Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1898, Blaðsíða 2
118
ÞjÓSVILJINN UNGI.
uppruna sinn að rekja til skólanna. Þetta
er líka svo eðlilegt og sjálfsagt sem nokk-
uð getur verið; skólakennarar ættu að vera
færustu raennirnir til að semja kennslu-
bækur í þeim námsgreinum, sem þeir
sjálfir kenna, og hafa því gert að lífs-
starfi sínu. Jeg hefi séð nokkrar kennslu-
bækur í búnaðarvísindum, og flestar þeirra
hafa verið eptir skólakennara í þeim fræð-
um, að því er mig minnir. Þeir hafa
getað samið þær í tómstundum sínum;
þetta á nú að vera lítt mögulegt fyrir
búnaðarskólakennara vora. Þeir hafa sjálf'/
sagt miklar annir, en eins og þeir geta
haft önnur fangsmikil störf í hjáverkum
með skólastörfum sínum, og enda verið
mánuðum saman erlendis í ýmsum er-
indagjörðum, eins mætti ætla, að þeir
bæði vildu og gætu varið nokkruaftóm-
stundum sinum til að semja þær bækur,
sem teljast mega eitt aðal-skifyrðið fyrir
því, að kennslan á búnaðarskólunum geti
komið að tilætluðum notum.
Að mér hafi gramist það við herra
Feilberg, að hann ekki vill fækka bún-
aðarskólunum er ósatt sem annað í grein
þessari, enda getur víst enginn, nema
höf. lesið það út úr grein minni, en hann
les hana líkast því, sem sagt er, að ein
ónefnd persóna lesi biblíuna. En þess
væri óskandi, að höfundi þessum gremd-
ist við sjálfan sig, hversu hörmulega
honum hefir tekist með þessa ritsmíð
sína, því að það gæti orðið til þess, að
hann annaðhvort hætti sér ekki aptur út
í það, að rita um það, sem hann ber
eins sár-lítið skynbragð á, eða þá vandaði
sig betur. 8. St.
ÚtlöndL.
Spánn og Bandaríkin. Ófriður er að
eins talinn óbyrjaður milli Spánverja
og Bandamanna, út af aðförum Spán-
verja á Cuba. Bandamenn þykjast þess
vísir orðnir, að herskipið „Main“ frá
Bandaríkjunum, er sprakk í lopt upp
á höfninni í Havanna 15. febrúar í vetur,
og áður er getið um hér í blaðinu, hafi
farizt af völdum SpánVeija; hafi ekki
kviknað í púðurklefanum, heldur hafi
sprengivél, sem lögð hafi verið undir
skipið, grandað því. En Spánverjar vís-
uðu skipinu til lægis. Er þessi grunur
einkum hafður að yfirvarpi til ófriðarins.
Rætist þessar ófriðarspár, má telja veldi
og yfirráðum Spánverja á Cuba lokið.
Gladstone lá fyrir dauðanum síðast í
f. m., og töldu læknar honum enga bata-
von. Yið lát hans á 19. öldin að sjá á
bak einum sínum mesta og bezta manni.
Andrée, loptfarinn sænski, er sagður
kominn fram í Klondyke gull-landinu
mikla, en allar áreiðanlegar fregnir vant-
ar enn um þetta. —
Landstjóri á Krít er taiið víst, að
verði Georg Grikkja prinz, þrátt fyrir
mótmæli soldáns í Miklagarði, og eigi
hann að halda þvi embætti æfilangt.
Storveldin „tönglast nú og tyggjast"
úm ýmsa skanka af hinu himneska ríki
(Kínaveldi) austur í Asíu, og vill hver
þar ná sem beztu beini.
Þingkosningar í Danmörku fóru fram
5. þ. m. og unnu vinstrimenn hinn glæsi-
legasta sigur, eru þeir nú í algerðum meiri
hluta í fólksþinginu 63 af 113. All-lik-
legt þykir að ráðaneytisskipti muni fyrir
höndum í Danmörku, og að vinstrimenn
muni nú loks skipa hið danska ráðaneyti.
Dómnum í Zola-málinu er skotið til
yfirdóms til ónýtingar söku'm formgalla.
Úrslit óviss.
Landi vor Dr. Finnur Jónsson er
gerður professor við háskólann í Höfn.
- ■•■•oOO&OCO '■
Ný fiskiveiöafélög.
Salomon Davíðsson stórkaupmaður í
Höfn hefir keypt allar verzlanir Jóns
heitins Guðmundssonar við Breiðafjörð,
sem og allar jarðeignir og þilskip þess
dánarbús. I sambandi við þessi kaup er
fýrir forgöngu Davíðsons stofnað fiski-
veiðafélag með 400,000 kr. höfuðstól,
ætlar það að reka fiskiveiðar á Islandi
bæði með seglskipum og gufuskipum.
Framkvæmdarstjóri félagsins á íslamli
er kaupm. Björn Sigurðsson, er um und-
anfarin ár hefir veitt verzlunum Jóns
Guðmundssonar forstöðu.
A Austfjörðum eru og stofnuð tvö
fiskiveiðafélög, annað fyrir forgöngu
stórkaupm. Thor E. Tulinius í Kaup-
mannahöfn, en hitt er sagt, að verzlun-
arhúsið 0rum & Wulf hafi sett á lagg-
irnar, eiga bæði þessi félög að reka
fiskiveiðar hér við ísland með gufuskip-
um.
Aptúr á móti er fullyrt, að hin mik-
ilfenglega fiskiveiðafélagsstofnun i Es-
bjerg á Jótlandi, sem talað var um í
blöðunum í vetur, og sem fullyrt var að
ætlaði að veiða hér við land, muni dott-
in úr sögunni; ekki fengist nóg fé til
fyrirtækisins, þegar á átti að herða. —
----í*»r --
VII, 30.
Landsliöi'ðingi fer útan. Ekki kvað það rétt
vera, er fréttist í vetur, að landshöfðingi væri
kvaddur utan af stjórninni, en almælt er syðra,
að hann muni hregða sér til Hafnar í vor.
Sjálfsagt er erindi haiis að tala við stjórnina
um stjórnarskrármálið, og. væri óskandi, að eitt-
hvað gæti við það greiðst úr þeirri bendu, sem
mál þetta er komið í. Það er ekki efandi, að
landshöfðingi muni ^framfylgja tillögum sínum
frá ’95 við stjórnina, og takist honum, sem
líklegt er, að ná samkomulagi við stjórnina um
þær, má telja víss, að hann hér á landi hafi
fylg'i allra stilltari og gætnari manna, til að fá
þeim hreytingum á stjórnarskránni framgengt,
er tillögur hans gefa tilefni til. Færi nú svo,
að vinstrimenn kæmust til valda við kosningar
þær, sem nú standa yfir í Danmörku, þá er
ekki óhugsandi, að einhver rýmkvun fengist á
ríkisráðsspursmálinu, og inætti þá telja viðun-
anlegar lyktir fengnar á þessu máli, að minnsta
kosti' i hráðina.
Eptir því, sem stjórnarskrármálinu nú er
komið, munu tillögur landshöfðingja frá ’95,
eða sú stjórnarskrárhreyting sem á þeim er
hyggð, vera það eina, sem nokkur von er um,
að fengið geti fylgi meiri hluta þings og þjóðar. í
tillögum þessum er fólgin mikil stjórnarbót,
og takist landshöfðingja að sameina stjórn og
þing um þær, hefir hann unnið hið mesta þarfa-
verk. Það er því mikið undir því komið, að
þessi ferð landshöfðingja takist vel, og verði til
að efia það traust, er hann þegar hefir áunnið
sér hjá mörguin með tillögum sínum í þessu
máli.
Læknalögin. Læknastéttinni kvað heldur
en ekki hafa hrugðið í hrún við synjun lækna-
laganna frá síðasta þingi; er það ails ekki að
furða, því að eptir því, sem máii þessu gekk á
þinginu, er lítil von til þess, að læknar fái eins
góðar, auk lioldur hetri umbætur á kjörum sin-
um, en lög þossi höfðu inni að haldn. Stjórnin
heiir opt beitt Synjunarvaldinu hvatvislega og
ástæðulítið, en sjaldan hefir hún með synjun
sinni gengið eins í herhögg við alla sanngirni
°S skynsamleg rök, eins og með þessari synjun.
Hún ieggur sjáif málið fyrir alþingi, og viður-
kennir þar með. að nauðsyn hori til, að bæta
kjör þessara omhættismanna; þingið verður við
áskorun hennar, með litilfjörlegum breytingum
á frumvarpi hennar. Landshöfðingi mælir hið
hezta fram með lögunum, og sýnir Ijúslega fram
á, að þeir gallar, som frá stjórnarinnar sjónar-
miði kunni að vera á löguilum, séu ekki svo
verulegir, að þeirra vegna sé ástæða til að synja
um staðfestingu, og það því síður, som toijá
megi mjög óvíst, að jafn gúð réttarhót fyrir
læknastéttina fáist seinna, ef þessari só hafnað.
Allar þessar góðu og giidu röksemdir hefir
stjórnin að engu, og skýtur með synjun sinni
þessu nauðsynjamáli á frest um óákveðinn tíma.
Þessi aðferð stjórnarinnar kemur auðvitað lang-
harðast niður á læknastéttinni, en hún er líka
ljóst dæmi þess, hversu fjárveitingavald alþing-
is er af skornum skammti mælt af stjórninni.
Afdrif þessa máls eru líka ágætt sýnishorn af
heimastjórnarvaidi landshöfðingjans, er sumir
nú á dögum vilja hyggja framtíðar-auðnu íslands
á. Má af þessu ráða, hve landsliöfðingi muni