Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1898, Qupperneq 6
22 ÞjÓðviljinn ungi. 5.-6. VIII Miltislirunn heíir í sumar orðið vart í Vopna- firði, og hafa drepizt þar 6 hestar, að sagt er. Drukknun. 24. ágúst síðastl. drukkna.ði maður í Borgarfirði eystra. — Hann hét Sig- urðwr Straumfjörð. . Kvennmaður datt ný skeð ofan í Laugarnar við Reykjavík, og brann til bana. Prestvígðir voru í Reykjavík 12. okt. síðastl.: Háskólakandídat Friðrik Hallgrímsson, sem þjón- andi prestar við holdsveikraspítalann í Lauga- nesi, og Sigtryggur Guðlaugsson prestaskóla- kandídat, sem settur er prestur að Svalbarði, og einnig að Presthólum til bráðabirgða; meðan mál Halldórs prófasts Bjarnarsonar er enn óútkljáð. Hval rak ný skeð á Presthólafjöru í Norður- Þingeyjarsýslu. ----ts&t---- Bæjarmál. Bœjarstjórnarfundur var haldinn hér í kaup- staðnum 11. þ. m. — Þar gerðist þetta mark- verðast: I. Ljósker samþykkti bœjarstjórnin að setja að þessu sinni að eins á 2 stöðum, annað við bœjarþingsstofuna, en hitt í framhaldi af skóla- götu. II. Sótaramálið. Bœjarstjórnin skipaði þriggja manna nefnd (H. Hafstein; prófast Þ. Jónsson og Sk. Th.), til þess að íhuga máUð, og gjöra tillögur um það, með því að nauðsyn þótti, að búa svo um hnútana, að skylda mœtti bœjarbúa, til að nota eingöngu þann sótara, er bœjarstjórnin skipaði, ,og taka mœtti sótaragjald- ið lögtaki, ef þorf gerðist. III. Áœtlun um tekjur og gjöld Isafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1899 var til síðari umrœðu, og var áœtlun sú, er prentuð var í síðasta nr., samþykkt óbreytt lið fyrir lið, með þeim breyt- ingum einum, að hagbeitartollur var áœtlaður 50 kr. hœrri, tekjur skólans 30 kr. hœrri, og skattur af óbyggðri lóð hœkkaður úr lj2 eyri í 5/8 e. af ferhyrningsalin, og er oetlað að hœkk- un sú nemi 325 kr. — Samkvœmt áœtluninni verður niðurjöfnunargjaldið i ár um 300 kr. hœrra, en í fyrra, og virðist það miður heppi- legt, þar sem gjaldþol bœjarbúa mun nú yfir- leitt vera verra, en þá; þar sem sumaratvinnan hefir orðið mörgum þeirra nœsta arðlítil. —En þrátt fyrir það, þótt tekjuliðir áœtlunarinnar vœru hœkkaðir um 405 kr., leizt þó meiri hluta bœjarstjórnarinnar eigi að lœkka að neinu nið- urjöfnunargjaldið, eða að setja það jafn hátt sem í fyrra, en kaus heldur að nefndar 405 kr. yrðu þá í sjóði nœsta ár. ------------ jtsafirði 20. okt. ’98. Tíðaríarið hefir í þ. m. verið einkar blítt og milt, rétt eins og sumarið væri nú fyrst fyrir alvöru að ganga í garð, þegar það er þó nær því á enda. ý Látinn er á Þingeyri i Dýrafirði N. Chr. Gram. kaupmaður, fœddur 1830. — Hann dó að kvöldi 30. f. m., og hafði legið lengstum rúmfastur í sumar, fyrst í Stykkishólmi, en síðar á Þingeyri. Blað vort mun síðar geta helztu æfiatriða þessa þjóðkunna látna öldungs, sem rekið mun hafa verzlun hér á landi í 40 ár. Skipið „Harald", 76,87 smálestir, skipstjóri C. Thomsen, lagði af stað héðan 12. þ. m.. fermt um 750 sk$L af Spánarfiski frá verzlun Leonh. Tang’s hér í kaupstaðaum. j- Látinn er 25. ágúst síðastl. Jóhannes bóndi Jónsson á Borg í Arnarfirði, 57 ára að aldri. Hann lœtur eptir sig ekkju, Guðríði Þórðar- dóttur, og 2 uppkomna syni, Guðmund og Guð- bjart Jóhannes. Amtinaður J. Havsteen kvað nú ný skeð hafa lagt fyrir sýslumanninn í Barðastrandar- sýslu að höfða opinbert lögreglumál gegn skip- stjóra gufubátsins „Muggur", út af veiðum téðs gufubáts hér í Djúpinu 4 síðastl. vori. Sírá Ríkarður Torfason, prestur að Rafns- eyri, var staddur hér í kaupstaðnum 12. þ. m. — Sagði hann aflabrögð treg í Arnarfirði í haust, vegna beituskorts, þar sem skelfisksbeita sú, er áður hefir fengizt að Alptamýri og Baulu- húsum, má nú heita ófáanleg. — Horfur hjá almenningi þar vestra fremur örðugar, sem stendur, og fáir nægilega birgir af kornmat upp á veturinn, enda útlán í kaupstöðum, sein von er, af skornum skammti. Strandferðaskipið „Thyra“, skipstjóri Ryder, kom hingað norðan um land að morgni 6. þ. m., og fór héðan aptur daginn eptir. — Meðal far- þegja með „Thyru,, var ingeniör Sigurður Thor- oddsen, ekkjufrú Friðrikka Briem frá Hafnarfirði, og ungfrú Helga Havsteen, — Héðan tóku sér, auk annara, far með „Thyru" ungfrúrnar Sagn- hildur Jakobsdóttir frá Ögri og Margrét Sveinsdóttir. „Kaupfélag ísfirðinga" hélt aukafund hér í kaupstaðnum 8. þ. m. ■—Ivaupfólagsstjóri skýrði frá, að smáfiskur og ísa, er félagið sendi í sum- ar með gufuskipinu „Hoimdal“, hefði verið selt til Liverpool, smáfiskurinn brutto á 17 pd. sterl., og ísan á 13'/„ pd. sterl., tonnið, en málfiskur- inn til Bilbao á 52 rígsmörk skpd., auk nokk- urrar fragtþóknunar. — „Heimdal11 hafði hreppt veður -hin verstu á leiðinni út. Samþykkt var, að fólagið fengi að vanda 250—300 smálestir af salti í byrjun næstk. vor- vertíðar. Deildarfulltrúi Hólsdeildar vakti máls á þvi. hvort fulltrúaráðið vildi samþykkja, að félags- deild ný yrði stofnuð í Skálavík ytri, og sá fulltrúaráðið ekkert á móti því, svo framariega sem sú deild vildi sætta sig við, að taka á móti vöru sinni í Bolungarvík, og láta þar fisk sinn. f 8. júní síðastl. andaðist að Auðkúlu í Arnarfirði bóndinn Ólafur Ólafsson, er þarhefir búið um mörg ár. — Ekkja hans er Þuríður Pálsdóttir, skipstjóra heitins Símonarsonar í Stapadal. — Þau hjón eiga á lífi eina dóttur uppkomna. Guðnýju að nafni, og 3 dætur í æsku. — Olafur heitinn stundaði þilskipaveiðar á sumrum, og var nokkurum sinnum skipherra. Fjártaka hefir yfirleitt verið með minnsta móti hér í kaupstaðnum i haust, og voru kjöt- 18 „Jeg, og vinur minn, ókum til ... hólms, og var okkur þar vel fagnað af húsráðandanum. Baróninn var laglegur og hraustlegur maður, á að gizka hálf-fimmtugur, og barónsfrúin Lovísa virtist, eptir útlitinu að dæma, ekki vera eldri, en rúmlega tvítug, þó að fólkið þar í grenndinni bæri það uppi í sér, að hún væri tuginum eldri. Hún var annars tilkomumikil kona, er allir hlutu að dást að, þessi fagra barónsfra. — Jeg orðlengi það ekki frekar; en ljómandi gull var hún. Auk okkar vinanna hafði og baróninn nokkra nágranna sina í boði, og ennfremur tvo lækna úr næsta kaupstað, sem mér þykir sennilegast, að hann hafi boð- ið mín vegna. Jeg þarf ekki að geta þess, að miðdegisverðurinn var góður, og gestirnir allir í glöðu skapi, enda átti vínið, og alúð veitandanna, eigi lítinn þátt i því. Bobert litli var fjörlegur, og vel upp alinn, dreng- ur, og skemmti okkur vel með ýmsum óralátum, er máltíðinni var lokið. ' I stuttu máli myndi oss öllum hafa verið ljúft að minnast þessa dags, ef ekki heíði annað komið fyrir; en — ■— Jæja þa! Jög, og vinur minn, komum opt til ... hólms, þvi að við fundum, að við vorum þar jafnan velkomnir. Baróninn, kona hans og sonur, komu líka stöku sinnum, að heimsækja vin minn, og voru líka stundum þar í boði. En kvöld eitt, er við vinirnir vorum að labba 23 tilliti hans án orða. Hann kraup við rúmstokkinn, og fal andlit sitt í rúmfötunum.. „Drottinn gaf, drottinn tók; sé nafnið drottins veg- samaðu, heyrði eg vin minn, síra M. •., segja, og rétt i þeim svifunum datt jeg útaf sofandi á stólnum. Jeg hafði ekki sofið nema 3—4 kl.tíma í sex dægur, og náttúran varð því viljanum yfirsterkari. Það var um morguninn, hér um bil kl. 6, er eg sofnaði, og þegar jeg vaknaði, var komið rökkur. Jeg fann, að jeg lá í fötunum i legubekk í her- bergi, sem var fram af svefnherherginu, hafði kodda undir höfðinu, og ábreiðu ofan á mér. E... læknir sat hjá mér, og þegar jeg vaknaði, var hann einmitt að þreifa á lífæðinni á mér. „Skoðum til“, sagði hann, nú liafið þér náð yður aptur; þér þörfnuðust hvíldar, og komið nú, og fáið að borðau. Yið gengum inn í borðstofuna, og snæddum þar miðdegisverð, og fann jeg, að jeg hresstist stórum við vingiasið, sem jeg drakk. Litlu siðar gengum við inn i bókaklefann, og var eg þá orðinn hinn brattasti. Sagði eg þá, á leiðinni til bókaklefans, við stétt- arbróður minn: „Hafið þér séð liana?“ „Jáu, sagði hann; „jeg rannsakaði líkið“. „Og hver varð svo niðurstaðan?“ spurði eg aptur. „Hin vanalegu dauðamerkiu, svaraði E . .. í bókalierberginu sat baróninn við borð á miðju gólfi, og skíðlogaði þar í ofninum, þótt vel væri hlýtt úti. Beint á móti baróninum sat M... prófastur, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.