Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.06.1898, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.06.1898, Blaðsíða 1
Verð nrgangsins (minnst 48 arlca) 3 kr.; erlendis 4 kr., og í Ameriku doll.: 1,20. Borgistfyrirjúní- mánaðarlok. M 37. ÞJOÐVILJINN UNGrl. - :=r[= SJÖUNDI AE8ANGUIB. —| .—- -—f—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. —i-- ÍSAFIRÐI, 18. JÚNÍ. Uppsögn skrifleg, ó- gild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar. 1898. Arsrit kvennfélagsins. Ólafía Jóhannsdóttir: Þáttur íslenzkra lcvenna í stjórnarmálinu. Stofnun kvennfélagsihs og kvennfé- lags-ársritsins var almennt rujög vel fagnað liér á landi. Alla vini kvennróttindamálsins gat eigi annað, en glatt það, að kvennfólkið kom sjálft fram á leikvöllinn, til þess að berjast fyrir auknum réttindum kvenna, og ta.ka jafn framt þátt í umræðum um önnur málefni landsins. Það hafði verið vana-viðkvæðið hjá ýmsum, þegar um aukin róttindi kvenna var að ræða, að kvennfólkið sjálft kærði sig ekkert uro þess konar róttarbætur, og gagnvart þessum og þvílíkum kenn- ingum var því stofnun kvennfélagsins einkar nauðsynlegt og áhrifamikið tím- anna tákn. Og þar sem kvennfólagið og ársrit þess jafn framt setti sór það mark, að taka, auk kvennróttindamálanna, einnig þátt í umræðum um önnur landsmál, ept- ir því sem við þætti eiga í þann eða þann svipinn, var það einnig vel til fall- ið, að konur sýndu þannig í verkinu, að þær álitu sig, engu síður en karlmenn, hafa rétt og skyldu, til þess að láta til sín heyra, um hvaða þjóðarmálefni sem væri. En þegar kvennfólagið lót ársrit sitt taka til máls um eitthvert þeirra ágrein- ingsmála, sem nú eru á dagskrá þjóðar- innar, þá hefðu menn getað vænzt þess, að það í byrjuninni færi með nokkurri varúð, og forðaðist um fram allt að kveða upp órökstudda dóma. Ollum riður á því, að rökstyðja orð sin og dóma, en ekki sízt þeim, sem fyrst eru að koma út á leiksviðið, og þurfa að vinna sór traust og álit; og hvað kvennfélagið og ársrit þess snertir, er þetta okki hvað sízt áríðandi, því að vel getur svo farið, að órökstuddir dómar, sem það kveður upp um ýms þau mál- efni, er ekki varða kvennréttindin sér- staklega, verði þess valdandi, að sumir meti þá minna orð fólagsins og gjörðir, að því er þau málefnin snertir, sem kvennfólagið sérstakloga ber fyrir brjósti. Það er þvi mjög óheppilega farið, að kvennfélagið hefir í ár látið ársrit sitt flytja stjórnarskrárgrein eina, eptir ungfrú Ólafíu Jóhannsdóttur, sem svo er úr garði gerð, að kvennfélaginu og ársriti þess er vansómi að. Enda þótt ársrit kvonnfólagsins, er nefnda grein flytur, só þegar fyrir all- löngu sent út um land, höfum vór þó enn eigi orðið þess varir, að neitt af blöðum vorum hafi minnzt á grein þessa, og stafar það að Kkindum eingöngu af því, að höfundurinn or i pilsi. En þegar konur taka þátt í almenn- um málum, virðist það ekki nema sjálf- sagt, að sú hluttaka þeirra só metin og dæmd eptir svijmðum mælikvarða, sem framkoma karlmanna. Hitt, að lofa konum ómótmælt að „scandalísera“ í ræðu og riti, og strá út um landið hvers konar órökstuddum vit- leysum og lokleysum, væri misskilinn miðalda riddarakáttur, sem vonum bráðar myndi verða sjálfum þeim skaðlegastur, því að i stað andmælanna kæmi þá þegj- andi fyrirlitning, svo að áhrif þeirra á almenn mál hlytu að fara minnkandi, en eigi vaxandi. Ungfrú Ólafía Jöhannsdóttir getur þess í upphafi ofan nefhdrar greinar sinnar, að áform sitt hafi verið að skrifa i ársrit kvennfélagsins þetta ár um hagi og rétt- indi kvenna i Yesturheimi, en að hún hafi, þegar til framkvæmdanna kom, séð, að hún „þurfti að safna miklu efni, ef þetta ætti að vera svo gjört, að i lagi færi“. Um stjómarskrármálið var aptur á móti öðru máli að gogna; þar þurfti ekki ungfrúin efni að safna, og þá var svo sem sjálfsagt að skrifa um það. Yér höfum tekið þetta fram, af þvi að það lýsir svo mæta vel þeirri hugsun margra hér á landi um þessar mundir, að um stjórnarskrármálið geti allir dæmt og skrifað, án þess þar þurfi undirbúning, enda þótt það só í raun og veru eigi á annara hæfi, en lögfræðinga, og þaulæfðra stjórnmálamanna, að rita um ýms þau atriði, er mestum umræðum sættu á síð- asta þingi, svo sem um ríkisráðssetu ráð- lierrans, ákvæði núgildandi stjórnarskrár og stöðulaga þar að lútandi, um þýðing ráðgjafa-ábyrgðar o. fl. En þetta stóð eigi ungfrúnni í vegi, fremur en hr. GuSm. Friðjónssyni á Sandi, og öðrum politiskum grænjöxlum vorum. Ungfrúin kveður þvi óhikað úpp sína dóma, og eggjar ísl. konur fastlega til fylgdar sór. En merkilegt er það, að hvar seip í ritgjörð ungfrúarinnar er litið, þá sést hvergi hin minnsta viðleitni til þess, að færa rök fyrir einu einasta atriði, svo að greinin er í raun og veru eigi annað, en einn politiskur grænjaxlaklasi, sem nokkr- um upphrópunum og andvörpunum jung- frúarinnar er flóttað innan um. Á bls. 11 talar ungfrúin þannig um „tilraunir, er gjörðar hafi verið á siðasta sumri, til að láta ísland afsala sér rótti sínum!“ En viðleitni til þess að rökstyðja þetta, eða sýna fram á,, í hverju þetta afsál sé fólgið, sór maður auðvitað hvergi. Á bls. 14 segir ungfrúin um dr. Valty Guðmundsson: „Öll framkoma hans í þessu máli hefir verið svo löguð, að jeg vildi óska, að enginn þyrfti nokkurn tíma að minnast á hana framar!“ En í hverju þessi framkoma dr. Valtýs hefir verið fólgin, eða hvers vegna hún verðskuldi þenna fordæmingardóm, fá les- endumir ekki eitt orð að heyra um. Og á bls. 16 áróttar svo jungfrúin þessi ummæli sin um dr. Valty með því að segja, að „sá maður, sem hefði farið svona að ráði sínu í gamla daga, hefði verið álitinn landráðamaður!“ — Á sömu bls. talar hún og um „að binda róttar- stöðu heillar þjóðar um aldur og æíi að henni fornspurðri“(!), og talar um „yfir- skinsákvæði í stjórnarbót dr. Valtýs um löglega innlimun íslands í Danmörku og i

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.