Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Page 3
VIII, 5.-6.
ÞjÓÐVILJINN' ungi.
19
Þó tækirðu’ á öllu aíii,
og öllu þolgæði og vilja,
þá barði’ ’arm þig; bólginn af reiði
bæn þína vildi’ hann ei skilja.
I hörkunum hríðskalfstu úti,
hungraður, lúinn og marinn,
meðan sig varmennið vermdi
í veitingasalnum við arinn.
Yeslingur, köld voru kjör þín,
— kjör þau, að liða og þegja;
en nú áttu ekkert eptir
annað, en barasta’ að deyja.
J. Magnús Bjarnason.
t Sigmundur Erlingsson,
fyrrum óðalsbóndi í Vigur,
var fæddur á Horni í Arnarfirði, 25. apríl
1830, eptir þeim upplýsingum, sem séra
Richarð Torfason hefir góðfúslega í tó
látið, eptir prestþjónustubókum Rafnseyr-
arprestakalls, og voru þá foreldrar Sig-
mundar þar ógipt vinnuhjú hjá Jóni
garðyrkjumanni Sveinssyni. Erlingur fað-
ir hans var sonur Sigmundar bónda á
Hálsi á Tngjaldsandi, Þorgilssonar í Bæ
i Súgandafirði, Erlingssonar bónda i Siig-
andafirði, Þorgilssonar frá Kirkjubóli,
Jónssonar. — Móðir Erlings Þorgilsson-
ar i Bæ í Súgandafirði var Astríður,
dóttir séra Tómasar Þórðarsonar á Snæ-
fjöllum (f 1670.) Móðir Þorgils Erlings-
sonar í Bæ var Ragnheiður Pálsdóttir,
systir Halldórs, fóður Páls hreppstjóra
í Arnardal (f 1827), sem margt merkis-
fólk er frá komið. Kona Þorgils í Bæ,
og móðir Sigmundar á Hálsi, var Mar-
grét, dóttir séra Jóns Sigurðssonar í Ög-
urþingum, (f 1781). — Systir Sigmund-
ar á Hálsi var Karítas Þorgilsdóttir, sem
dó háöldruð eptir 1862, móðir þeirra
merkisbænda, Guðrnundar hreppstjóra
Teitssonar á Firði í Múlasveit, (f 1865)
og Olafs smiðs í Sviðnum á Breiðafirði
(t 1892). — Seinni kona Sigmundar á
Hálsi, og móðir Erlings, var Guðný Odds-
dóttir úr Önundarfirði, systir Gisla bónda,
föður Odds bónda síðast í Lokinhömrum,
föður þeirra Kristjáns bónda í Lokin-
hömrum og Gísla bónda á Lækjarósi.
Þegar Sigmundur var tveggja ára
gamall, íiuttu foreldrar hans, Erlingur og
Guðbjörg Jónsdóttir, suður í Stykkishólm
með son sinn, og dó móðir hans þar
litlu síðar; flutti Erlingur þá með tvö
börn sín í Höskuldsey, og var þar 6
ár; en að þeim liðnum drukknaði hann
1838, af þilskipi því, er Eining hét, og
átti það skip Brynjólfur kaupmaður Beni-
diktsson, sem þá var í Stykkishólmi, en
síðar í Flatey. Þá var Sigmundur 8
vetra, er hann hafði misst báða foreldra
sina, og fluttist hann þá norður í Bitru
til ættfólks síns, og ólst þar upþ til
tvítugs aldurs, um 12 ár hin næstu; —-
en þegar hann var tvítugur (1850) að
aldri, fór hann sem vinnumaður að Skjald-
fónn a Langadalsströnd, og var þar
heimilisfastur um 2 ár, en var báða þá
vetur í Vigur, og var þá selaskytta fyrir
Kristján dannebrogsmann Guðmundsson,
er þá bjó í Vigur. Þá voru selaskot og
skutulveiði mjög stunduð á Vestfjörðum
á vetrum, en Sigmundur var skotmaður
hinn bezti. Var það þá eitt sinn, að
hann lenti úr skotferð einni, i ofsaveðri
miklu, og liafði misst höfuðfat sitt; en
er Kristján dannebrogsmaður sá það, að
Sigmundur kom berhöfðaður, hljóp hann
þegar inn i stofu sina, og sótti hið bezta
höfuðfat sitt, og setti á höfuð Sigmundi;
þótti það merkilegur fyrirboði þess, er
siðar kom fram. Eptir það Kristján
dbrm. dó (21. okt. 1852) flutti Sigmund-
ur i Vigur alfari, en var um veturinn á
Stað á Reykjarnesi, hjá séra Ölafi Ein-
arssyni Johnsen, og nam þar skrift, reikn-
ing og dönsku, en hvarf heim aptur þá
um vorið 1853. Það sama sumar fór
hann utan til Kaupmannahafnar, en kom
aftur á næsta vori (1854), og tók þá við
bús umsjón í Vigur, og giptist þá um
haustið 8. sept. 1854, ekkju Kristjáns
dann ebrogsmannns, Önnu Kristinu, dóttur
Ebenezers sýslumanns Þorsteinssonar, sem
i þann tíma þótti einn hinn bezti kvenn-
kostur á öllu Vesturlandi, bæði að mann-
virðingu og auð. Bjuggu þau hjón síðan
saman á óðalseign sinni Vigur, þar til
Anna dó 1879, en Sigmundur hélt við
bii til vordaga 1880, og hafði þá búið
þar 26 ár. Aptur giptist hann 13. okt.
1882 ungfrú Victoríu, dóttur Kristjáns
smiðs Vigfússonar á Veðrará i Önundar-
firði. Voru þau hjón siðan í Vigur bú-
laus, þar til Sigmundur drukknaði í
mannskaðaveðrinu 4. nóv. 1897; hafði
hann um mörg undanfarin ár ekki stund-
að sjóferðir að staðaldri, en fór þennan
dag á sjó, sem háseti, í stað annars manns,
(sbr. „Þjóðv. ungau 7. árg. bls. 22.).
Hann var barnlaus með báðum konum
sínum.
Það er alkunnngt, og ætti að vera
ógleymt hinum fjöldamörgu, sem komu
á heiinili þeirra hjóna, Sigmundar og
Önnu, að hús þeirra stóð hverjum manni
opið, án alls manngreinarálits. Eyjan
Vigur liggur mjög svo í leið sjófarenda
um ísafjarðardjúp, og var það tíðum, að
þar var húsfyllir aðkomenda, ] ægar mörg
skip urðu að leita þar lendingar i senn,
og menn allir að gista þar nóttum sam-
an i vondum veðrum; var þar allt i tó
látið, gisting og greiði allnr, sem bezt
mátti verða, án alls endurgjalds, með
glaðværu og kurteisu viðmóti af hálfu
beggja hinna góðkunnu heiðurshjóna, og
mun það nokkuð hafa stuðlað að því, að
efni þeirra gengu heldur saman á seinni
árum; auk þess ólu þau upp nokkur fá-
tækramanna börn fyrir ekkert, um lengri
eða skemmri tíma, og stryktu jafnan þá,
er bágstaddir voru og þurfandi, eptir
fremsta mætti, þvi þó Sigmundur væri
ör í lund á yngri árum, þá var hann
jafnan hinn hjartabezti maður við alla
aumstadda, og greiðvikinn við alla, til
dauðadags, jafn vel um efni fram. Snirti-
maður var hann í allri framgöngu, Mtt-
prúður, lipurmenni á velli, hraustmenni
að burðum, og fylginn sór. Minnast
margir fornkunningjar hans með virðingu
og þakklæti, en ekkja hans, sem missti
hann svo sviplega, saknar hans mjög,
sem hins ástrikasta og umhyggjusamasta
eiginmanns.
8. Gr. Borgfirðingur.
----l-Sfrr-mtMKi#i-i-
Sundurlausir þankar
um haslið l'yrir lífinu og- örbirgðina liér á lanði.
(AOatmt.)
TJm einn tíma var sá hugsunarháttur al-
mennur hér á landi, að ætlast til, að landstjórn-
in gerði allt, sem gjöra þurfti landi og lýð til
gagns og góða. Kongurinn hafði þá einn hezt
vit á öllu, og hans var að kenna landsins inn-
hyggjurum, hvernig þeir áttu að hegða sér utan
hæjar og innan. Allt varð að ganga eptir
konunglegum tilskipunum og koncellihréfum.
Landstjórnin taldi þetta og hlutverk sitt, og
þax-f ekki annað en líta í löggjöf 17. og 18.
aldarinnar, til að sannfærast um það. Hún
skipti sér af öllum sköpuðum hlutum, jafnvel
hvernig hrossaketsæturnar handtéruðu hrossa-
kjötið; var allt þetta gjört af föðurlegri um-
hyggju fyrir velferð þjóðarinnar. Þetta stjórn-
arfar var ágætlega lagað, til að drepa niður
sjálfstæði og sjálfhjargartilfinning einstaklings-
ins. Stjóimin átti ein að hugsa og bjóða, ein-
staklingurinn að eins að hlýða, sem hugsunar-
laust og viljalaust verkfæri. Landstjórnin er
nú að vísu fyrir löngu hætt þessari nákvæmu
umhyggju og afskiptasemi;. en því vei-ður ekki
neitað, að það eymir töluvert enn eptir afþess-
um hugsunarhætti. Það heyidst ekki ósjaldan
kvartað um það, hve þingið og stjóimin séu af-
skiptalaus um hag almennings, þingið gerilítið
annað en demha sköttum 4 þjóðina, gjöri ekkert
fyrir hændurna, og emhættismennirnir séu verstu
ómagar landsins. Menn vilja hafa lög um alla
skapaða hluti, og satt að segja eru sumir þing-
mennirnir næsta fundvísir 4 þessa lagaþörf; en
þegar svo þessi lög eru fengin, þá er öllum
fjöldanum af þeim lítill eða enginn gaumur
gefinn.
Það má margt með réttu finna að stjórnar-
fyrirk-omulaginu hér á landi, og alþingi gæti
sjálfsagt vei-ið töluvert betra, en það er, og gjört
meira, til að hlynna að atvinnuvegunx lands-
manna. En því verður heldur ekki með rökum
neitað, að töluvert hefir hin síðari ár verið gjört
af þingi og stjórn i þá átt, að bæta kjör þjóð-
arinnar. Þegar litið er á tekjur landsins, þá
má segja; að nú um allmörg undanfarin ár
hafi verið veitt stórfé til eflingar landhúnaðin-
um, sjávarútvegnum og samgöngunum á sjó og
landi, og enginn mun þó neita því, að þetta
miði til að efla hag almennings og gjöra stritið
fyrir tilverunni léttbærara; og ætla mætti, að
þessara umbótatilx-auna sæi einhvei-n stað; þó
lítill væri, í vaxandi velmegun landsmanna; en
það er öðru nær. Efnahagur almennings virð-
ist miklu fremur versna, en batna, ár frá ári,
skuldir vaxa óðum, og menn verða þar af leið-
andi ósjálfbjarga, og ósjálfstæðir, þrátt fyrir allt
stritið og stríðið fyrir þvi, að hafa ofan í sig.
Það er hægt að kenna landstjóiminni um baslið
og bágindin, en það er örðugra að rökstyðja það
með nokkurri skynsamlegri ástæðu. Hitt er
hægra að sýna fram á, að dugnaður, fyidrhyggja
og spai’semi einstaklingsins, geta nú orðið, mjög
tálmunarlítið af hálfu laga landstjórnar, notið
sín og hoi'ið blessurxaiTÍka ávexti fyrir þjóðlífið.
— En allar umbótatili-aunir ofán frá, eða frá
landstjórnarinnar hálfu, geta því að eins komið
að tilætluðum notum, að landsmenn vilji að
sínu leyti vex-ða þeim samtaka; en á því er ær-
inn misbi-estur. —
Sú var tiðin, að Islendingar gátu, og það
með réttu, kennt vei’zluninni um eymdina og
örbyrgðina hjá sér. Það eru að vísu liðug hundr-
að ár, síðan linað var fyrst á einokrunarfjötrun-
um, er Isléndingar voru hnepptir í um nær
því 200 ár, en örin standa enn þá eptir, ílla