orð af
viti mælt í greinarstúf þessum, að því einu
undanteknu, sem hann jetur eptir „Bol-
víkingi", er ritaði i 23. tölubl. „Þjóðv.u
um þetta mál. Á liinu furðar marga
meira, að nokkur Bolvíkingur skuli hafa
lotið svo lágt, að gefa Marís þessum um-
boð sitt til ritsmiða, en eptir því, sem
heyrst hefir, munu þeir ekki vera margir,
ef þeir eru nokkrir; að minnsta kosti
kvað öllum merkari mönnum þar í Yík-
inni þykja sér misboðið með þessari um-
boðs-yfirlýsing, en þó kvað þeim sárna
það mest, að Marís þessi, sem eptir því,
sem næst verður komizt, er sveitlægur
suður í Dalasýslu, og á þar liklega helzt
höfði sínu að að halla, skuli telja sig
Bolvíking, hvort sem það er nú af þvi,
að þeir telja slíkt, ef satt væri, blett á
byggðarlagi sínu. En það þori jeg að
fullyrða, að væri margir líkar Marisar
þessa á Bolungarvikur-Mölum, þá hefðu
dæmin, sem jeg nefndi í grein minni,
ekki heyrt til undantekningunum heldur
reglunnar. Þetta læt jeg vera nóg i
lengd og bráð fyrir Marís garminn.
Isfircfingur.
OOO^CO?-----
Aflahrögö. Þilskipin syðra afla prýðis vel
síðan þau fóru út, koma inn með 6—9000 eptir
viku og hálfsmánaðarútivist mest vænan og
feitan þorsk.
Útlit með afla á opnum skipum við Faxa-
flóa var þegar „Yesta“ fór úr Reykjavík, með
langbezta móti. í Grindavík var ágætur afli,
mokfiski í Höfnum, góður neta-afli i Gai'ðsjó
og einnig farið að fiskast á liandfæri og lóðir.
Austanfjalls sömuleiðis góður afli.
Á Austfjörðum því nær aflalaust í mestall-
an vetur.
Skipstrand. Frönsk fiskiskúta strandaði 6. f.
m. í Meðallandi. Skipverjar 25 að tölu hjörg-
uðust.
Botnverpingar hafa enn gjört töluverð spell
á veiðarfærum i Faxaflóa, sópað burtu þorska-
netum frá 5 eða fleiri skipum á Vatnsleysu-
strönd. Samgönguhanni amtsins við þá kvað
vera lítill gaumur gefinn; þeim fært vín af
landsmönnum, og frá þeim fluttur fiskur, hvað
sem yfirvöldin segja. Svo úthúða má sko þeir
hinir sömu stjórn og þingi fyrir aðgerðaleysi,
enda þótt af þeirra hálfu allt sé gjört, sem
hægt er að gjöraj til að hefta þenna ófögnuð.
Iíéraðsdómur er uppkveðinn í sakamáli
síra Bjarna Þórarinssonar, er hann dæmdur í
8 inánaða einfalt fangelsi og til að endurgjalda
póstsjóði (landsjóði) 321 krónu, sem og til að
greiða allan máskostnað.
Húshruni. Aðfaranótt 12. f. m. kom eldur
upp í steinhúsinu á Héðinshöfða i Þingeyjar-
sýslu, þar sem Bened. sýslumaður Sveinsson
áður hjó, hrann það allt að veggjunum frá töld-
um. Húshúnaði varð bjargað að mestu, en
matvæli brunnu öll. Húsið var vátryggt fyrir
10 þús. kr.
Yetrarfar og heyleysi. Snjóþyngsli hafa
verið óvanalega mikil á Suðurlandi miðpart
þessa vetrar og þar til í ofanverðuin f. m. að
hlánaði. Heyleysið, þessi gamli talandi vottur
um fyrirhyggjulausan ás.etning hænda og skey t-
ingarleysi með hústofn sinn, var þegar orðið svo
mikið, að í sumum sveitum var tekið að skerá
pening, og útlit, fyrir holfelli ef hatinn hefði
dregist nokkuð lengur. Landhúnaðurinn vor
ísiendinga, — hann er ekki á marga fiska. —
Lög staðl'est. Frá síðasta alþingi eru eptir-
fylgjandi lög staðfest: LÖg um að sýslunefnd-
inni í Árnessýslu veitist heimild til að verja
aílt að 12000 kr. úr sýslusjóði til flutnings-
brauta. Lög um útbúnað og ársútgjöld spítala
handa holdsveikum mönnum. Lög um aðgrein-
ing lioldsveikra frá öðrum mönnum, og flutning
þeirra á opinberan spítala. Lög um bólusetn-
ingar. Lög um horfelli á skepnum. Lög um
sérstakt brúargjald.
Lögum synjuð staðfestingar. 4. febrúar
hefir enn verið synjað konungsstaðfestingar:
lögum um stofnun lagaskóla Og lögum um
kjöi'gengi kvenna; eru þá fern lög frá síðasta
þingi þegar komin í gröfina, en 8 lög eru enn
óafgreidd af stjórninni.
VII, 29.
Ritlingur Boga Tli. Mclsteds, sem getið liefir
verið um hér í blaðinu, hefir fengið maklegan
dóm, bæði hjá „ísafold11 og „Þjóðólfi“, það kveð-
ur svo rammt að, að „Þjóðólfi11 dámar ekki
grænkan, og vill hann þó auðsjáanlega leggja
líknarlófana að þessu politiska afstyrmi Hafn-
arstúdentanna.
A'ilhjálmiir Jónsson, bróðir Klemenz sýslu-
manns, ritar nú hverja ádeilúgreinina á fætur
annari í „Þjóðólfi", gegn ritstjórum „ísafoldar11
og „Þjóðviijans11; er af þeim ritsmíðum það
.skjótast að segja, að þær væri hetur óritaðar
en ritaðar, eins og yfir höfuð öli þessi persónu-
lega áreitni í politík vorri.
Strandhátar þeir, er hið sameinaða gufuskipa-
félag ætlar að hafa hér í föruni umhverfis land-
ið í sumar og framvegis, heita „Skálholt11 og
„Hólar“. Þeir eru keyptir frá Noregi og eru
nýlegir (smíðaðir 1893), „Skálholt" á að fara
vestur um land, er skipstjóri á honum Aasberg,
er verið hefir 1. stýrimaður á „Lauru“. „Hól-
ar'' eiga að fara austur um land, er skipstjóri
á þeim bát Jakobsen, sem verið hefir 1. stýri-
maður á „Tbyru“. Bátarnir eru yfir 300 ton
að stærð. Þeir komu til Reykjavíkur 10. apríl,
og byrja ferðir sínar þaðan um miðjan mánuðinn.
Mannalát. '
27. febrúar andaðist óðalshóndi Þorhjörn
Ólafsson á Steinum í Stafholtstungum, sjötug-
ur að aldri, hinn mesti merkisbóndi og tjáður
vel. Einkasonur hans er Gunnar kaupmaður í
Reykjavík. ,
. 28. f. m. lézt í Rcykjavík W. G. Spence
Paterson, brezkur konsúll, á 41. aldursári. Pat-
erson var skozkur að ætt og uppruna, hafði
hann dvalið hók á landi í 20 ár. Hann var
lipur gáfumaður, talaði og ritaði íslenzku sem
innlendur væri, hið mesta Ijúfmenni, og yfir
höfuð valinkunnur sæmdarmaður.
Nýlega er og látinn hér vestra Árni J.
Thoroddsen frá Látrum í Rauðasandshreppi,
nær áttræður að aldri. Ilann var bræðrungur
Jóns sýslumanns Thoroddsens, bjó hann longi
á Látrum góðu búi, en andaðist hjá syni sínum
í Kvígindisdal.
ísafirði 16. apríl '98.
Tíðarfar. Það sem af er þessum mánuði
hefir verið stillt tið, en optast fremur köld;
dagana 5.—'6. þ. m. var mesta frost sem komið
hefir á vetrinum 12—13 gr. á R.
Maður varð úti aðfaranótt 1. þ. m. Guðm.
Bjarnason að nafni, vinnumaður frá Uppsölum
í Seýðisfirði. Hafði maður þessi seint um kvöld-
ið farið að heiman til næsta bæjar, Eyri í Seyð-
isfirði, ásamt manni þaðan. En er þeir voru
komnir rétt undir tunið á Eyri, varð honum
skjótlega illt, svo liann lcomst ekki lengra, fór
förunautur hans þá heim á bæinn til að fá
mannhjálp að koma honum heim. En er til
var komið, fannst hann ekki þá um nóttina, og
ekki fyrri en lýsti um morguninn eptir, og þá
með litlu lífi, og andaðist hann innan lítillar
stundar.
Fiskleysið er hið sama í öllu Inn-Djúpinu;
reynt i Vigur fyrir fisk á laugardaginn íyrir
páska og ekki fiskvart. Inn-Djúpsmenn streyma