Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. ðO aur.; erlendis 4 kr 50 cmr.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGrl. — 1—- Áttundi áröangur. —[ —-— I—lao^p— RITSTJÓai: SKÚLI THORODDSEN . =1^0^ ! Uppsögn skrificg, ígi nerna komin sé til ntgej'- anda fyrir 30. dagjúní- mánaðar. og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 5.-6. ÍSAPIRÐI, 20. OKT. 18 9 8. trtiöna. [Enn um drottningarmorðið: — Morðinginn. — Líkið flutt til Vínar. — Vín í sorgarbúningi. — Villijálm u r keisari og v erkfollin. — Nicolaj keisari stefnir til friðarþings. — Ýmislegt]. I útlendu fréttunum í síðasta nr. blaðs þessa var þess getið, að Elízabeth, keis- arafrú í Austurríki, hefði verið myrt i f. m., og skulu bér greind hin nánari atvik við morðið. Elísabeth drottning hefir á seinni ár- um löngum verið mjög heilsutæp, og brá hún sér því í öndverðum f. m. til Sviss- aralands, til þess að vita, hvort ferðalag- ið í hinum unaðsfögru fjalladölum Sviss- lendinga yrði sér eigi til heilsubótar. — Var drottningin mjög fámenn á ferðalagi þessu, og ferðaðist „incognito*u, sem kallað er. — Hafði ferðalagið haft hin beztu áhrif á heilsu hennar, svo sem hún tjáði keisaranum, bónda sínum, í bréfi einu, er hún ritaði honum siðustu dag- ana, og var nú að þvi komið, að hún sneri heim aptur, til þess að taka þátt í hinum viðhafnarmiklu hátiðahöldum Austurríkis- og Ungverjalands-manna, út af 50 ára ríkisstjórnarafmæli keisarans. Laugardaginn 10. sept. var drottn- ingin stödd i Genf, skoðaði þar allt hið markverðasta, og var í óvanalega léttu og glöðu skapi; ætlaði hún þaðan um kvöldið með gufuskipi einu til Caux, með einni hirðmeyja sinna, en hitt föru- neyti hennar skyldi halda þangað landveg. En er drottningin gekk með hirð- rneynni, frá gistihúsi því, ©r hún hafði buið í, ofan á bryggjuna, segir hirðmær- in svo frá, að maður einn hafi komið liratt gangandi á móti þeim, og erhann kom að drottningunni, var svo að sjá, sem honum skrikaði fótur, og sá hirð- mærin, að hann um leið bar eitthvað til aðra hendina, svo sem til þess að styðja sig, að þvi er hún hélt; en í sömu svip- an hné drottningin í ómegin, og maður- inn hljóp, sem örskot í burtu. — Drottn- ingin raknaði þó brátt við aptur, komst út á bryggjuna„ og út í skipið, er þegar lagði frá landi; en þá féll drottning þegar aptur í ómegin. — Fóru þá samferða- mennirnir, sem ekki höfðu neina hug- tt'ynd um, hver farþeginn var, að stumra yfir henni, skvettu á hana vatni, og færðu hana úr klæðum, og sást þá, að hún var blóðug á brjósti. — Drottning *) idncofínito“ er það nefnt, er þjóðhöfðingj- ar ferðast undir dularnafni, til þess að vera iausir við ymis konar viðhöfn, er vant er að íagna komu þeirra með. — raknaði þá og við í svip, og spurði: „Hvað gengur á“, og voru það 3Íðustu orð hennar, því að enda þótt skipið sneri þegar við, og drottning væri þegar flutt til gistihúss þess, er hún hafði búið í i Genf, þá andaðist hún, er þar kom. Læknar, er rannsökuðu líkið, sáu þeg- ar, að hún hafði verið rekin í gegn, og hafði rýtingurinn snert hjartað, og gengið að nokkru gegnum lungun, ogþykirþað votta afar-mikið vi]ja-þrek drottningar, eða má ske öllu heldur ofboðsæði, að hún, þannig útleikin, skyldi komast út á skip. — Morðinginn, ítalskur stjórnleysingi, Lucchení að nafni*, náðist þegar, með þvi að maður einn, er séð hafði tilræði hans við drottninguna, og hélt reyndar, að hann hefði að eins barið hana, hljóp á eptir honum, og náði honum. — Braust Lucchení fast um, reyndi að slita sig lausan, og æpti: „Slepptu mér! Þú ert annar hundurinn, sem sparka ætti í. — En hún hefir fengið nægju sína! Hún er frá, vertu viss um það!“ Morðtólið, þjalarrýtingur, 16 centi- meter á lengd, fannst- á strætinu, og kveðst Lucchení hafa valið það morðvopn, með því að hann teldi það öruggast og hættulegast. Luigí Lucchení er fæddur í Paris árið 1873, og ber ættarnafn móður sinnar, er var itölsk, með því að hann varð aldrei feðraður. — Hefir hann mest hafzt við i Austurríki og á Ungverjalandi, en þó einnig á ítaliu, þar sem hann hefir ley’st af hendi hervarnarskyldu. — Sagt er, að lögreglumenn á Italíu hafi lengi haft vakandi auga á Lucchení, sem var al- kunnur, sem einn hinna æstustu i ..an- arkista“ flokki, með því að lögreglan hafði fengið pata af því, að hann sæti eptir færi, til að myrða Umberto konung, enda hefir Luccliení nú i fangelsinu lýst þvi yfir, að slikt hefði verið sér sannar- leg ánægja. — Yar hann i öndverðum sept. ný kominn til Genf, og er hann komst á snoðir um, að keisarafrúin, sem hann þekkti, væri þar stödd, var hann á sífelldu vakki umhverfis gistihúsið, sem hún bjó í, unz hann fékk illræði sínu fram kotnið. Eins og skýrt var frá i siðasta blaði lætur Lucchení hið bezta af verki sinu, enda þarf hann og eigi dauðahegningu að óttast, þar sem sú hegning er úr lög- um numin i Genf, enda engin heimild til þess í lögum Svisslendinga, að fram- selja manninn, þó að Austurríkismönnum sé nærri höggvið. *) í útlendum blöðum var morðinginn fyr.st nefndur Luccesí, en Luccclmí er rétta naínið. — Ritstjóri þýzka blaðsins „AViener Journal“, er haft hefir tal af Lucchení í fangelsinu, lýsir samræðum þeirra á þessa leið: Ritstjórinn: „Hvernig gátuð þér feng- ið af yður, að fara að myrða göfúgan, varnarlausan kvennmann ?“ Morðinginn: „Jeg er anarkisti! Sú hugsjón, sem fyrir mér vakti, var að drepa einhvern af oddborgurum hins miskunnar- og hjarta-lausa mannkyns, og það hlutverk mitt hefi eg nú af hendi innt, og um heimsins dóm hirði eg eigiu. Ritstjórinn: „Þér talið um hugsjónir, og hafið þó gert yður sekan i þrefalldri ragmennsltu, þar sem þér myrtuð göfuga konu, flýðuð, og drýgðuð glæpinn í Genf, af því að dauðahegning er þar úr lögum numinu. Morðinginn: „Jeg er enginn raggeit, og þvi hefi eg i dag sótt til stjórnarinn- ar um dauðadómu. Dómarinn grípur fram í: „Umsókn yðar er lögum gagnstæð, þvi að málið verður að dæmast i Genf“. Ritstjórinn: „Þekktuð þér Caserio (morðingja Carnot's forseta)?“ Morðinginn: „Nei, ekki persónulega, enda hefi eg drýgt þessa dáð, án þess að taka mér nokkurn til fyrirmyndar". Ritstjórinn: „Hafið þér ekki i dag heyrt kirkjuklukknahljóminn, i kveðju skyni við keisarafmna?u Morðinginn: „í minum eyrum hafði sá ómur annað að þýða. — Hringingin var líksöngur oddborgaranna11. — Lík keisarafrúarinnar var 14. sept. flutt af stað frá Genf, og fylgdu allir helztu höfðingjar Svisslendinga til járn- brautarstöðvanna. Fremstir gengu ýmsir hermenn, skrúðbúnir, en þá kom líkvagn- inn, er 4 hestar, með silfurofnum ábreið- um, og svörtum og hvítum fjaðraskúfum, drógu, þá ýmsir vagnar, fullir afskraut- legustu líkkrönsum, þá annar hermanna- flokkur, stjórnarráð Svisslendinga o. fl. o. fl. — En alls staðar, er járnbrautar- lestin nam staðar á leiðinni, kváðu við kirkjuklukkurnar, og kom líkfylgdin til Vinar, aðseturstaðar Austurríkiskeisara, að kvöldi 15. sept. Var þá Vínarborg öll í sorgarbúningi, hvívetna sáust sorgarfánar, og meðal ann- ars blöktu 4 svartir fánar, 30 álna langir, frá turni Stefánskirkjunnar. — Konungur vor, og allir aðrir þjóð- höfðingjar, hafa vottað Franz Jbsep keis- ara alúðlegústu samhryggð sina, og munu flestir þeirra senda fulltrúa sína til jarð- arfararinnar. — — — Vilhjálniur Þýzkalandskeisari hélt ný skeð veizluræðu eina, sem vakið liefir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.