Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1898, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1898, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn cngi. 47 VIII, 12. sem heimili eiga forsjá að veita, þurfi nú allt að þvi helmingi meiri tekjur, en fyrir 40—50 árum, ekki sízt þar sem ltaupgjald allt hefir á seinni árum hækkað svo mjög. Til þess að standast þessi auknu útgjöld þyrftu tekjur manna að hafa aukizt að sama skapi, sem útgjöldin hafa hækkað; en því er ekki að heilsa. Og því er líka ástandið víðast, til sjós og sveita, eins hörmulegt, eins og það er, almenn- ingur sokkinn í kaupstaðarskuldir, og sveitar- þyngslin víða lítt þolandi. Hér við ísafjarðardjúp má að ýmsu leyti teljast all-lífvænlegt pláss, slík „gullkista" sem Djúpið er, og þó er sá siðurinn hjá öllum fjöld- anum ár frá ári, að eta einatt fyrir sig fram, lána upp á ófenginn afla; og margir eru þeir, sem eru meira en ár á eptir tímanum, geta livergi nærri horgað það allt að sumrinu, sem þeir fengu lánað til lífsviðurværis, og annara þarfa sinna, veturinn fyrir. Slíkt er báginda ástand, og vandi úr að ráða, þegar einu sinni er í skuldasúpuna og vand- ræðin komið. Eina ráðið auðvitað,samfara dugnaði og fyrir- ^yggju, að við hafa allan þann sparnað, sem auðið er, og reyna þannig smám saman að bæta efnahaginn, sem unnt er. En hvað unga fólkið snertir, sem fyrst er að komast út í lífið, eða að byrja að eiga með sig sjálft, þá ætti það að láta sór dæmi feðranna að varnaði verða, og helzt ekki að hleypa sér út í sjálfsmennskuna, nema það ætti skuldlausan ársforð* fyrir sig að leggja. Galdurinn er, að vera að minnsta kosti einu ári á undan tímanum, en ekki á eptir. En því er miður, að enn sjást þess lítil mót, að unga fólkið fylgi þeirri reglu. og á meðan svo gengur, að ein kynslóðin fetar i fótspor annarar i þessu efni, þá er lítilla breytinga til batnaðar að vænta. ------pojgoa---- fsafirði 24. nóv. ’98. Tíðarfar. TJtsynningskafaldsbvlnum, er get- ið var í síðasta nr. blaðsins; slotaði nokkura kl.tíma aðfaranóttina 18. þ. m., en að morgai sama dags var skollið á norðan hvassviðri, með kafaldshríðum, og hélzt svo til 21. þ. m., er loks gerði þolanlegt veður. Sjóðstofnun. Danskur maður, stórkaupmað- ur V. Gígas, sem látinn er fyrir nokkru, hefir í arfleiðsluskrá sinni gefið 3000 kr. til styrktar duglegum íslenzkum fiskimönnum. — Sjóður þessi, er ber nafrí gefandans, stendur undir stjórn landshöfðingjans, og veitir hann árlega vexti sjóðsins tveim fiskimönnum, öðrum áísa- firði, og hinum í Beykjavík, sinn helming vaxt- anna hvorum, til útvegunar veiðarfærura, svo sem eru net, bátar o. s. frv. — Styrknjótendur skulu vera atorkusamir, duglegir og reglusamir menn, og má veita hinum sömu styrkinn í tvö ár í röð, og ef sérstakleg ástæða er til þess. jafn vel í 3 ár. — Styrktarsjóður þessi tekur þó fyrst til starfa að ekkju gefandans látinni, því að meðan hún lifir, nýtur hún óskertra vaxta sjóðsins. Sexæringurinn héðan úr bænum, sem getið var um í síðasta nr. blaðsins, hafði náð lend- ingu í Ögurnesinu, og kom hingað í veðraslot- inu aðfaranót.tina 18. þ. m. Vildi mönnum þessum það til lífs, að ögn hafði rofað til, er þeir átt.u örskammt (tæpa lóðalengd) að svo nefndum Breiða-boða hjá Vigur, og gátu þvi í tíma sueitt hjá boðanum. Gipting. Laugardaginn 10. þ. m. voru gefin saman í Eyrarkirkju: ungfrú Kristjana Þorvarðardóttir, heitins Sigurðssonar. frá Bakka í Hnífsdal. og Kjartan búfr. Guðnmvdsson, son- ur Guðmundar bónda Pálssonar í Fremri-Hnífs- dal, og eru þau hjón af öðrum og þriðja að skyldleika, með því að Elízahet Kjartansdótt-ir, móðir Kristjönu, og Sigríður Kjartansdóttir, móð- ir MargVétar, konu Guðm. Pálssonar, voru systur. Lýsi til bjargráða. Samkvæmt hinni nýju fiskiveiðasamþykkt Norður-ísfirðinga, er gildi öðlaðist 1. þ. m., er hverjum formanni skylt, að hafa að minnsta kosti 4 potta af lýsi innan- borðs á sjóferð hverri til bjargráða, og er von- andi, að gæzlunefndirnar sjái svo um, að þess- ari þörfu ákvörðun verði fylgt. þó að lítið hafi á því bólað framan af mánuðinum. Ilóraðsdómur var 21. þ. m, kveðinn upp hér í bænum í máli, er höfðað hafði verið af hálfu hins opinbera gogn ,7. Vedholm gestgjafa, út af helgidagavínveitingum, og með því að gestgjaf- inn hafði áður nokkurum sinnum verið sektaður fyrir sams konar brot, þá urðu nú dómsúr- slitin þau, samkvæmt 10. gr. helgidagatilskip- unarinnar frá 28. marz 1855, að kærði var dæmdur til þess, að hafa fyrirgjört veitingarétti sínum, sektaður um 30 kr., og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Dómi þessum kvað þó dómf'elldi skjóta til landsyfirréttar. Aflabrögð. Það hefir verið fram úr hófi tregt um sjógæftirnar nú um hrið, en dagana eptir síðustu helgi, þegar róðrar hófust aptur, eptir vikulandlegutíma, var fiskreita nokkur hjá almehningi, um hundrað að fiska, og þar undir, en þó nokkuð skár hjá stöku bát. í'lneste s<lxa,ziclijaaxrisli. Export Kaffe Surrogat, er óefað hið bezta og ódýrasta Export- kaffi. F. Hjortli &, Co. Kjobenhavn, K. ^Förð til dbuðar. Svarfhóll í Súðavíkurhreppi, 2 4 h u n d r. f. m., fæst til ábúðar í næstu fardögum. Jörðin hefur all-gott tún, miklar og góðar slægjur, góða sumarbaga og landrými. Byggingarskilmálar góðir. Semja má við undirritaðan, sem gefur nánari upplýsingar. Vigur 12. nóv. 1898. Sigurður Stefánsson, 48 Já, svona var benni rétt lýst meyjunni fögru, henni Kristinu Törvestad. En svo var það eitt sinn, er Elfring kom, sem optar, þar á bæinn, að honum brá eigi lítið, er bann, í stað Kristinar, hitti karl föður hennar í bæjardyrunum. Karl vísaði bonum inn í herbergi sitt, bauð bonum að tylla sér þar niður, og mælti síðan umsvifalaust: „Má jeg spyrja yður, lautenant, bver meining yðar er eiginlega með því, að venja bingað komur yðar? Mig er farið að gruna, að það só eittbvað annað, en fossinn og útsjónin, sem dregur yður bingað“. Og þegar Elfring fór að stama einhverju upp um gestrisni, — gott og þægilegt viðmót — og, og — —, þá greip bóndinn óðara fram í, og mælti: „Er það meining yðar, að fylla böfuð dóttur minn- ar með ástarugli, eða gera má ske enn verra að verkum, og hverfa svo vonum bráðar aptur beim í yðar eigið land? Segið mér nú eins og er! Kristín er einka-barn- ið mitt, og á mannorð Jiennar má engum skugga eða bletti slá! Svarið mór því, sem ærlegur drengur“. Við þessi orð búanda spratt Elfring upp, lýsti ást sinni til Kristínar með fjörugum orðum og tilburðum, °g kvað það einlægan ásetning sinn, að fá hennar til eiginkonu. „Jeg elska dóttur yðar, jeg er foringi í hernum, og á eptir foreldra mina 8 þús. specíur. — Þetta er nú sannleikurinn br. Jakob Törvestad". „Jæja þá! En bafið þér sagt dóttur minni frá þessum áformum yðar?“ „Nei, það hefi jeg nú satt að segja enn ekki gert“, anzaði Elfring, og fór um leið töluvert hjá sér. 45 Húsbóndinn sat á móti mér, náfölur í framan, og nú var það í fyrsta skipti, að við horfðumst í augu, áu þess bann liti undan. En slíka skolfingu, sem út úr augnaráði bans skein, hefi eg aldrei, íyr eða síðar, á æfi minni séð. Kona hans rak og í mig nálarglyrnurnar, svo heipt- arfullar, sem væru þær hvítglóandi. „O, verkfræðinginn hefir dreymt“, sagði búsráðandi í básum rómi, og brosti um leið undirferlislega. „Drausi- ar renna, sem straumar“. „Má vel vera“, svaraði eg rólega, „en einu vil eg þó lofa, og það skal jeg lika efna“, bætti eg svo við, „og það er það, að birtist mér sýn þessi aptur — og slíkar sýnir eru vanar að sjást optar, en einu sinni —, þá skal eg spyrja vofuna spjörunum úr“ „Nei, gjörið það eigiw, æpti húsráðandinn upp yfir sig. Hann var nú staðinn upp frá borðuin, og er eg leit á bann, þóttist eg sjá, að hann skildi það á svip mínum, að liann hefði gefiö Loggsfað sér, og að eg myndi vita, hvernig í öllu lá. G-afiállinn datt úr bendi honum ofan ’ gólfið. Strax eptir nónið ók liann svo eitthvað burtu. og kom heim aptur að stundu liðinni. Lét bann mig þá vita, að þar sem jeg hefði látið þá ósk í ljósi, að búa beldur í kaupstaðnum, þá befði hann mér til hægri verka útvegað m-n þar berbergi, og annað, sem eg þyrfti, og gæti eg því fli riig -m, hvenær sem mér sýndist, enda kvaðst bann þess a a- inn, að aka mér þangað samstundis, ef eg sro ós>k v:I. Sama kvöldið fór eg svo burtu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.