Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1898, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1898, Qupperneq 1
Verö árgangsins (minnst 60 arka) 3 kr. 30 aur.; erlendis 4 kr 50 cmr., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐYILJINN UNGL : fy: AtTUNUI ÁRO-AN OUR. | ! i3c*s|= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ! 1 Upp s'ógn skrifkg, ógild í nem a komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- : mánaðar, og kaupandi \ samh liða uppsögninni j borgi skuld sína fyrir j blaðið. CO ■*—< IsAFIRöI, 3. DES. 18 9 8. Smágreinar um landbúnaðinn, eptir alþm. Sm. Stefánsson. 1. Arferðið og landbúnaðurinn. Um þessar mundir heyrist varla minnzt svo á landbúnaðinn, að ekki sé talað um lrnignun hans, og mjög óvæn- legar horfur fyrir landbóndann, og hið ískyggilegasta ástand í landinu. í blöð- unum má heyra þennan harmagrát, bæði í aðsendum greinum og bréfköílum, og enda hjá ritstjórunum sjálfum. Þessar umkvartanir staðfesta vissu- lega þau ummæli, er nýlega stóðu í blaði þessu, að efnahagur landsmanna færi yfir- leitt heldur versnandi, og hinum sjálf- stæðu mönnum fækkaði ár frá ári i land- inu. Það er öll von, þótt framtiðin verði ekki björt í augum margra, þegar öðrum aðal-atvinnuvegi landsmanna virðist voði búinn, og það er eðlilegt, þótt menn skyggnist um eptir orsökunum til þessa bágborna ástands, og leiLi ráða því til batnaðar. Já, orsakirnar, — það er mestur vand- inn að finna þær, eins og nú er ástatt. Það er handhægast að kenna árferðinu, verzluninni, löggjöfinni og landstjórninni, um hnignun landbúuaðarins, og þetta er heldur ekki sparað af sumum; en hitt er meira álitamál, hvort nokkru af þessu verður með réttu kennt um, að hagur bænda er eins bágborinn, og af er látið. Það er kemur til árferðisins, þá verð- ur ekki annað sagt, en í 10 síðustu árin hafi árað all-vel, og stundum ágætlega fyrir bændurna. Á þessu tímabili hafa engin harðindi gengið yfir landið. Arit- anlega liafa komið harðindaköst, bæði vetur og vor, en við slíku verðurjafnan ráð að gjöra á Islandi. En þótt stórbarðindalaust hafi verið öll þessi ár, þá hefir ekki vantað harð- indasögur af landbimaðinum víðsvegar um landið. Heyleysi og horfellir eru næstum ár- legir viðburðir í sögu landbúnaðarins ein- hverstaðar á landinu. Þessir viðburðir eiga vissulega drjúgan þátt í örbirgð og eymdarskap margra bænda, en þegar ár- ferðinu ekki verður með róttu kennt um þessa þjóðarhneysu og svívirðing eyöi- leggingarinnar i landbúnaðinum, þá er ®bki annað að leita að upptökum hennar,' enÁ skeytingar- og fyrirhyggju-leysi bænda sjálfra með bústofn sinn. Og því miður staí'ar heyleysið og hor- fellisbaslið þessi síðastliðnu 10 ár, eins og svo opt að undanförnu, frá þessum vondu ókostum bændastéttarinnar sjálfrar. Það er i raun og veru hégómi og barna- skapur,ra: að hugsa sér nokkra verulega framför í landbúnaðinum mögulega, með- an svo aumlega er ástatt í landinu, að nokkurra vikna harðindaskorpa að vetr- inum, eða nokkurra daga vorhret, getur gjörspillt miklum hluta búpeningsins í heilum héruðum, en látið hinn hlutann ept- ir gagnslitinn, sökum ráðleysislegs heyja- ásetnings og hirðulausrar meðferðar bænda sjálfra, á bjargræðisstofni sínum. Meðan bændur sjálfir ekki tryggja búskap sinn betur, en hingað til, fyrir fóðurleysi og hordauða, þá er hætt við, að allar tryggingar utan að, svo sem frá lög- gjöfinni og landstjórninni komi að litlu haldi, hve hagvænlegar sein þær í sjálfu sór kunna að vera. — Landbúnaðurinn verðurá meðan mæðu- samt Sisyfusarstrit; það sem hann kemst upp þau árin, sem náttúran leikur við hann, hrapar hann aptur niður, jafnskjótt og i ári harðnar. — Að setja vel á, er fyrsta aðalslályrðið fyrir vissuni og góðum lanÆbtmaði. UtlöndL. Síðari hluta októbermánaðar voru ofsastormar í norðurhluta Evrópu, einkum aðfaranóttina 18. okt., og fórst þá fjöldi skipa hér og hvar við strendur Bretlands, svo að manntjónið skiptir hundruðum. — 14. s. m. rakst stórt farþegjaskip á sker í Englandssundi, og drukknaði á 2. hundr- að manns; skip það hót „Mohegan“, og var á leið frá London til New-York. — Slysið sást úr landi, og voru björgunar- bátar þegar settir fram, en skipið sökk svo fljótt, að einungis nokkrum (um 60) varð bjargað. ■— Anarkistar virðast enn ekki vera af baki dottnir, heldur hugsa til stórræða. — Að minnsta kosti þykist lögregluliðið á Þýzkalandi ný skeð hafa fengið áreið- anlegar fregnir um það, að á fundi, er haldinn var í Lundfmum, hafi anarkistar samþykkt, að ráða alla konunga og stjórn- endur í KorSurálfu af d'ógUm; og hvað sem í þvi er hæft, þá er það víst, að lögreglan á Egyptalandi hefir ný skeð tekið 9 anarkista fasta i Alexandríu, sem grunaðir eru um, að hafa átt að ráða Vilhjálmi Þýzkálandskeisara bana á ferð hans til Jórsala. — Fundust 2 sprengi- kúlur bjá einum þeirra, og vitnaðist enn- fremur, að skipverja á skipi einu, er ætl- aði áleiðis til Gj'ðingalands, hafði verið mútað til þess, að taka til flutnings kassa með sprengikúlum í. — ----oooggooo-- Ekki til Ameríku. Um ástandið í þeim héruðum Norður- Ameríku, þar sem Islendingar hafa sér- staklega tekið sér bólfestu er ný skeð skrifað frá Selkirk af mjög skilríkri konu: „Að mínu áliti er miklum mun verra, að koma nú til Ameríku, en fyrir nokkr- um árum. Vinnan er miklu minni, miklu ver borguð, og margfalt fleiri að keppa um hana, svo að hver býður annan nið- ur. — Samt tel eg óhætt. að koma fyrir vel röska, vinnugefna menn, sem ekki veigra sór við að taka hverja vinnu, sem er, eru óþreytandi að leita sér atvinnu, tekst að ná hylli yfirmanna sinna o. s frv., og vona eg, að slíkt dugnaðarfólk geti átt hér framtiðarvon“. Af brófkafla þessum, sem fyllilega ber saman við aðrar fregnir frá Ameríku, má sjá, að ekki muni glæsilegt að hugsa til vesturfarar um þessar mundir, hvað svo sem agentar Canada-stjórnar kunna þar um að segja. — Dugandi menn, sem ekki láta neitt tækifæri ónotað, til þess að afla sér þar livers konar atvinnu, sem býðst, geta brotizt þar áfram, og má ske átt þar nokkra framtíð fyrir höndum. — En slíkir menn þurfa sannarlega eigi að leitá til Ameriku; þeir geta alls staðar komizt vel áfram, einnig hór á gamla Islandi. Landsyli rréttardómur í máli réttvísinnar gegn síra Bjarna Þór- arinssyni á U tskálum var kvoðinn upp 31. okt. siðastl., og urðu lirslitin þau, að prestur var dæmdur í 8 mánaða betrunar- liúsvinnu, málskostnað fyrir háðam réttum, og 321 kr. skaðahœtur til póstsjóðsins. í ástæðum landsyfirréttardómsins seg- ir svo: „Það er nú með játningu ákærða, og öðrum samhljóða skýrslum, sannað, að bann hefir öðru hvoru, síðustu árin, sem hann var póstafgreiðslumaður á Prests- bakka, í fyrsta skipti á árinu 1893, fært póstsjóðnum til útgjalda í reikningságrip- um þeim, er hann sendi póststofunni i Reykjavik, borgun til póstsins fyrir auka- hesta, þar sem póstur haíði eigi haft aukahesta, og þvi eigi talið sér, eðatek- ið, borgun fyrir þá“. — í 12 póstferðum hefir kærði þannig dregið sór úr-póstsjóði 320 kr., og auk þess „játað, að hafa til- fært um of fyrir aukaflutning i 5. ferð 1896 kr. 10,00“, en á hinn bóginn hafði hann í annað skipti gleymt að færa póst- sjóðnum 9 kr. til útgjalda. Sem heimildir hafði kærði látið fylgja reikningságripunum kvittanir, er hann sjálfur hafði samið, og undirritað með nöfnum hlutaðeigandi pósta, og verður, eptir þvi sem í'ram er komið, að álíta, að hann hafi haft heimild, til að rita nöfn póstanna, en að eins undir kvitt- anir fyrir réttum gjaldagreiðslum. Ákærði var hafður í gæzluvarðhaldi frá 31. júlí til ágústloka f. á., og gafþá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.